Glervara er alvara!

20130629-145214.jpgÞað þarf oft lítið til að gleðja lítið bjórnörd! Ég hef lengi haft einstakt dálæti á Brewdog og þeirra bjór. Þeir eru meðal fremstu brugghúsa heims og gera spennandi og vandaðan bjór. Hingað til hef ég látið mér nægja að drekka bjór þeirra úr Mikkeller glasi sem er reyndar elegant glas en nú loksins er ég kominn með ofsalega flott Brewdog glas. Mér er strax létt, mér hefur eiginlega liðið eins og ég hafi lifað í synd hingað til, eignast börn fyrir brúðkaup:)

Já nú get ég notið Brewdog eins og á að gera það. Vandmálið bara með hvaða bjór skal vígja það með? Er það hinn öfluga humalbomba Hardcore IPA eða kannski hinn ofurljúfi, fallegi og margslungni Black Tokyo Horizon?

Nú er líklegt að einhverjir spyrji sig, hvað er maðurinn að tapa sér yfir glasi? Þetta er bara svo mikilvægt en ekki kannski eitthvað sem farið verður í gegnum akkúrat hér og nú í smáatriðum enda hef ég svo sem áður skrifað um glösin á Bjórbókinni. Það skal þó sagt að rétt glös, eða bara glös yfir höfuð skipta máli þegar við ætlum að meta bjór eða aðra drykki.  Ef drukkið er af stút þá tapast heilmikið af upplifuninni þegar lyktarskynið er tekið út. Í raun ætti þá hvaða glas sem er að duga eða hvað?  Í sjálfu sér jú jú en samt ekki?  Þetta hefur allt með stemningu að gera og jú jú dálítið snobb líka.  Mér finnst skemmtilegt t.d. að drekka bjórinn í réttu glasi og reyni því að verða mér úti um glös við minn uppáhalds bjór.  Ég hef oft tekið lítið dæmi þegar bjórglös eru rædd, það er nefnilega skrítið að sjá hvað mismunandi glas gerir fyrir þann drykk sem maður er að drekka.  T.d. freyðivínið í kaffibollanum í brúðkaupinu….ekki alveg að ganga finnst mér.  Eða kaffið í freyðivínsglasi?  Rauðvín af stút er líka eitthvað sem engin gerir með réttu ráði.  Rauðvínið á að fara í elegant glas, mér finnst t.d. ekki gaman þegar ég fæ það í mjólkurglasi sem reyndar tíðkast á stöku börum hér í borg.  Eða í pappa kaffibolla „to-go“.  Nóg sagt, glervara er alvara 🙂

Ein hugrenning um “Glervara er alvara!

  1. Þess má einnig geta að Teku glasið er fáranleg snilld. Ítölsk hönnun upprunalega fyrir bjórgarð Eataly í New York, hönnuð af eiganda Baladin bruggsmiðjunnar. Ég þarf eiginlega að eignast fleiri svona Teku glös, frá fleiri brugghúsum

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s