Fórn til þrumuguðanna, Bardarbunga offering!

imageÉg er orðinn virkilega ánægður með nýja bjórinn minn sem hefur nú verið í gerjun í 8 daga, ég kalla hann Ösku Illur Pale Ale Bardarbunga Offering en í grunninn er þetta Zombie Dust klónn frá Three Floyds.  Ég bruggaði þennan bjór til að reyna að sefa Þór og Zeif og alla hina sem sjá um þessi eldgos hér á Jörðu. Ástæðan er sú að ég er að fera til New York í fyrramálið þar sem ég mun stúdera bjór og pöbba í hæsta gæðaflokki og ég mátti bara ekki til þess hugsa að helvítis bungan þarna myndi loka fyrir mér öllum flugleiðum.  Þrumuguðirnir virðast vera sáttir við bjórinn einnig því þetta virðist ætla að sleppa fyrir horn.  Bjórinn er þó ekki tilbúinn en bragðgóður er hann.  Já eftir 8 daga í gerjun er hann orðinn 6.3% (FG 1.014) með mikinn humalkarakter þar sem Citra fær að blómstra.  Hann heldur einnig í fyllinguna og sætuna.  Besti bjórinn minn hingað til held ég ef þróunin verður áfram á þessa leið.

Ég bætti 90g af Citra humlum í hann í dag til að poppa hann dálítið upp í nefi.  Skrepp svo til USA og hendi honum svo á kút líklega 2. eða 3. sept.  Það verður þá fyrsti kútabjórinn minn og ég verð bara að viðurkenna það að ég er ooooofsalega spenntur að prófa það dæmi.  Kominn með krana og kolsýrudæmið og allt að verða klárt bara.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s