Kranavaktin – hvað er nýtt eða spennandi?

IMG_1696

Dásamlegur hveiti IPA í „growler“ á Brewdog

Það er fátt betra en að fá uppáhalds bjórinn sinn beint af krananum.  Hann verður einhvern veginn svo ferskur og flottur þannig.  Það er þó ekki endilega rétt að kranabjór sé besta formið á bjór en það er auðvitað smekksatriði.  Sjálfur er ég mjög hrifinn af kranabjórnum, mér finnst hann bara oft betri þannig.  Fer reyndar eftir stíl.  Í því umhverfi sem við hrærumst í hér á Íslandi þá getur verið erfitt að finna góðan kranabjór.  Hingað til hefur ljósi lagerinn verið allsráðandi á krönum borgarinnar, menn biðja bara um kranabjór og fá þá klassískan gylltan lager, ýmist Víking eða Egils Gull.  Reyndar hafa stout og porter stílarnir verið fáanlegir á völdum pöbbum einnig.  Nú hefur hins vegar orðið dálítil breyting á þessu.  Vaxandi bjóráhugi þjóðarinnar kallar á meiri fjölbreytni á krana og í hillum og þessum kröfum hefur verið svarað að einhverju leiti.  Microbar er gott dæmi um krá þar sem sitthvað ljúft og spennandi er að finna á krana.  Það er þó síbreytilegt hvað er undir krönunum og því erfitt að fylgjast með. Annað slagið detta svo þar inn sjaldgæfir eðalbjórar sem auðvelt er að missa af ef maður er ekki snöggur til.   Borg brugghús hefur einnig verið duglegt að koma sínum bjór á krana hér og þar um borg og bý, hvað er betra en ískaldur ferskur Úlfur af krana?  Á Kexinu hafa stundum dottið inn flottir bjórar t.d. frá Mikkeller og To Øl.

Ég hef verið í stökustu vandræðum með að fylgjast með þessu öllu saman og ég veit að fleiri eru í sömu sporum.  Það er því hugmynd okkar hér á Kranavaktinni að reyna að henda reiður á hvað er spennandi þarna úti eða nýtt.  Í leiðinni munum við einnig taka fyrir flotta flöskubjóra ef svo ber undir.  Það væri svo gaman eða í raun nauðsynlegt að fá ykkar hjálp.  Það er jú þannig að maður getur ekki verið að túra um krár borgarinnar öllum stundum, maður þarf víst líka að vinna eitthvað fyrir sér.  Það væri því afar vel þegið ef þið látið vita hér ef eitthvað spennandi er að gerast.  Nota kommetnakerfið!!! ATH svo einnig nýjustu færslur frá okkur varðandi þetta koma svo fram hér til vi efst.

15 hugrenningar um “Kranavaktin – hvað er nýtt eða spennandi?

  1. Aðeins um karanastatusinn. Sumarbjór Ölvisholts Ship o Hoj hveiti IPA fæst á krana á Microbar. Þar fæst einnig Mikkeller BeerGeek Breakfast sem af mörgum er talinn besti stout í heimi þó ég sé ekki sammála.

    Sumarbjór Borgar Sólveig fæst á Kexinu, Laundromat og Slippbarnum, ofsa flottur hveiti IPA.

    Á Hlemmur Square fæst Mikkeller American Dream alltaf á krana og svo er jú haugur af flöskum þar einnig.

    K-bar hefur ekki svarað fyrirspurnum og því veit ég ekkert hvað er þar á krana. Gaman væri að heyra frá ykkur ef eitthvað spennandi er þar!

  2. Ég hef ekki verið sérlega duglegur að uppfæra kranavaktina upp á síðkastið. Ástæðan er líklega sú að ég hef verið erlendis að smakka bjór og svo á miklum næturvöktum. Ég hef því ekki skoðað krana bæjarins. Ég hvet ykkur lesendur hins vegar til að skrifa hér inn ábendingar….hvað er t.d. á Kexinu? Svo var Mikkeller Beergeek breakfast stout á krana á Microbar um daginn…er hann búinn?

  3. Flestir vita það en kannski ekki allir en nú er á krana á Microbar eini doubble IPAinn á Íslandi sem hægt er að fá á krana. Glænýr DIPA frá Gæðingi, 22up! Ég rak tungu í hann um daginn og hann lofar ofsalega góðu. Svo settur þeir einnig nýja Barley Wineið sitt undir kranann, potent og ofsafenginn Barley Wine, um að bera að tékka á þessu.

  4. Það má benda á að nú er einn margrómaður Imperial IPA á krana á Microbar, Dangerously Close To Stupid frá To Öl. Ekki smakkað hann en það stendur til bóta.

    Veit annars einhver hvað er undir á Kexinu?

  5. Hoegaarden er kominn aftur á Nora Magasín (áður íslenski barinn), eftir nokkra vikna pásu. Laaaangbesti belgíski hveitibjórinn á Íslandi.

  6. Því miður er Mikkeller 19 búinn á Kexinu :(, gleðifréttirnar eru þó þær að ég náði að smakka hann í dag. Svo er jú kominn annar flottur undir, Mikkeller Citrus Dream. Hann kom nokkuð vel út bara. Nánar um hann á morgun!

  7. Þetta var að detta inn, næst á krana á KEX á eftir Mikkeller 19 eru tveir splunku nýjir – Citrus Dream sem er örðuvísi pilsner sem bruggaður er með hinum dásamlegu Citra humlum ásamt appelsínu og sítrúnuberki. Svo er það U Alright sem er 4,5% belgískur villibjór með brett og humlum. Hef ekki smakkað þessa en hlakka til. Sjáumst bara á Kexinu.

  8. Það er ekki úr vegi að hefja þetta með að fara yfir kranana á Microbar þessa dagana. Það er þetta klassíska hjá þeim, enginn erlendur stórlax að þessu sinni.

    Listinn er svo hljóðandi, Móri frá Ölvisholti sem margir elska en sumir eiga erfitt með. Hann er flottur á flösku en virkilega vel lukkaður á krana. Sumar Kaldi, sem er svona la la hveitikarl, Röðull IPA sem er virkilega skemmtilegur IPA frá Ölvisholti og fæst bara í sumar, veit ekki hve lengi á krana samt, Gæðingur lager sem er bara voða venjulegur lager fyrir þá sem vilja ekkert vesen, Kaldi sem allir þekkja, Gæðingur hveiti sem er nýr og er virkilega flottur þýskur hveitikarl, Gæðingur Pale Ale flottur pale ale og Kölsch sem er nýr tilraunabjór frá Gæðingi. Ég hef ekki smakkað hann enn en Steini á Micro talar um léttan og mildan lager. Reyndar notað bæði lager og öl ger þannig að hann er þarna á milli.

    Loks má benda á að Gæðingur IPA og Gæðingur Stout fara undir í þessari viku.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s