Hvort er betra Nakin Eyja eða vera nakinn á eyju?

user-10-company_logo12Hvað er betra en að vera nakinn á eyju eða á nakinni eyju?  Kannski að vera nakinn á eyju með bjór?  Ég  veit ekki en eitt veit ég þó að í Noregi er framúrskarandi handverksbrugghús sem kallar sig einmitt Nøgne Ø.  Já við höfum verið með danska snillinga og auðvitað íslensku snillingana og nú er kominn tími á norska snillinga, sorry Finnland, þið eruð bara ekki með spennandi bjór. Nøgne Ø var stofnað árið 2002 af hinum metnaðarfullu heimabruggurum Gunnar Wiig og  Kjetil Jikiun.  Líkt og kollegar þeirra víðs vegar um heiminn voru þeir með hugsjón, þeir vildu sjá vandaðan gæðabjór með bragð og sérkenni, þeir voru einfaldlega komnir með hundleið á persónusnauða lagersullinu sem tröllreið Skandinavíu á þessum tíma, og gerir reyndar enn.  Þeir fóru í þetta að fullum krafti og í dag er brugghúsið  landsins þekktasti og öflugasti framleiðandi handverks bjórs af bestu sort.

BlackTokyoNakta Eyjan hefur verið ófáanleg á eyjunni okkar þar til núna sem er alveg ótækt. Við (undirritaður í samvinnu við Skúla Craft Bar) höfum hins vegar bætt úr því og valið nokkra af bestu bjórum brugghússins fyrir ykkur að sötra bæði á flöskum og af krana.  Reyndar hefur Nøgne Ø bjór fundist hér á landi óbeint því meistararnir Mikkeller, Brewdog og Nøgne Ø lögðust í sæng saman fyrir nokkrum árum og kokkuðu upp einn besta Imperial Stout sem um getur að mati undirritaðs, Black Tokyo Horizon sem hefur verið afar vinsæll hjá okkur á Skúla.  Mikkeller hefur einnig í gegnum tíðina fengið að bruggað bjór hjá Nøgne Ø og má þar t.d. nefna hinn magnaða Beer Geek Brunch Weasel sem við vorum nú með á krana fyrir nokkru síðan.  Svo hafa þeir nöktu einnig bruggað með ýmsum öðrum stórlöxum (collab) á borð við Stone Brewing og Jolly Pumpkin.  Já þeir kunna þetta sko.

Nú er þetta sem sagt orðið að veruleika, Nøgne Ø  er lent á klakann og einhvern tíman eftir helgi verður hægt að fá á Skúla Craft Bar slatta af flöskum og amk 5 kúta frá nakta fólkinu, og um að gera að kíkja og prófa þetta stöff.  Já þetta er í fyrsta sinn á Íslandi takk fyrir.

.
IMG_3317