Skúli Craft Bar

Það hefur kannski ekki farið framhjá fólki hér að nú á næstu dögum mun hér í miðbænum opna nýr bjórstaður sem kallaður er Skúli Craft Bar í höfuðið á Skúla Fógeta sem stendur fyrir utan gluggann.  Þ.e.a.s styttan auðvitað.  Um er að ræða krá þar sem bjórinn er í lykilhlutverki.  Skúli mun líklega opna í þessari viku og verður gaman að sjá hvernig fólk á eftir að taka honum en þar mun fólk komast í besta bjór sem völ er á hér á landi.

Það vita svo ekki allir að sá sem sér um allan bjórinn á staðnum og viðburði tengdum honum er sjálfur undirritaður.  Ég get því lofað góðum gæðum 🙂 Ég vil svo bara taka þetta fram hér svo það fari ekki á milli mála að ég er líklega dálítið hlutlægur þegar kemur að því að fjalla um bjórinn á Íslandi.   Nú geta menn tekið það með í reikninginn þegar þeir lesa eitthvað hér.

🙂

Láttu það flakka!