Bjór og ostar!


Þegar við vorum síðast á ferðalagi um París sumarið 2012 lifðum við á ostum af ýmsu tagi.  Franskir ostar eru einfaldlega ómótstæðilegir.  Rauðvín og ostar er álíka þekkt „kombó“ og „humar og hvítt“ enda algjörlega dásamleg blanda.  Frakkar eru ekki þekktir fyrir bjórgerð en þeir gera ágætis rauðvín og því var það ósjaldan drukkið með á ferðum okkar um borgina.  Hins vegar erum við mikið bjórfólk og ákv að nota tækifærið og reyna nokkrar paranir.  Lagerinn finnst á hverju strái en maður vill fara í meiri alvöru bjór með ostum.  Ef valið er á milli rauðvíns og lagers þá vel ég alltaf rauðvínið með þessum kræsingum.

Það er hægt að finna amk tvær bjórbúðir sem selja vandaðan sælkerabjór og því hægt að láta aðeins á reyna.  Ostar eru af ýmsum gerðum og styrkleika líkt og bjórinn og því þarf að hafa í huga hvers slags ost um ræðir hverju sinni.  Algjörlega smekksatriði hvers og eins samt.  Við viljum þó ekki rótsterkan bjór sem algjörlega stelur senunni.  Ég myndi t.d. forðast Imperial IPA og jafnvel venjulegan IPA einnig.  Reynið frekar  Stout t.d. eða Imperial Stout sem einnig mjög vel við. Jafnel dálítið reyktur Stout eins og okkar íslenski Lava sem er þróttmikill með reyktum undirtón sem minnir dálítið á reykta pylsu en það er jú vel þekkt meðlæti á ostabakkanum.  Lava er þó ekki allra og ég er ekki viss um að sá græni myndi sætta sig við hann!  Porter á einnig mjög vel við, hann er töluvert léttari og mildari en stout bjórarnir en samt má finna þessa létt ristuðu tóna og jafnvel örlítið súkkulaði.  Myrkvi frá Borg er mjög gott alíslenskt dæmi um góðan ostabjór.

Það er ekki hægt að fjalla um osta án þess nefna til sögunnar Trappist bjórana.  Bjórinn sem bruggaður er af alvöru munkum í alvöru klaustrum.  Þessir bjórar eru þróttmiklir, vel frúttaðir oft á tíðum og kryddaðir og skemmtilegir.  Ekki humlar að trufla eða brennt malt.  Einstakur stíll.  Þessir karlar passa einkar vel með ostum og er kannski ekki skrítið að þau 8 Trappist brugghús sem til eru brugga vel flest einnig gómsæta osta til að njóta með bjórnum. Ég er mjög hrifinn af Chimay Tripel eða Westmalle Tripel með ostabakkanum mínum.  Bjór þessi er heldur áfengisríkur og gefur hita og gleði sem passar vel á köldu vetrarkvöldi án þess að yfirgnæfa ostinn.  Kannsi þó betra að hafa kremaða osta með þessum og dálítið bragðmikla.  Hins vegar er vel hægt að fara í mildari belgísku blond bjórana Leffe eða hollenska afbrigðið La Trappe blond ofl.  Þessi stílar eru þekktir fyrir að bera nokkurn ávaxtakeim, eru „frúttaðir“ eins og ég kalla það stundum en það er jú eitthvað sem passar á ostabakkann, vínber, jarðaber ofl ekki satt?

Það væri gaman að heyra frá ykkur ef þið prófið þetta.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s