Microbar – vin í eyðimörkinni

Image

Microbar – Austurstræti 6, Reykjavik (sjá kort)

Fyrir rétt rúmu ári síðan, þegar þetta er skrifað,var ekki um auðugan garð að gresja þegar menn ætluðu sér að fara í bæinn og fá sér öl.  Það var bara enginn staður sem maður gat með góðu móti fundið almennilegt bjórúrval.  Þetta breyttist gjörsamlega með tilkomu Microbars sem er í eigu Gæðings brugghúss. Þar á bæ servera menn ekkert frá stóru risunum Víking og Egils heldur er fókusinn á litlu brugghúsin og gæðabjórinn (craft beer).  Það eru einir 8 fastir kranar þar sem flest allt frá Gæðingi er að leka en einnig bjór frá t.d. Ölvisholti og Bruggsmiðjunni (Kaldi).  Lava dettur meira að segja á krana þarna annað slagið sem er jú einsdæmi í heiminum.  Virkilega flott.  Að auki fá þeir annað slagið kúta frá Mikkeller, To Øl og jafnvel Brewdog og fleiri fallbyssum bjórheimsins og því vert að fylgjast með svo ekki fari illa.  Flöskuúrvalið er svo það besta í Reykjavík og má sjá í hillunum bjór frá eftirsóttustu brugghúsum veraldar.  Bjórúrvalið er stöðugt að breytast, nýjir bjórar detta inn og aðrir út.  Þetta fyrirkomulag er þó dálítið eins og tvíeggjað blað ef svo má segja, maður hefur þarna tækifæri á að fylgjast með og smakka það besta sem gerist í bjórheiminum þar sem nýjungar eru tíðar en auðvitað er maður líka að missa út kannski uppáhaldsbjórinn sinn sem þarf að víkja fyrir næstu sendingu.
Ekki ríkir neitt glasahallæri á Microbar eins og svo algengt er á öðrum pöbbum borgarinnar og bjórvitund barþjónanna er til fyrirmyndar.  Þeir vita upp á hár hvað þeir eru að selja manni og auðvelt er að plata þá í djúpar bjórsamræður og draumóra ef maður er á þeim buxunum. Staðurinn er lítill sem er kannski það sem hægt væri að gagnrýna því oft er margt um manninn þarna sér í lagi um helgar.  Mér finnst það þó bara dálítið kósí, er ekki mikið fyrir gríðarstóra staði með teilheyrandi látum.   Þarna kemur fólk frá öllum heimsins hornum með sameiginlegt áhygamál.  Bjór!

Microbar er án efa sá staður sem maður fer á í Reykjavík ef maður vill fá góðan bjór og þetta er staðurinn sem ég sendi ferðamenn á þegar þeir spyrja mig hvað sé vert að skoða mtt bjórs í Reykjavík.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s