Evil Twin Jólabjór á hótelherbergi í Stokkhólmi!

IMG_2502-1Hér í Stokkhólmi er allt á kafi í jólum.  Jólaljós út um allt, jólakaffidrykkir, jólalög í öllum hornum og fólk á fullu að versla jólagjafir og svo auðvitað jólabjórinn í Systembolaget.  Ég hef haft það fyrir hefð sl 3 ár að skella mér til Stokkhólms í desember til að hlaða jólabatteríið og skoða nýja jólabjóra.  Þeir hérna hjá Systembolaget eru duglegir að panta inn nýja jólabjóra ár hvert.  Í ár eru það nokkrir sem hafa fangað athygli mína og m.a. þessi hér frá Evil Twin.  Sá heitir því undarlega nafni Christmas Eve At a New York City Hotel Room. Þó ég sé staddur á hótelherbergi í Stokkhólmi og það er ekki alveg jólanótt þá ákvað ég að smakka, þetta er eins nálagt því og ég kemst að vera í NYC á jólanótt.  Um er að ræða 10% imperial stout sem fær nokkuð góða dóma á veraldarvefnum.  Ég varð hins vegar ekki upprifinn. Í nefi eru ristaðir dálítið brenndir tónar.  Ögn sæta og brennt malt.  Í munni er hann með meðal fyllingu, nokkuð beiskur og þurr á tungu.  Afar lítil sæta en það er einmitt það sem ég vil fá í Imp stout, þ.e.a.s SÆTUNA.  Ristað kaffi, einhver jörð eða hnetur og svo bara mjög klassískt svona stoutyfirbragð.  Ekki snefill af jólafíling og get ég ekki með nokkru móti skilið afhverju þeir/hann hefur ákveðið að tengja þetta við jólin.  Jú jú, það er svo sem viðeigandi að eiga við svona bjór á köldrum vetrarkvöldum en þessi bjór er bara alls ekkert öðruvísi en margir aðrir imp stout bjórar frá Evil Twin.  Þetta er þannig séð samt hinn flottasti imperial stout og vel þess virði að smakka en alls ekki eitthvað sem maður sérpantar eða eltist við á enda veraldar.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s