Nýr Founders á klakanum, Dark Penance Imperial Black IPA

IMG_2655Þessi er glænýr á klakanum og fæst á betri börum borgarinnar og auðvitað via sérpöntun Vínbúðarinnar. Segja má að Dark Penance (8.9%) sé vetrarbjór þeirra Founders manna þar sem hann fæst aðeins frá október til desember og hann er hjartavermandi og hlýr eins og vetrarbjór/jólabjór á að vera. Brugghúsið er vissulega í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum sem þarf ekki að hljóma svo undarlega þar sem Founders er eitt flottasta, vinsælasta og eftirsóttasta brugghús veraldar. Ég er því ekki alveg hlutlaus. Ég hef smakkað um 12 bjóra frá þeim fram að þessu og enn ekki lent á vondum bjór sem er alveg magnað, ég eiginlega skora ég hér á lesendur að finna fyrir mig vondan Founders bjór og ég lofa verðlaunum.

Dark Penance er bleksvartur imperial black IPA. Í nefi eru ristaðir tónar, ögn píputóbak frá afa og smá sætur keimur. Í munni má finna alls konar skemmtilegheit í mjúkum sopanum sem hlaðinn er eins konar bragðregnboga. Humlarnir koma vel fram, Centennial sem eru svo vinsælir hjá Founders og kristallast kannski best í Centennial IPA frá þeim og svo er þarna Chinook. Þetta skapar þurran beiskan en jafnframt ögn blómlegan keim ásamt sitrus og furu. Það er svo haugur af malti í þessum karli, kristal malt sem gefur sætt karamellu-toffee bakbein ásamt dökku hveitimalti sem gefur litinn, ristuðu tónana og fyllinguna. Þannig má lika finna ögn súkkulaði og svo er kannski ögn vanillubragur yfir þessu öllu saman. Herlegheitin enda svo í þurrum beiskum humal. Þetta er eiginlega salgæti. Mér datt fyrst í hug að lýsa bjórnum bara með þessum fáum orðum:

„bjórinn er álíka góður og miðinn er fallegur. Fullkomnar umbúðir vægast sagt.“

.
Já menn vilja oft samanburð og mér dettur þá helst í hug Surtinn okkar frá Borg nr 23, ekki sami bjórinn, alls ekki en menn geta amk áttað sig í hvaða átt Penance er.  Enn eitt undrið frá Founders.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s