Skúli Craft Bar

Það hefur kannski ekki farið framhjá fólki hér að nú á næstu dögum mun hér í miðbænum opna nýr bjórstaður sem kallaður er Skúli Craft Bar í höfuðið á Skúla Fógeta sem stendur fyrir utan gluggann.  Þ.e.a.s styttan auðvitað.  Um er að ræða krá þar sem bjórinn er í lykilhlutverki.  Skúli mun líklega opna í þessari viku og verður gaman að sjá hvernig fólk á eftir að taka honum en þar mun fólk komast í besta bjór sem völ er á hér á landi.

Það vita svo ekki allir að sá sem sér um allan bjórinn á staðnum og viðburði tengdum honum er sjálfur undirritaður.  Ég get því lofað góðum gæðum 🙂 Ég vil svo bara taka þetta fram hér svo það fari ekki á milli mála að ég er líklega dálítið hlutlægur þegar kemur að því að fjalla um bjórinn á Íslandi.   Nú geta menn tekið það með í reikninginn þegar þeir lesa eitthvað hér.

🙂

Jólabjórinn 2014 – sleggjudómar :)

IMG_2621Jólabjórinn er farinn að flæða og landinn strax farinn á stjá að hamstra áður en allt klárast. Að vanda mun ég fara létt yfir það helsta sem vert er að vita þetta árið varðandi jólabjórinn. Til að byrja með held ég að aldrei hafi verið eins mikið úrval, einar 30 tegundir eða svo. Ég ætla samt ekki að hafa þetta langt, er eginlega hættur að kaupa þessa léttu karla til að dæma, þeir eru bara svo óspennandi og alltaf eins milli ára. Ég var þó einu sinni sem oftar með í jólabjórsmakki Vínotek þetta árið og komst því í flest það sem er í boði núna í vínbúðinni. Það var ýmislegt sem kom á óvart skal ég segja ykkur.
Dómar þessir verða dálítið litaðir af eigin smekk, það er í lagi svona í kringum jólin.
Þegar það er sagt vil ég benda á að persónulega vil ég hafa jólabjór aðeins spes, bjórinn verður helst að hafa eitthvað sem minnir á jólin eða eitthvað sem ekki fæst allt árið um kring. Ég veit að margir eru mér ósammála hvað þetta varðar. Ég þoli svo ekki bjór sem er bara kallaður jólabjór en er alveg eins og allt annað sem viðkomandi brugghús framleiðir. Verð bara reiður.

Bráðatilfellin:
En ok, hvað er það sem maður bara má ekki missa af? Jú það sem mun klárast fyrst og þetta segi ég bara af reynslu, eru Mikkeller Hoppy Luving Christmas, Snowball frá To Öl, og Brewdog Hoppy Christmas. Reyndar fer þetta allt mjög fljótt frá Mikkeller og Brewdog. Þvörusleikir er svo annað sem verður að drífa sig í að prófa, Borg bjórinn fer alltaf hratt. Svo veit ég að það á eftir að koma eitthvað alveg spes og flott á krana á t.d Micro og Kex. Eitthvað sem klárast mun mjööög fljótt. Fylgist með því hér.

.

Það óvænta þetta árið:
Egils Jólagullið kom töluvert á óvart, hingað til hef ég ekki getað drukkið þennan bjór með góðu móti en í ár er allt annað uppá tengingnum, í ár eru Egils Gullið ekki lager heldur öl. Já öl með bara nokkuð þægilegum karakter, ágætis beiskja, sæmileg fylling og bara allt í lagi bjór. Í nefi er nokkur sæta með perum og banönum og minnir þannig á hveitibjór. Þetta er svona jólabjór fyrir þá sem vilja fara úr látlausa lagernum í aðeins skemmtilegri bjór og fær Ölgerðin hér með hrós fyrir að breyta aðeins út af vananum og kannski koma til móts við ört vaxandi bjórkröfur þjóðarinnar.

Jólatuborginn kom líka á óvart, hingað til hefur hann alltaf verið í dálitlu uppáhaldi, líklega nostalgía frá námsárum mínum í DK. Nú hins vegar var hann ekki alveg að standast væntingar, mikill málmur í nefi og bragði. Ég veit ekki, er eitthvað nýtt að gerast í Tubbanum? Ger? Ég mun þó ekki gefast upp, ég mun halda tryggðinni við gamlan félaga. Þetta var svo sem bara first impression.

Svo er það Kaldi, já blessaður Jólakaldinn kom verulega á óvart. Hann vann í raun flokk léttu lager jólabjóranna hjá mér þetta árið. Ólíkt fyrri árum þá er hann í fínu jafnvægi, ekkert auka eða off bragð. Hann er bara þægilegur, nettur og flottur og það sem undarlegast er, það er öööörlítill lakkrískeimur af honum svei mér þá? Eitthvað sem ég held að fólk eigi eftir að falla fyrir svona almennt. Sjálfur mun ég ekki kaupa flösku af honum frekar en hitt létta stöffið samt, aurinn minn fer í flóknari bjór. Ég hélt að aldrei ætti ég eftir að segja þetta um Kalda, gaman að þessu.

Loks eru það Ölvisholts bjórarnir, þeir eru tveir þetta árið, Jóli og Jólabjór Ölvisholts. Hingað til hef ég verið sérlegur aðdáandi Ölvisholts og jólabjórinn þeirra hefur alltaf skorað hátt hjá mér en í ár hefur eitthvað gerst. Ég er fylgjandi því að jólabjór sé eitthvað spes og minni á jól og það gera þeir sannarlega báðir en hins vegar er bara allt allt of mikill negull og krydd. Jólabjórinn byrjar vel, flottur í nefi, jólakrydd og fínerí en svo er bara of mikill negull í munni. Jóli er svo sama themað nema á sterum, gríðarlegt krydd. Já þessir komu verulega á óvart, bjóst við miklu betri bjór.

Hvað ber að forðast:
Mér finnst leiðinlegt að skrifa það en stundum má það alveg. Mér finnst að fólk eigi bara að vanda sig við jólabjórgerðina, ekki bara merkja hvað sem er sem jólabjór. Víking Jólabjór er algjörlega eins óspennandi eins og þeir gerast, reyndar ekki vondur en hann er bara eins og hver annar lager, ekkert jólalegt við hann. Harboe jóla er líkast til einn sá versti sem ég hef smakkað og voru Vínotekssmakkarar eiginlega sammála því. Klár óvirðing við fólk sem hefur eitthvað örlítið bragðskyn. Egils Malt jólabjórinn kom einnig ekki vel út, allt allt of sætur.

Bestu Íslensku:
Það er án efa Þvörusleikir frá Borg sem hefur vinninginn í ár. Hann hefur það sem þarf, humlana, sætuna, kókos og fínerí. Hann er í senn einfaldur og þægilegur en þó með hæfilegt flækjustig sem gengur vel í lengra komna. Svo er hann bara afar fallegur á borðum.

Kaldi er sem fyrr segir, afar nettur og vandaður þetta árið eða kannski er það bara smekkur minn um þessar mundir. Ég held að þessi muni slá í gegn hjá flestum sem aðhyllast létta flokkinn. Þetta er bjórinn sem ég læt flesta vini mína kaupa í ár en ég er alltaf spurður ár hvert hvað á að kaupa. Flestir vinir mínir hafa nefnilega einfaldan bjórsmekk. Fast á eftir þessum kemur Jóla Thule, þetta er bjór sem krefst einskis af neytandanum en hefur þó þessa karamellu og rist sem menn vilja tengja við jólabjórinn.

Svo má hafa hér með Almáttugan Steðja, annar af tveim jólabjórum frá þeim í ár. Miðarnir á báðum eru að vanda hræðilegir en það verður að teljast aukaatriði. Í nefi má finna ristaðar hnetur og ögn lakkrís. Í munni er hann mjúkur, eiginlega furðu mjúkur miðaða við prósentu. Lakkrísinn leynir sér ekki en er ekkert of mikill. Það er nokkur hiti í honum sem kemur vel út en bjórinn endar þó ekki alveg nægilega vel. Fyrsta ölið frá Steðja, skemmtilegt framtak og án efa besti bjórinn frá þessu brugghúsi til þessa.

Bestu jólabjórar ársins:
Bestu bjórar ársins koma ekki á óvart, eiginlega þeir sömu og síðasta ár.
Efstur á lista er Mikkeller Hoppy Luvin Christmas. Hér erum við komin í sterkari flokkinn, hér erum við með bjóra með bragð, hita og hamingju. Huppy Luvin er mikill í nefi, mikil mandarína og sætir ávextir. Í munni er hann afar ferskur, flott fylling og mikil beiskja og hann er þægilega þurr. Mandarínur koma einnig við sögu. Þessi er frábær með t.d Öndinni í appelsínusósunni og flottur eftir þunga jólasteik.

To Öl Snowball kemur hér fast á eftir, þetta er bjór sem er svo þægilegur að það er engu líkt. Saison í grunninn með humlum og villigeri. Bjórinn er örlítið funky í nefi og kryddaður. Í munni er hann þurr, smá mandarínur, létt krydd og ger og svo fullt af skemmtilegum humlum.

Brewdog Hoppy Christmas kemur hér í 3. sæti ásamt Mikkeller Red White Christmas. Báðir vel humlaðir, þurrir og beiskir. Brewdog er þurr i nefi með grenikeim. Í munni er mikil fylling, og humlarnir gefa sætuna. Red White er svo blanda af hveitibjór og red ale. Gríðarlega mikil froða, þétt og flott. Mikil krydd og humlar í nefi. Flott fylling, fura og ögn sykur á tungu. Þessi passar líka sérlega vel með Öndinni að ofan.

Það verður svo að nefna Brewdog Santa Paws sem er aðeins 4.5% karl of lendir því í létta geiranum. Þetta er dökkur og fallegur bjór með mikilli rist í nefi og saltlakkrís. Fylling er í meðallagi, dálítið þurr á tungu og kryddaður. Minnir töluvert á porter en fyrir minn smekk aðeins og þunnur. Hefði viljað sjá þennan svona 7% Engu að síður gott val fyrir þá sem hafa gaman að porter.

Samantektin:
Úrvalið er mikið þetta árið, margir þeir sömu og síðast. Þvörusleikir vinnur íslensku bjórana í ár en Kaldi og Jóla Thule koma vel út og eru held ég þeir bjórar sem flestir geta drukkið.
Egils Jólagull kom á óvart, nú er hann orðinn öl og stendur sig bara nokkuð vel, menn verða að prófa. Steðji kemur svo með sinn besta bjór til þessa, porterlegan, ristaðan og skemmtilegan bjór með ögn lakkrískeim, bjórinn kalla þeir Almáttugur Steðji sem er annar af tveim jólabjórum frá þeim í ár. Bestu bjórarnir þetta árið yfir allt eru líkt og í fyrra Mikkeller Hoppy Luvin Christmas og Snowball frá To Öl. Báðir virkilega ferskir og flottir með mikið bragð, humlabeiskju og notalegheit. Þetta er bjór fyrir fólk sem vill eitthvað meira potent og vandað.
Svekkelsi ársins eru svo Ölvisholtsbjórarnir sem eru bara allt of kryddaðir.

New York, saga af bjór!

img_2339

Tørst í Brooklyn, algjört möst að skoða

Ég hef einu sinni áður komið til New York og eftir það hef ég eiginlega verið í hálfgerðu fráhvarfi.  Ég einfaldlega elska þessa borg, það er bara eitthvað við hana, mannlífið, hamagangurinn, þarna er allt til sem manni vantar og svo er bjórsviðið ofsalega flott.  Það þekkja svo sem allir þessa borg enda hefur aldrei farið lítið fyrir henni á öldum ljósvakans. Hvað ætli maður hafi séð margar kvikmyndir þar sem sögusviðið er New York? Alveg síðan ég var þarna fyrir einhverjum árum síðan hef ég verið á leiðinni þangað aftur og nú hef ég loksins látið verða af því.
     New York er einfaldlega fyrir alla, tískufíklana, kaupóðu húsmæðurnar, matgæðingana, partyljónin og bjórspekúlantana.  Maður þarf bara að velja sitt „dóp“ og henda sér útí þetta.  New York er hins vegar gríðarlega stór borg og tíminn alltaf knappur, það er bara þannig maður er nefnilega alltaf með minni tíma en maður ætlaði sér.  Þegar ég skrifa þetta t.d. þá sit ég í flugvélinni á leiðinni heim pínu svekktur en jafnframt sáttur við það sem ég náði að krossa út af to-do listanum mínum. Auðvitað náðist ekki nema brot af því sem ég ætlaði að gera, ég náði t.d. ekki að skoða Frelsisstyttuna, Ground Zero, Empire State og fleira og fleira, hins vegar er ég talsvert sáttur við það sem ég náði að skoða í bjórumhverfinu.  Maður þarf að skipuleggja sig vel áður en maður fer í svona ferð og hér að neðan hef ég skrifað dulítið yfirlit yfir hvernig mín ferð spilaðist út þar sem fókusinn er vissulega hafður á bjórnum.  Með þessu móti er kannski hægt að auðvelda ykkur sem hyggið á ferðalag til borgarinnar að plana ferðina og komast yfir heimsins besta bjór.   Þetta er dálítið langt ég veit en menn geta bara hoppað í þá kafla sem vekja athygli þeirra.  Bláa letrið er svo kjarni málsins nokkurn veginn og sérlega bjórrelevant ef menn vilja bara hoppa beint í góða stöffið!  Reyni svo að hafa samantekt í lokinn með því helsta og svo er hér smá efnisyfirlit til að auðvelda róðurinn.
 .
.
  1. The Ginger Man…….elegant staður, 70 kranar með ýmsum klassíkerum en einnig gott amerískt öl.  Dálítið svona uppastaður finnst mér samt.
  2. Tørst………………………Einfaldlega magnaður staður, frábær bjór og enn betri matur.  Michelin waiting to happen.  Algjört möst visit.
  3. Rattl ‘N Hum…………..Líklega minn uppáhalds, afslappaður staður, frábær bjór, sjaldgæft stöff oft á tíðum, gott barsnarl, frábær burger og staðsetningin fullkomin.
  4. Whole Foods…………..skemmtileg verslun og oft mjög flottur bjór.  Risa stór bjórbúð við Bowery Culinary Center.
  5. The Jeffrey……………..Nýji gaurinn, virkilega skemmtilegur bar.  Frábær þjónusta, flott kaffi, dásamlegur bjór og fríkaðir kokteilar.  Hér fær maður að smakkprufur ef maður er óviss.

.

.

The Ginger Man á 36th rétt við 5th avenue

IMG_2383

Við lentum um kl 12:30 á JFK og ég var kominn á hótelið mitt líklega um kl 14:00, Pod 39 á 39th street milli Lexington og 3rd avenue.  Fyrir þá sem eru fljótir að reikna má sjá að 39 er alls ekki langt frá 36. stræti þar sem The Ginger Man liggur, en það var sko engin tilviljun.  Pod39 er snyrtilegt hótel en með ofsalega litlum herbergjum sem ég vissi svo sem fyrirfram.  Ef maður ætlar að eyða meira í ölið og minna í svefnaðstöðuna þá er þetta staðurinn en ég myndi líklega ekki bjóða frúnni uppá þessar aðstæður ef hún væri með í för. Hins vegar má benda á eitt en það er nefnilega dálítið flottur bar uppá þaki hótelsins á 17. hæð rooftop bar sem er ansi vinsæll um helgar.  Þarna er útsýni yfir borgina og mjög skemmtileg stemning.  Bjórinn þar er hins vegar arfa slakur enda er fókusinn meira á hanastélin þarna.
.     Ég var fljótur að henda af mér ferðadraslinu, skipta um föt og koma mér svo á næsta bar, The Ginger Man á 36th str og 5th ave enda löngu tímabært að væta kverkar í  almennilegum bjór.

     The Ginger Man var eins og mig minnti, hátt til lofts, vítt til veggja, opinn og stílhreinn og auðvitað með sína 70 krana á veggnum.  Bjórlistinn var flottur, mikið af klassíkerum en ekki mikið um sjaldgæfa „hard to find“ bjóra þó svo að þeir detti þarna inn oft og reglulega.  Ég vil hér nota tækifærið og benda á ómissandi vefsíðu ef maður vill létta sér lífið við að plana bjórferðina sína.  Það er nefnilega þannig að þessir vinsælustu bjórstaðir skipta mjög ört um bjór á krönunum, góður bjór klárast einfaldlega hratt, ekkert undarlegt við það.  Það er því algjörlega ómögulegt að vita hvað er í boði hverju sinni nema með síðum sem þessum. Á www.beermenus.com fær maður upplýsingar um úrvalið á helstu börum og veitingahúsum borgarinnar daglega og jafnvel oftar.  Það er því sniðugt að renna yfir úrvalið áður en maður fer á staðinn.  
     IMG_2297Planið hjá mér þennan dag var að hitta kollega mína Hauk Heiðar, Eyjó og frú þarna á Ginge Man og fara svo að eyða smá aur í B&H, það er bara svo miklu skemmtilegra að eyða peningum í góðum félagsskap.  Við vorum öll á mismunandi hótelum og því tilvalið að hittast á hlutlausum stað þar sem ekki er svo slæmt að bíða eftir hinum.  Ég var fyrstur á staðinn sem var í góðu lagi, bara meiri tími fyrir ölið.  Ég byrjaði á léttum karli Green Flash Citra Session 4.5% sem var frekar mildur og léttur.  Vantaði dálítið skrokk og beiskju en hugmyndin er svo sem session bjór sem hentaði vel í miklum hitanum í borginni.  Það bólaði ekkert á félögunum og því var ekkert annað en að panta sér nýjan bjór þegar þessi var kominn í kerfið, ekki sit ég þarna og prjóna meðan ég bíð.  Ég ákvað að láta vaða í húsbjórinn, eiginlega bara formsatriði því ég var ekki mjög spenntur þar sem um er að ræða belgískan pale ale í grunninn.  Ég er bara ekki á belgíska tímabilinu lengur. Bjórinn heitir The Ginger Man Ale bruggaður af Captain Lawrence sem er New York brugghús og því var ég í raun að fylgja mottoí mínu í leiðinni….alltaf að prófa amk einn localbjór.  Bjórinn er belgískur hveitibjór kryddaður með engifer (ginger nema hvað). Jújú, bjórinn er fínn en ekki eins og ég bjóst við, hann er pínu þurr og svo kemur þessi undarlegi mikli engiferkeimur inn sem truflaði mig dálítið.  Mæli ekki sérstaklega með þessu öli.
     Þegar þessi ósköp voru svo hálfnuð dúkkuðu félagarnir upp og auðvitað fær maður sér öl með þeim, bjór er jú „social“ drykkur ekki satt og maður vill vera kurteis enda allir vel þyrstir þarna í hitanum.  Ég ákvað að fara í Tröegs Simcoe Dry Hopped Hop Knife India Pale ale kegconditioned, pfúff, langt nafn!  Ég þekki ekkert þetta brugghús og hef ekki haft fyrir því enn að fletta því upp. Bjórinn var ágætur, humlaður í nefi og simcoe í aðalhlutverki.  Í munni er hann frekar mildur, bjóst við meiru, hann er vel humlaður en það vantar eitthvað, líklega boddy?  Svo er mikil karamella.  Jújú, allt í lagi IPA en mér finnst þetta meira í svona enska geiranum, heldur flatur fyrir minn smekk.
Er þó sáttur enda ekki annað hægt í þessu umhverfi…fucking New York baby!  Haukur félagi minn var mjög svangur og pantaði hann sér einhverja sinneps grillsamloku sem var víst „awesome“ svo ég noti hans orð.  En eftir þrjá bjóra og eina awesome grillsamloku var mál til komið að eyða krónum í B&H, það er nefnilega mun einfaldara og skemmtilegra þegar maður er aðeins tipsí.
.

„The Ginger Man er opinn, stílhreinn og elegant bjórpöbb. Flott staðsetning, örstutt frá 5th og 5 mín frá Empire State.  70 kranar með fullt af klassíkerum og svo stundum perlur inn á milli.  Maturinn einfaldur en virkilega ljúfur og þjónustan ágæt en þó dálítið uppáþrengjandi á köflum.  Vefsíðan Beer Menus er algjört möst að skoða. Forðast The Ginger Man Ale húsbjórinn!“
.

Tørst í Brooklyn, hápunktur ferðarinnar?

.
Alveg síðan staðurinn opnaði í mars 2013 eða jafnvel fyrr hef ég verið á leiðinni að prófa.  Snillingurinn á bak við Tørst er enginn annar en Jeppe J. Bjergsø (Evil Twin Brewery) tvíburabróðir Mikkels Borg Bjergsø sem menn þekkja einfaldlega sem Mikkeller, einn flottasti og virkasti (það má líka skipta út k fyrir t) bjórsmiður veraldar.  Gæði staðarins eru því nokkuð tryggð og ekki skrítið að staðurinn hafi verið valinn 15. besti bjórstaður veraldar á Ratebeer í fyrra og á topp 10 lista yfir bestu nýju pöbbum New York borgar þetta árið skv Time Out Magasine.  Ég var löngu búinn að ákveða að fara á staðinn sem fyrst, hitt kom mér svo skemmtilega á óvart, að ég gæti platað allt crewið með mér fyrsta kvöldið.
IMG_2846
Já við kláruðum tækjakaup í B&H á nokkrum klst og skiluðum varningi af okkur á hótel og svo var stefnan tekin á Tørst . Reyndar vissum við ekki mikið útí hvað við vorum að fara, það vill nefnilega loða við þessa bruggpaura að þeir virðast telja það flott og sniðugt að hafa ekkert of mikið af upplýsingum á vefsíðum sínum og stundum er jafnvel ógerningur að átta sig á hvað er að gerast. T.d. er „skemmtilegt“ að smella á about linkinn á Tørst síðunni, það kemur ekkert nema nafn og heimilisfang. Líklega á þetta fyrirkomulag að undirstrika hvað þetta eru hipp og kúl gaurar eða eitthvað þess háttar? Þetta er sérlega áberandi vandamál hjá Mikkeller enda er ég löngu hættur að fara inn á síðuna þeirra til að leita upplýsinga um nýjan bjór eða spennandi verkefni sem þeir taka sér fyrir hendur.  Hafið þið svo prófað að lesa utan á Brewdog flöskurnar, maður er litlu nær um innihald bjórsins. Tørst síðan er skárri en það vantar alveg bjórlista eða hugmyndir af því hvað þeir eru með á krana maður verður að treysta á aðrar síður á borð við beermenus.com.  Matseðill og verð er einnig dálítið hulið.  Ég komst þó að því að til að borða eftir kl 18:00 þá verður maður að panta borð á „Luksus“ sem er sér afkimi inn af sjálfum barnum.  Það kom þó ekkert fram hvað þetta kostaði eða hvað væri í boði en nafnið gefur þó einhverja vísbendingu.  Frekar pirrandi en hvað um það, maður vissi svo sem að bjórinn væri góður enda hver bjór framreiddur við rétt hitastig fyrir viðkomandi stíl og maturinn getur varla klikkað með Daniel Burns frá Noma (einum heitasta resturant veraldar) bak við eldavélarnar.
    Við komum þarna inn um kl 20:00 og á móti okkur tók þjónn sem tók niður nafn og hvarf svo baksíðis um stundarkorn.  Svo kom hann aftur brosandi hringinn og vísaði okkur í gegnum barinn og inn í annað herbergi bak við luktar dyr.  Barinn sjálfur er mjög plein og hrár.  Viðarbar, borð og stólar, einfaldar innréttingar en allt mjög stílhreint.  Kranarnir koma beint úr veggnum, allir eins og svo er spegill fyrir ofan þá með bjórlista og loks hanga dýrðleg Törst glösin yfir barnum, blá, fjólublá og appelísnugul.  Mikið sjónarspil fyrir lítinn bjórnörd.  Luksus var svipaður nema í stað bars var opið inn í lítið eldhús þar sem kokkar og þjónar voru á þönum.  Okkur var svo boðið að setjast og svo virðist bara hafa verið í boði 5 rétta máltíð, ekkert var farið í það hvað væri í boði en matseðilinn fengum við í lokin þegar við höfðum borgað.  Hins vegar gátum við valið um bjórpörun, 5 bjórar, einn með hverjum rétti eða bara free play hvað varðar drykki.  Við völdum jú auðvitað öll bjórpörunina enda alltaf gaman að sjá hvað menn mæla með sem pörun við matinn sinn og svo var jú sú staðreynd að við höfðum ekki hugmynd um hvað við værum að fara að borða og því skot í myrkri að fara velja sér bjór.
.
    Það er í stuttu máli hægt að segja að maturinn var algjörlega frábær og mikið ævintýri fyrir bragðlaukana.  Kokkarnir buðu einfaldlega öllum skilningarvitum okkar í eins konar rússibana.  Þarna komumst við einfaldlega í snertingu við eitthvað frá öðrum höttum í matargerð.  Þvílík snilld.  Hvert „session“ af þessum 5 samanstóð af nokkrum litlum réttum og svo einn bjór með.  Ég ætla ekki að reyna að lýsa matnum hér enda ómögulegt og eiginlega óvirðing við kokkana að reyna það.  Bjórinn var hins vegarimg_2317 ágætur en ég sé það núna að ég hefði átt að kanna hvaða bjór væri á þessum lista því tveir voru af belgískum toga og einn þýskur schwartsbier sem ég er ekkert ofsalega hrifinn af.  Þetta dansaði samt allt mjög vel saman og allir mjög sáttir.  Eftir matinn skellti ég mér svo á einn Evil Twin Femme Fatale Brett IPA (6%), alveg hreint ljómandi bjór og líklega sá besti þetta kvöld, léttur með belgísku yfirbragi, funky og flottur með beiskum humlum.  Ofsalega ljúfur.  Ég hafði reyndar einnig mjög gaman af fyrsta bjórnum, berliner weisse sem heitir Evil Twin Nomader Weisse, súr og ferskur. Já alveg frábært kvöld með frábæru fólki og mæli ég fyllilega með þessum stað, algjört möst fyrir bjórágugamanninn en menn verða að vera tilbúnir í útgjöld…litlar 20.000 kr ísl á mann takk fyrir en veeeel þess virði.  Auðvitað geta menn sleppt Luksus og farið bara á barinn fyrir mun minni pening.
.

„Tørst, Brooklyn er alveg magnaður staður og ætti klárlega að vera ofarlega ef ekki efst á to-do listanum.  Einfaldar innréttingar, lítill og notalegur.  Frábær bjór á krana serveraður við sitt rétta hitastig, mikið frá Evil Twin en einnig perlur víða af úr heiminum.  Maturinn á Luksus sem er sér matsalur inn af barnum er vægast sagt magnaður en kostar sitt.  Ég spái því að Tørst verði kominn með Michelin stjörnu áður en langt um líður.  Besti bjór kvöldsins Evil Twin Femme Fatale Brett IPA.“

 .

Rattl N’ Hum á 33th street við 5th avenue.

.

IMG_2886Það var dálítil þynnka sem truflaði mig næsta dag en ég losnaði þó fljótt við hana eftir  gott kaffi og með því á næsta Starbucks, hitinn og uppgufunin hjálpaði líka til. Ráðstefnan (Internal Medicine for Primary Care) hófst ekki fyrr en kl 14 þennan daginn og því nægur tími til að vakna og versla dálítið.  Það fór lítið fyrir bjórnum þennan dag en það var ekki fyrr en eftir fyrirlestra dagsins kl 18:00 að ég gat farið að spá í bjórnum, eiginlega óþarflega seint fyrir bjóráhugamenn. Við Haukur félagi minn (ekki þó Haukur Heiðar Leifsson sem menn kannast kannski við úr bjórheiminum) ákv að byrja á The Ginger Man sem var í alfaraleið okkar félaga.  Það endaði reyndar með því að mér var meinaður aðgangur þar sem ég var ekki með skilríki á mér.  Já það var nefnilega föstudagur og í New York eru menn grjótharðir á þessu, um helgar fer enginn inn á pöbbana nema með skilríki.  Ég varð því að skjótast heim á hótel takk fyrir að ná í slíkt.  Skilaboðin þessi, verið með skilríki um helgar og ekkert múður.  Leiðir okkar skildu því þarna og var ákv að hittast aftur á staðnum eftir skamma stund.  Nú höfðu bjórvitringar heima á klakanum fengið veður af því að ég væri þarna á ferðinni og þeir Haukur Heiðar og Gunnar Óli bentu mér að smakka m.a. Ballast Point Sculpin Habanero IPA sem var fáanlegur á krana á The Ginger Man skv Beer Menus.  Það var mikið crowd á Ginger Man þetta kvöld og ekki hægt að fá sæti.  Ég pantaði mér þó samt þennan Habanero á meðan ég beið eftir Hauksanum.  Ég hef áður smakkað grunnbjórinn þeirra, Sculpin IPA sem er svakalega flottur og því taldi ég mig nokkuð öruggan.  Það er í fínu lagi að krydda bjór aðeins með chili eða einhverju öðru en fyrr má nú  aldeilis vel vera þessi var svakalegur, þetta var allt allt of mikið.  Svo mikið reyndar að ég náði ekki nema í hálfan bjór og þá gat ég ekki meir, tárin streymdu og nefholið hreinsaðist vel út.  Ég get með nokkuð miklu öryggi mælt með því að menn forðist þennan bjór, gaman að smakka en ekki eyða pening í heilan bjór.  Gunnar Óli, þú varst ekki að missa af neinu!
.     Ekkert bólaði á Hauksanum og því kominn tími á næsta bjór, eitthvað til að eyða þessu óbragði eftir Habanero.  Mig langaði eiginlega ekki að standa þarna mikið lengur og því renndi ég yfir bjórlistann á Rattl N Hum á Beer Menus og viti menn, Ballast Point Grapefruit Sculpin IPA á krana.  Ég ákvað að gefa Ballast Point annað tækifæri og snaraði mér yfir á Rattle N Hum enda bara nokkurra mín rölt frá Ginger Man niður á 33th street.
.     Rattle N Hum er allt öðruvísi bar, þarna er maður kominn meira í svona ekta pöbba stemningu, dálítið myrkur og margir afkimar.  Stór skjár á veggnum með íþróttaviðburðum en þó er þetta ekki þessi hefðbundni „sportsbar“, langt í frá.  Það eru fánar, skilti og logo helstu brugghúsa heims um alla veggi og svo borð á víð og dreif úr tré með eikartunnum sem fætur.  Stór tafla er svo á veggnum við barinn þar sem bjórlistinn er ritaður með krít.  Taflan er uppfærð um leið og bjór klárast og nýr kemur undir.  Hér finnst mér eins og meira sé um sjaldgæfari bjóra en á The Ginger Man og því eins gott að hafa auga með bjórlistanum. Það var fullt af fólki þarna en ég fékk samt sæti.  Ég pantaði Ballast Point Grapefruit Sculpin og renndi svo yfir matseðilinn enda orðinn dálítið svangur þarna kl að verða 21:00.  Bjórinn var alveg stórmagnaður, humlaður og flottur, ferskur mjög og fengu humlar því að njóta sín vel.  Svo er þessi sítrus ávaxtakeimur og pínu beiskja frá grape ávextinum.  Ofsalega flottur bjór sem kom Ballast Point aftur í mjúkinn hjá mér þetta kvöld.  Ég fékk mér tvo því sá fyrsti hvarf svo fljótt ofan í mig.  Loksins kom svo Haukurinn og við gátum farið að byrja.  Matseðillinn leit mjög vel út, alls konar kræsingar, bæði barsnarl og svo stærri flóknari réttir.  Við Haukur fengum okkur burger sem stóðst væntingar og vel það.  Alltaf gaman að vera spurður um hvernig kjötið á að vera eldað þegar maður pantar burger hehehe.
.     Svo kom að næsta bjór sem reyndar endaði sem besti bjór ferðarinnar að mínu mati hvorki meira né minna en ég fékk mér hann samtals þrisvar í þessari ferð, Lagunitas Sucks 7,85% american strong ale hvað svo sem það er.  Bjórinn á sér skemmtilega sögu en hann varð eiginlega til fyrir slysni líkt og penicillinið forðum.  Jább, það var fyrir einhverjum árum að þá klikkaði eitthvað hjá Lagunitas við gerð jólabjórsins Lagunitast Brown shugga’ Ale sem er dálítið flóknari í framleiðslu en þeirra venjulegi bjór. Þeir náðu því ekki að koma bjórnum á markað fyrir hátíðarnar og til að reyna bæta fyrir það gerðu þeir þennan bjór þar sem þeir hrauna yfir lélega frammistöðu sína á umbúðunum, nafn bjórsins ber þess einnig merki, Lagunitas Sucks!  Bjórinn sló hins vegar í gegn og var fyrstu árin aðeins fáanlegur um hátíðarnar en nú sökum mikils þrýstings frá neytendum er hann fáanlegur allt árið um kring…sem betur fer.  Bjórinn er hreint út sagt frábær en hann nær einhvern veginn þessu fullkomna jafnvægi, hann er vel beiskur og humlaður eins og flottur IPA en svo með þennan flotta skrokk og alveg fullkomlega hæfilega sætu.  Ég held að þessi sé reyndar kominn á topp 10 listann yfir besta bjór sem ég hef smakkað.  Þennan bjór væri gaman að reyna apa eftir í brugghúsinu mínu einhvern daginn…sjáum hvað setur næstu vikur 🙂
IMG_2368
Rattle N Hum fær mín bestu meðmæli og ef ég mætti bara heimsækja þrjár krár í NYC þá væri þessi einn af þeim.   Ég kom þarna samtals þrisvar á þessum 4 dögum mínum og fékk alltaf góða þjónustu, bjór og mat.  Það er bara svo fullkomið að líta þarna við í 32 stiga hita og raka með stútfulla H&M poka og tilla sér niður aðeins og fá sér einn eða tvo ískalda.  Það gerði ég amk og þá er það auðvitað eitthvað ferskt og létt sem er málið.  Þannig smakkaði ég t.d. Allagash Saison, ofsalega flottur saison sem hefur allt sem til þarf, mildur, ferskur, létt humlaður, kryddaður með örlitlum súrum keim og svo var það Dogfish Head Festina Peche sem er af gerðinni Berliner weisse og gerjaður með ferskjum.Tveir bjórar sem ég get vel mælt með við svona tækifæri þó svo að Dogfish sé ekki að fá svakalega dóma á Ratebeer þá er hann nokkuð ljúfur. Það er svo aldrei of oft kveðin vísa, ekki endilega fara eftir því sem Ratebeer segir, manni hættir dálítið til þess að reyna bara við þá bjóra sem eru hátt reitaðir en það eru fullt af gullmolum þarna úti, maður verður bara að finna þá.
.

„Rattl ‘N Hum er einn af þeim flottustu í New York.  Frábær staðsetning, eiginlega við rætur Empire State byggingarinnar.  Notaleg pöbbastemning, bjórfrótt starfsfólk, frábær matur og ofsalega flottur bjórlisti sem stöðugt er uppfærður.  Mikið af sjaldgæfu stöffi á krana einnig.  Þessi staður verður að vera á listanum, svo einfalt er það bara.  Muna skilríki um helgar annars kemst maður ekki inn á neinn pöbb. Bjór ferðarinnar: Lagunitast Sucks American Strong Ale, þvílík fullkomnun.  Passa sig á Ballast Point Habanero IPA, allt of mikill bruni.“

.

Whole Foods bjórinn – gríðarlegt úrval

Það var liðið dálítið á ferðina og tími til kominn að færa bjór í bú fyrir heimferðina.  Það eru margar bjórbúðir í borginni og líklega best að fletta þeim bara upp á Beer Menus eða Ratebeer.com og lesa sér til um þá.  Mínar áætlanir snérust hins vegar meira um það að sameina tvær flugur í sama hattinn og fara í mína uppáhalds matvöruverslun í Bandaríkjunum, Whole Foods.  Ég einfaldlega elska þessa keðju,  hún þykir reyndar örlítið dýr en þegar maður hefur komið í eina svona búð veit maður afhverju og manni er eiginlega bara alveg sama um verðið.  Það er allt dásamlegt þarna, þeim tekst meira að segja að gera grænmetið girnilegt , brakandi ferskt og dásamlegt.   Tómatar, epli, mango og ávextir sem maður hefur aldrei heyrt talað um eða dreymt um, allt raðað upp í fullkomna píramida sem maður þorir varla að hrófla við.  Það er hins vegar í lagi því þegar maður tekur einn ávöxt úr þá er strax búið að fylla í skarðið með öðrum svo þetta líti allt vel út.  Við svona heimsókn verður maður óþægilega var við hve svakalega við Íslendingar erum að láta Bónus, Hagkaup og hvað þetta heitir allt saman taka okkur í þurrt vesenið.   Ég ætla svo ekki að byrja að tala um kjötborðið, það tæki bara of mikið pláss hér og svo er það auðvitað bjórinn.  Já allar Whole Foods búðirnar hafa sæmilegt úrval bjórs í hæsta gæðaflokki og svo er nefnilega ein og ein búð sem ber af.  Ein slík bjórparadís er einmitt að finna á Lower Manhattan, Whole Foods Bowery Culinary Center með um 1000 tegundir af bjór frá öllum heimsins afkimum, meira að segja okkar íslenski (sem má deila um) Einstök, því miður.  Já ég skammast mín nefnilega dálítið fyrir að láta bendla þjóð mína við þennan bjór, það er bara svo margt miklu betra og flottara sem við framleiðum en svona er þetta nú bara.  Það er svo einnig hægt að fá þarna „to go“ bjór í growlers og bjórsmakk við barinn.

IMG_2387Whole Foods var  sem sagt áfangastaður minn þennan daginn og strax eftir ráðstefnulok kl 12:00 hóf ég langt rölt niður 5th ave í átt að markmiði mínu.  Félagi minn var með í för en hann var eitthvað lasinn eftir kvöldið áður, líklega fengið ódýran bjór?  Við hefðum vissulega getað tekið neðanjarðarlestina en þetta var fallegur dagur og félagi minn þurfti á súrefninu að halda.  Þetta er líka fínt rölt og alls ekki leiðinlegt, er eitthvað leiðinlegt í NYC?  Ef maður fer þessa leið kemur maður t.d.að hinu víðsfræga Flatiron húsi við Madison Square.  Þetta er skemmtilegt hús sem maður þekkir frá fjölda ljósmynda af borginni.  Þarna er sniðugt að segja skilið við 5th ave og taka strikið niður Broadway.  Næst kemur maður svo að Union Square og er þá tilvalið að fá sér snarl á Bluewater Grill ef svo ber undir og ef veður er gott því ekki að setjast út á veröndina og horfa á mannhafið líða hjá.  Ég mæli með sushi-inu þar, alveg magnað og auðvitað ferskann IPA með.  Eftir smá púst og bjórun þarna héldum við félagar áfram dágóðan spöl, það má auðvitað taka subway í staðinn ef maður er að flýta sér.  Loks komum við að Whole Foods og þvílíkt úrval af bjór, gríðarlegt úrval af amerískum bjór og svo auðvitað annað stöff með.  Þarna skildu leiðir okkar því það eru fáir félagar mínir sem hafa sömu þolinmæði og ég í svona bjórbúðum.  Líklega einum og hálfum tíma síðar rölti ég af stað með mörg kg af bjór frá 1.st street og alveg upp á 39th á hótelið mitt.  Allt of langt ég veit, næst myndi ég líklega taka lestina, hins vegar græddi ég gríðalega góðan bjór á leiðinni, líklega 3. besta bjór ferðarinnar takk fyrir.  Já ég hafði merkt inn á bjórkortið mitt  Coopers Craft & Kitchen á 2nd avenue eiginlega bara af því að þegar ég skoðaði Beer Menus rétt fyrir brottför voru þeir með Dogfish Head 120 minute IPA á krana sem er einn af mínum uppáhalds.  Þeir áttu hann því miður ekki til sem er kannski gott því ég held að þetta hefði annars farið illa.  Í staðinn fékk ég mér Lagunitas Little Sumpin Extra, 8.5% DIPA og lofið mér bara að segja ykkur þetta er einfaldlega æðislegur bjór.  Fullkomið bensín á tankinn, humlaður, þéttur, ferskur, frúttaður og dásamlegur enda ekki við öðru að búast frá þessu fáránlega flotta brugghúsi, ég hef ekkert smakkað nema gott frá þeim.  Ef ég hefði ekki þurft að mæta á „Stand Up“ show á Broadway síðar um kvöldið (luxusvandamál ég veit) hefði ég líklega ílengst þarna langt fram á kvöld.   Pöbbinn var ágætur en ég skoðaði hann svo sem ekkert frekar.  Það var ekkert spes við hann, sæmilegt bjórúrval en ekkert í líkingu við hina staðina sem ég skoðaði í þessari ferð.  Mæli því ekkert sérstaklega með honum nema jú maður fari þarna í Whole Foods auðvitað.  Svo má benda á annan stað þarna rétt hjá, Jimmys sem ég heimsótti reyndar fyrir nokkrum árum.  Ég var ekkert ofsalega hrifinn þá en það var mjög gott úrval af bjór þar á þeim tíma.  Haukur Heiðar Leifsson, bjórperri er held ég nokkuð sáttur við Jimmys, það er þó eitthvað.

En áfram með smjörið, ég hélt áfram en gafst upp þegar ég var kominn á 23. stræti. Ég var eiginlega kominn of langt fyrir subway, það tók því bara ekki en ég var líka kominn of langt til að geta haldið áfram.  Alveg búinn á því.  Ég var alveg að því kominn að lippast niður og safnast til feðra minna þegar ég rak augun í Taproom 307 sem ég hafði aðeins lesið um á netinu.  Ég skreið því þangað inn og nældi mér í einn Greenflash Westcoast IPA af krana sem kom mér í rétta gírinn aftur, það er bara eitthvað við það að drekka amerískan west coast IPA á the east coast í Ameríku 🙂  Nóg um það, að var ekkert meira í bjórfregnum þennan daginn, ja nema jú að ég ákvað að laumast í Dogfish Head 120 minute IPA sem ég hafði verslað í Whole Foods rétt fyrir brottför á Stand up showið þar sem ég vissi að bjórinn þar væri algjörlega hræðilegur.

Svo er það ein ábending í lokin ef maður kaupir bjórglös, t.d. eins og á Tørst, maður getur tekið þau með í handfarangri svo lengi sem þau eru tóm.  Já þannig er auðveldlega hægt að komast hjá því að þau brotna.  Flöskubjórinn fer auðvitað í töskurnar og muna að pakka þeim bara vel inn.  Ekki vitlaust að vefja eldhúsfilmu t.d. utan um korktappa svo þeir skjótist nú ekki af.  Nánar um hvernig best er að færa björg í bú má lesa hér.

.

The Jeffrey, einn af topp þrem

.

img_2425

Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur og gríðarlega heitur.  Ég var eiginlega kominn í tímaþröng með H&M innkaupin, já ég fékk nefnilega með mér lista frá frúnni.  Það var gríðarlega heitt þennan dag, 32-4 stig og mikill raki.  Ég ætla að nota hér tækifærið og ráðleggja fólki að hafa með sér stuttbuxur og sandala ef ferðast er um sumar, ég var ekki með neitt slíkt og þurfti því að stóla á ölið til kælingar, maður veit jú aldrei hvað getur leynst í vatninu.
.     Planið var að klára skylduinnkaupin og reyna svo að túristast dálítið en það sem var mikilvægast, að skoða The Jeffrey sem er einn af þessum nýju flottu í New York borg og fær mjög góða dóma.  Þessi staður sérhæfir sig í gourmet kaffidrykkjum af öllum gerðum og stærðum á daginn og svo sérbjór og geðveikum sci-fi hanastélum á kvöldin.  Vissulega er hægt að fá bjór yfir daginn og kaffi á kvöldin en hitt kemur bara betur út á prenti ekki satt?  Bjórlistinn er nokkuð stór og úrvalið svalt, mikið af sjaldgæfu stöffi.  Ég fann strax á mér þegar ég las um staðinn að við ættum eftir að eiga vel saman, ég meina The JefFREY segir sig bara sjálft.  Staðsetningin er fín ef maður er að þvælast í kringum Central Park, Apple Store og þar um kring því þeir liggja á East 60th Street sem reyndar er dálítill spotti að rölta.
.     Þetta er snotur lítill staður sem er dálítið sérkennilega upp settur, það eru nefnilega tvær inngönguleiðir og er eins og um tvo staði sé að ræða, einn kaffibar og einn bjórbar sem báðir eru frekar þröngir.  Staðirnir enda svo í sameiginlegum litlum sal innst þar sem finna má borð og stóla og svo er hægt að setjast þaðan út í „beergarden“ ef vel viðrar.  Talandi um veður, það var búið að spá þrumuveðri þennan dag.  Hitinn var gríðarlegur og öll föt nánast gegnsósa af svita.  Skömmu eftir að ég kom á Jeffrey fór aIMG_2884ð rigna og ég er að tala um alvöru rigningu sko. Það er allt stórt í Bandaríkjunum og þessi regnskúr var engin undantekning með meðfylgjandi þrumum og eldglæringum.  Ég ætlaði fyrst bara að fá mér einn öl eða tvo og drífa mig svo að túristast eitthvað með Hauksanum en þar sem ég var strand þarna vegna veðurs urðu bjórarnir aðeins fleiri.  Ég get alveg sagt ykkur að það eru margir staðir verri að vera veðurtepptur á.  Það var hugguleg stemning á staðnum og bjórlistinn ofsalega flottur.  Barþjónninn var vinalegur og bjórfróður og mjög viljugur að fræða mig um ölið, svo fékk maður líka smakkprufur ef maður vildi sem mér finnst alltaf grand. Ég man eiginlega ekki eftir fyrsta bjórnum en bjór númer tvö var rosalegur, við erum að tala um annan besta bjór ferðarinnar, Stone Collective Distortion 9.3% DIPA.  Við erum að tala um fáránlega góðan bjór, veeeel humlaður enda hlaðinn Nugget, Comet og Calypso humlum ástamt nýjum áströlskum Vic’ Secret humlum sem ég kann lítil deili á.  Gríðarlega þróttmikill en í senn ferskur.  Vic’ Secret humlarnir koma vel út, hef aldrei smakkað þá fyrr.  Ég var hættulega fljótur með þetta monster og ákv að fara í einn kaffibolla svona til að friða samviskuna.  Maður verður jú að smakka kaffið þarna sem þeir monta sig svo mikið af. Ég veit ekki en mér fannst kaffið ekkert sérstakt, það var mjög gott en bara ekki sérstakt.  Líklega ekki gott að ýta kaffibolla á eftir DIPA?  Nú var ég orðinn svangur og enn rigndi hundum og köttum fyrir utan.  Matseðillinn leit ofsalega vel út og ákv ég að prófa osta og kjötbakkann þeirra, maður velur sjálfur ostana á bakkann og kjötið.  Svo verður maður jú að hafa bjór með og hvað er þá betra en belgískt öl með ostunum?  Júbb það er rétt nema hvað að ég er bara ekki að tengja nægilega vel við belgíska bjórinn þessa dagana.  Ég fór því milliveginn eftir að hafa fengið smakkprufu auðvitað og fór í belgískan IPA, De Ranke XX Bitter.  Gott stöff en eftir Stone virðist allt blikna í samanburði.  Osta og kjötbakkinn var svakalegur.   Já The Jeffrey er klárlega staður sem verður heimsóttur í næstu ferð, maður á svo eftir að prófa þessa margumtöluðu kokteila þeirra einnig. Það er tilvalið að drösla frúnni með og raða í hana kokteilum á meðan bjórinn er teygaður með góðri samvisku.

„The Jeffrey er einn af þessum nýju bjórstöðum í New York borg þegar þetta er ritað.  Þröngur og undarlegur bar sem er skipt í kaffibar og bjórbar.  Þeir gera stórgott gourmet kaffi, eru með mjög flottan bjórlista, sjaldgæft stöff og gott.  Svo segir sagan að þeir geri furðulegustu og bestu hanastélin í bænum.  Þjónustan er virkilega góð og ekki sparað í mann smakkprufurnar.  Maturinn er stórgóður.  Allt í allt virkilega ljúfur staður og ef ég mætti bara skoða 3 staði í NYC þá væri þessi á þeim lista. Bjór kvöldsins og jafnframt 2. besti bjór ferðarinnar: Stone Collective Distortion 9.3% DIPA

.

Samantekt
.

New York er frábær borg, dásamleg jafnvel.  Það er bara eitthvað við hana, get ekki lýst því, að miklu leiti er það þó líklega bjórinn sem heillar mig.  Kannski er það vegna þess að frá New York á ég minningar um nokkra af bestu bjórum sem ég hef bragðað á.  Ef maður er aðeins undirbúinn þá getur ferð til New York einfaldlega orðið ógleymanleg bjórupplifun. Nokkur tipps, verið búin að merkja inn þá staði sem þið viljið skoða áður en lagt er í hann.  Myndið ykkur skoðun um það t.d. hér að ofan eða á Ratebeer.com eða farið eftir bjórlistunum á Beer Menus.

Ef ég ætti að plana bjórferð fyrir einhvern félaga minn með nokkrum línum þá kæmi það einhvern veginn svona út:  Reyndu að finna hótel miðsvæðis, ég veit ekki mér finnst eini staðurinn sem kemur til greina fyrir mig að vera nálægt Rattle ‘N Hum og The Ginger Man en þeir eru staðsettir mjög nálægt Empire State sem menn vilja jú skoða.  Tilvalið að geta bjórað sig bæði fyrir og eftir útsýnisferð á Empire State. Staðirnir liggja einnig nánast á 5th avenue og á 33th street eru margar af þessum stóru sem frúin fer pottþétt í, H&M og þetta allt saman.  Þá er nú gott að geta bara tillt sér á frábæran pöbb á meðan ekki satt? Notaðu tækifærið og prófaðu eitthvað sjaldgæft og amerískt.  Skoðaðu t.d. Ratebeer í því ljósi.  Ekki fá þér gamla góða Duvelinn eða Leffe, þú getur farið til Belgíu til þess.  Ef þú ert með óskalista, fylgstu þá vel með Beer Menus og sjáðu hvort draumurinn rætist ekki.  Ég mæli vel með matnum á Rattl ‘N Hum, frábær og þægilegur.  Þegar þú ert búinn að smakka slatta af bjór eftir nokkra daga verður þú líklega kominn á bragðið.  Prófaðu þá að fara í Whole Foods á Bowery og finna eitthvað af því til að drösla með heim svo þú getir örugglega tekið þátt í pissukeppninni á Facebook.  Auðvitað eru fleiri bjórbúðir í bænum, flettu þeim upp á Beer Menus, Whole Foods er bara svo dásamlegur sælureitur.

Menn vilja svo auðvitað skoða sig um eitthvað í Central Park ekki satt?  Það er um að gera að plana þá ferð vel þannig að maður endi við suðurendann.  Þar er apple búðin auðvitað ef menn eru fyrir slíkt en það sem er enn skemmtilegra er ein stærsta dótabúð í heimi FAO Schwartz og þá er ég ekki að tala um fyrir konuna.  Nei þetta er fyrir börnin, þvílík búð, það er ofsalega auðvelt að gleyma sér tímunum saman þarna því flest af þessu dóti er eitthvað sem maður hefur bara aldrei séð. Maður verður auðvitað að koma með eitthvað heim handa börnunum.  En að bjórnum, þegar maður er svo búinn að stússa þarna þarf að væta kverkar.  Þá er dálítið rölt niður á East 60th street en það er vel þess virði.  Þar liggur The Jeffrey.  Takið taxa bara ef margir pokar eru með.  Jeffreys er nýr staður, ofsalega vinalegur og tilvalið að fara með konuna þangað því þeir sérhæfa sig í gourmet kaffidrykkjum, frábærum bjór og svo snargeggjuðum hanastélum.  Það er alltaf hægt að gleðja frúnna með slíku ekki satt? Snarlið þarna er einnig virkilega vandað og gott.  Næst þegar ég verð í bænum mun ég líklega reyna að staðsetja mig nær Jeffrey og hefja daginn á kaffi þar svo bjór í hádeginu og kokteil á kvöldin fyrir háttinn!  Kannski ætti maður að gista bara á Waldorf Astoria sem er þarna beint á móti FAO Schwartz?

Að lokum vil ég nefnta Tørst áður en samantekt þessi verður orðin lengri en sjálfur pistillinn.  Ég ætla ekki að segja mikið um staðinn, menn verða bara að prófa.  Algjört möst að taka frá eina langa kvöldstund fyrir Tørst og helst panta borð á Luksus.  Það er garanteruð ógleymanleg stund.

Að færa bjór í bú!

IMG_1759
Það tíðkaðist hér áður fyrr að menn brugðu sér í víking og fóru utan til að færa björg í bú. Þetta voru reyndar ránsferðir og menn komu heim með ýmsan vafasaman varninginn og voru þá konur oft taldar með. Ég er svo sem ekki fylgjandi svona ferðum í dag, hins vegar tel ég nauðsynlegt að kíkja út fyrir landssteinana og skoða bjór í framandi löndum. Þó þörfin hafii reyndar verið meiri fyrir nokkrum árum síðan þegar bjórlandslagið hér heima var eyðimörk líkast þá er samt alltaf gaman að skoða úrvalið erlendis og koma með nokkrar flottar flöskur heim, grasið er jú alltaf aðeins grænna hinu meginn ekki satt? Ég hef stundað þetta núna í ein 20 ár og nota hvert tækifæri ef ég bregð undir mig ferðafætinum.
Ég hef stundum verið spurður um hvernig best sé að gera þetta og jafnvel hvaða bjór á að taka með sér heim. Ég þekki einnig sögur af fólki sem hefur verið í bjórparadís en ekki þorað að koma með ölið heim af ótta við töskuslys og sull. Þetta er gríðarleg skömm, sérstaklega í þeim tilvikum þar sem um ræðir fólk sem hefur sjálft lítinn áhuga á bjór en hafði verið að spá í að koma með bjór handa undirrituðum.
Nú er sumarið að bresta á og við Íslendingar hrúgumst út um allar jarðir, þ.e.a.s ef aumingja flugmennirnir með litlu lágu launin sín loka ekki áfram landinu, og því tímabært að skrifa hér örlítinn leiðarvísi til að tryggja að menn komist með ölið heim til sín og ég tala nú ekki um mín.

Hvaða bjór?
Í fyrsta lagi, hvaða bjór á að velja? Þetta er eitthvað sem ég get ekki sagt til um, nema um ræðir einhvern sem ætlar að koma mér á óvart, þá vil ég bara benda á að allt sem er amerískt og heitir imperial eða dobble eitthvað er mjög vel þegið. Fyrir aðra þá snýst þetta bara um eigin smekk. Kannski mætti þó hafa bak við eyrað að humlaðir bjórar svo sem IPA og pale ale eiga að vera ferskir og ekki spennandi að geyma þá lengi. Það má vel drösla þessu heim en muna þá bara að drekka það í fyrra laginu.

Hvernig kemst maður heim?
Þá er komið að sjálfum flutningnum, já þetta virðist vefjast fyrir sumum en ég skil svo sem ekki afhverju. Ég hef aðeins einu sinni á þessum 20 árum lent í að flaska brotnaði í flutningum og man ég reyndar vel eftir því þar sem sorgin var mikil. Bjórinn var Gulden Draak, þetta var sko á belgíska tímabilinu mínu fyrir þó nokkrum árum síðan, og var ég sérstaklega svekktur þar sem fyrra eintakið sem ég ætlaði að smakka hafði sprungið í frystinum. Nóg um það, þetta er það eina sem komið hefur uppá fyrir utan forviða tollverði á Leifsstöð endrum og eins (að því hér að neðan). Það sem menn þurfa bara að passa er að pakka þessu inn td í föt eða betra, bóluplast ef slíkt er með í för sem ég mæli reyndar með. Fötin hafa hins vegar dugað mér. Það þarf einnig að passa að hafa ekki tvær eða fleiri saman í snertingu því hart á móti hörðu er ekki góð blanda. Loks þarf að passa að hafa ekki bjórinn næst „útvegg“ í töskunni ef svo má orða það, þar er mesta hnjaskið. Stundum hef ég svo pakkað hverri flösku í poka til að taka við vökvanum ef eitthvað kæmi uppá, hins vegar erum við ekki með rauðvín og því er auðvelt að þvo föt sem verða fyrir bjórslysi.

Bustaður í tollinum?
Magnið hefur svo stundum vafist fyrir einhverjum en við getum auðvitað ekki komið með ótakmarkað af bjór í hverri ferð. Hins vegar er limitið svo mikið að það er erfitt að fara framúr þvi þar sem max þyngd á hverri tösku er fljótt náð með öllu glerinu.
Það er fínt að skoða hvaða leiðir eru í boði hér en ég vil t.d. benda á leið 5, 12L af bjór, 24 L ef þið eruð tvö eða leið 4 ef maður vill lauma smá léttvíni með. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að kaupa þann bjór sem maður vill nema kannski þyngdartakmarkanir. Styrkleikinn skiptir ekki máli, bjór er bjór og þannig væri hægt að taka 12L af 12% Barley Wine eða Quadrupel ef maður væri á þeim buxunum. Ég hef nokkrum sinnum lent í því að vera tekinn úr röðinni í töskuleit á Leifsstöð, ég veit ekki afhverju en tel það vera eitthvað með konuna mína sem lítur dálítið dularfull út stundum. Reyndar hefur þetta ekki gerst núna siðustu árin. Það er svo sem í lagi, maður passar bara magnið. Það er svo dálítið gaman að sjá þessa karla sem ekkert vita í sinn haus um bjór klóra sér í kollinum yfir stóru korktappalokuðu imperial flöskunum. „Er þetta léttvín eða sterk?“ Þetta er bjór karlinn minn, sættu þig við það, bless. Þetta er svo sem í lagi því þegar maður er búinn að rabba við tollinn þá er konan komin fram og búin að panta tvo kaffi to go og maður getur farið bara beint í bílinn.
Já það er svo sem ekki mikið að bæta við þetta nema þá það að ef menn eru með pláss í töskum sínum þá má alltaf senda undirrituðum línu og kanna hvort ekki megi lauma einni flösku með heim.

Hugleiðingar um bjórdóma og tilheyrandi spámenn?

young-michael-jackson-beerStundum velti ég hlutum fyrir mér, gerist ekki oft þar sem ég er að reyna að spara heilasellur fyrir mögru árin.  En stundum fer ég á flug og þá enda ég oftast í einhverri vitleysu þar sem ég sit uppi með mun fleiri spurningar en ég lagði upp með í upphafi.
Líklega er það að gerast akkúrat núna en undanfarið hef ég verið á svona flugi. Ég hef verið að smakka, meta og skrifa um bjór nú í mörg mörg ár, og svo farinn að brugga hann líka.  Þetta eru eiginlega mun fleiri ár en ég þori að viðurkenna, það má segja að hálf ævi mín hafi farið í þetta en ég verð 40 ára í sumar og menn geta svo bara reiknað, sem minnir mig svo á það að ég þarf að halda einhverja veislu….hmmm!

Ef ég lít aðeins yfir farinn veg þá byrjaði þetta allt saman bara svona fyrir sjálfan mig, það er jú gaman að reka tungu ofan í eitthvað nýtt og upplifa nýjar víddir. Bragðlaukar þurfa að fá sína útrás rétt eins og aðrir.  Ég er amk þannig að ég er gjarn á að fá leið á sömu hlutunum til lengdar, reyndar er súkkulaði þarna undantekning.  ‘Eg er svo með það vandamál að ég er settur saman með frekar lítinn minniskubb og þar er allt plássið fyllt af læknisfræðilegum viðfangsefnum og lítið pláss fyrir annað, þess vegna þurfti ég að skrifa niður nafn á þeim bjór sem mér líkaði við eða mislíkaði svo ég gæti haldið aðeins bókhald um það sem ég hafði prófað.  Síðar komust menn yfir þessi skrif mín og hvöttu mig til að skrá þetta á veraldarvefnum svo aðrir gætu notið góðs af. Jújú mér leist vel á það á þeim tíma og ég hef fengið góð viðbrögð.  Fullt af fólki sem kveðst hafa látið vaða í eitthvað sem það hefði ekki gert nema að hafa lesið skrif mín. Margir hafa orðið forfallnir bjórnördar og kenna mér um. Þetta er vissulega gaman og hvetjandi og varð til þess að ég fór að leggja meiri vinnu og metnað í þetta bókhald mitt.  Ég fór einnig að lauma inn almennum fróðleik því það er jú svo að með tímanum lærir maður ýmislegt um sitt áhugamál, hluti sem maður sjálfur var að leita svörum við þegar þetta byrjaði allt saman. Þannig varð www.bjorbok.net til.

Svo er það svo að með betra aðgengi að þá fylgir alltaf að fleiri skoða og lesa og þá fara fleiri að koma sínum skoðunum að.  Jújú áfram er maður að fá þakkir og hvatningu og fólk hefur einnig óskað eftir fyrirlestrum og fræðslu um bjór og tengd efni en svo eru jú þeir sem eru algjörlega ósámmála og jafnvel súrir yfir að hafa látið „plata sig“ í að kaupa bjór sem þeim svo mislíkaði.  Svo eru enn aðrir, og það eru kannski þeir sem pirra mann mest, sem eru að eigin mati svo miklir bjórvitringar að allt sem þeir segja eða finnst telja þeir vera  heilagan sannleik og að annað, þmt skoðanir og smekkur annara er bara rangt.

Ég hef undanfarið verið að velta þessu öllu fyrir mér, hvaða tilgangi þjónar þetta allt saman?  Ég held að í mínu tilviki þá fjalli þetta mikið um það að fá útrás fyrir að skrifa um kært áhugamál og ekki síst að taka  ljósmyndir af bjórnum og safna, því það er nú orðið vaxandi áhugamál mitt einnig.  Svo er jú alltaf þetta með minniskubbinn, ég er enn að þessu til að minna mig á hvernig ég upplifi mismunandi bjóra.  Það að einhver gagnist af skrifum mínum er svo bara bónus því það er gaman að breiða út góðan boðskap, bjór er góður og bjór er svo miklu meira en bara gylltur lager.  Það er svo líka dálítil eigin hagsmunasemi sem drífur þetta batterí áfram því ef bjórvitund þjóðarinnar eykst þá kallar það á meira úrval og aðgengi fyrir mig hér heima, allir vinna!

Kveikjan af þessari síðu, http://www.bjorspeki.com var svo að reyna að koma þessum skrifum mínum fram á meira hlutlausari máta því það er stórt vandamál hve smekkur manna og upplifun er misjöfn.  Ég hef lagt áherslu á að varpa hér fram mínu mati en reyni jafnframt að benda á svona almenna eiginleika viðkomandi bjórs miðað við hvernig aðrir gætu upplifað hann.  Þetta er erfitt því tungan og bragðskyn þroskast og breytist eftir því sem meiri bjór flæðir yfir laukana með tímanum.  Ég hef t.d. verið að skoða dóma frá því að ég byrjaði á þessu og stundum furðað mig á skrifum mínum.  Ég er þá t.d. að dásama einhvern bjór alveg í hástert sem í dag myndi fá bara sæmilega einkunn.  Ég er einfaldlega að komast að því að það er ekkert að marka dóma fortíðarinnar, 5 krúsir þá eru kannski 3 í dag eða öfugt. Hér er lítið dæmi  um eeeeldgamlan bjórdóm Kronenbourg já eða þá þessi Leffe Blonde þarna segi ég „án efa með betri bjórum sem ég hef smakkað“.  Ég man að það var þannig þá en í dag finnst mér Leffe fínn og ég kaupi hann oft en er laaaaangt frá því að vera með betri bjórum.
Ég er því hættur að gefa einkunnir á þessari síðu.  Maður getur svo tekið þetta enn lengra, það þarf ekki að vera einkunn sem breytist, bragðskyn breytist og því er t.d. eitthvað sem þótti beiskt eða jafnvel hræðilega beiskt fyrir 5 árum bara orðið frekar milt í dag.

Svo er það dagamunurinn og stemningin.  Þetta skiptir máli og þá er ég ekki að tala um mörg ár á milli smakka.  Nei stundum er maður alveg dolfallinn t.d. yfir IPA sem svo í næstu viku er bara ekkert sérstakur, þá langaði manni nefnilega meira í imperial stout eða belgískan blond.  Maður er ekki alltaf að upplifa hlutina eins.

Er þá eitthvað að marka bjórdóma eða aðra dóma yfir höfuð?  Græðir fólk á að lesa þetta, t.d. jólabjórdóma, páskabjórdóma og allt þetta sem flæðir yfir landann í fjölmiðlum um þessi tímamót?  Þar eru oft útúr þjaskaðir reynslulaukar að tjá sig um bjórinn á allt öðrum forsemdum en fólk sem langar bara að prófa einhvern góðan þorrabjór t.d. Ég veit það ekki?

Það er svo jú auðvitað einnig þetta með gæðin.  Þ.e.a.s að dæma bjórinn ekki eftir smekk heldur stíl ef það meikar einhvern sens fyrir ykkur.  Ég er þá að meina að bjórfróðir menn dæmi bjór eftir því hversu vel hann er samansettur fyrir ákv stíl.  Það er svo sem hjálplegt fyrir fólk að vita að bjórinn sem það er að spá í sé t.d. góður fulltrúi ákveðins bjórstíls.  Þá veit maður amk það að þessi bjór á að bragðast þannig sem hann bragðast.  Eða hvað?  Nú er hugtakið bjórstíll eitthvað sem kannski er að breytast, það er amk að teygjast mikið á því því menn eru farnir að brugga svo mikið út fyrir stílamörkin og blanda saman og túlka á eigin máta.

Það er þó eitt sem ekki breytist og það eru staðreyndir.  Þá er ég að meina fróðleikurinn á bak við bjórinn, hvaðan hann kemur, hvernig hann er búinn til, hráefnið sem notað er og svo framvegis.  Maður ætti kannski að fókusera meira á slík skrif þegar bjórinn er dæmdur?  Það er hins vegar ekki eins skemmtilegt, það er nefnilega gaman að stúdera bjórinn sinn og velta fyrir sér hvað maður er að finna og þá kemur að því sem ég get ekki sagt nógu oft.  Það er sama hvað maður finnur, ekki láta neinn segja þér að það sé rangt.  Sá bjórvitringur er nefnilega ekki með þína bragðlauka.  ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR MENN LEIÐRÉTTA MIG HVAÐ ÞETTA VARÐAR. Mér er sama þó menn hafi lært mikið um uppruna bjórsins, bjórgerð og allt það sem hægt er að lesa jafnvel alveg frá 5 ára aldri, þeir geta ekki stjórnað mínum bragðlaukum.  Vissulega geta þeir bent á hvað þeir eru að finna því það getur stundum verið gagnlegt þegar maður er að velta fyrir sér hvað það er sem maður finnur en kemur ekki alveg hönd á það.  Um leið og einhver nefnir t.d. banana, hunang eða álíka þá stundum áttar maður sig.

Þannig að, hver er þá niðurstaðan?  Nákvæmlega, ég bara veit það ekki?  Kannski ætti maður bara að halda þessu áfram, það er jú að mestu gert fyrir mína eigin ánægju.  Það væri svo kannski hægt að nota tímafaktorinn betur á þann hátt að fara þá eftir því að gamlir bjórdómar voru skrifaðir á þeim tíma þegar maður var skammt á veg kominn og þá kannski nær „hinum almenna borgara“ í bjórskynjun. Hér nota ég almennan borgara yfir þá sem eru ekki miklir reynsluboltar í þessu. Ég veit ekki, það er amk ekki hægt að ganga út frá því að eitthvað sem maður skrifaði fyrir 2 árum t.d. sé í gildi í dag og menn verða að taka mið af því við lestur slíkra dóma.  Maður ætti kannski að endurmeta alla dómana á árs fresti, það væri flott en ómögulegt!
Kannski ætti maður að hafa alltaf nokkra viðmiðunarbjóra með, þe.a.s. einn klassískan úr hverjum stíl og svo alltaf smakka þá reglulega til að meta hvernig bragðlaukar og smekkurinn breytist?

Ég held ég láti hér við sitja, það væri kannski gaman að heyra frá lesendum!

Þorrabjórinn, hvað átt þú að kaupa í ár?

IMG_1098Það er víða hægt að lesa umfjöllun um Þorrabjórinn t.d. í Fréttatímanum, Vísir, Mbl ofl ofl og bara allt gott og blessað um það að segja. Ég er hins vegar nokkuð viss um að margir lesendur verði bara ringlaðir á að lesa þetta því auðvitað fer það eftir hvaða bjórvitringar eiga í hlut hvaða bjórar lenda í efstu sætum.  Það er bara svo erfitt að gera þetta þannig að hinn almenni neytandi njóti góðs af.
Ég gæti auðveldlega sagt ykkur að Surtur (23) er langsamlega besti Þorrabjór 2014 og að Kvasir mjöður væri drykkur sem menn bara verða að smakka og láta svo bara allt hitt eiga sig. Þetta væri hins vegar bara mitt mat, það hjálpar lítið þeim sem alls ekki kunna að meta humla, stout eða mjöð! Best væri ef bjórdómarnir væri sniðnir fyrir hvern og einn sem er jú ómögulegt.  Ég er t.d. oft beðinn um ráð þegar félagar mínir standa ráðþrota í Vínbúðinni og vita ekkert hvað þeir eiga að kaupa.  Það er nokkuð auðvelt þar sem ég er farinn að þekkja bjórsmekk þessa fólks og get valið bjórinn miðað við það.   Þetta er hins vegar ekki hægt að gera með skrifum á netmiðlum. Auðvitað verða menn samt að skrifa dóma, það hvetur jú bjórframleiðindur til dáða og þeir fá kannski einhvern örlítinn vitnisburð um hvernig markaðurinn er að taka vörum þeirra…..eða hvað?   Ég veit það ekki svei mér þá.  Það er þó alltaf hægt að reyna, eitthvað verður fólk jú að hafa í höndunum þegar það stendur frammi fyrir úrvalinu í ÁTVR eða hvað?  Nú eru  7 Þorrabjórar og einn „þorra“ mjöður í boði þetta árið og kannski heldur dýrt að kaupa þetta allt, besta leiðin væri hins vegar að gera akkúrat það, að kaupa einn af öllum og smakka sjálfur og ákveða svo ferkari innkaup miðað við það. Fyrir þá sem ekki vilja fara þá leið þá eru mínar ráðleggingar þessar.

SURTUR (23) FRÁ BORG

IMG_1085

Surtur (23) er „alvöru“ bjór, hann er þó ekkert meira alvöru en t.d. Þorra Gull eða Þorra Kaldi, en menn nota bara oft þessa lýsingu þegar talað er um flottan öflugan sælkerabjór fyrir þá hörðustu.   Þeir sem smökkuðu Surtinn í fyrra vita svona nokkurn veginn að hverju þeir ganga í ár.  Surtur 23 er hins vegar aðeins öðruvísi í ár en í hann eru notaðir amerískir humlar í miklu magni.  Fyrir vikið verður bjórinn beiskari og dálítið hvassari og því ekki eins mjúkur og t.d Surtur nr 8 sem var nokkuð sætari.  Þetta er mikill bjór og maður finnur alveg að það eru nokkrar prósentur í honum en kannski ekki alveg 10%.  Svo má finna dálítið ristaða tóna, kaffibaunir, dökkt 80% súkkulaði, beiskjuna frá humlunum og blómin.  Mjög skemmtilegur imperial stout sem drekkist einn og sér og þá alls ekki ískaldur eða með t.d. gráðosti, súkkulaðibaseröðum eftirréttum eða þorramatnum til að deyfa óbragðið.
Ef þú ert langt kominn í bjórfiktinu og þorir í stóra bjóra með mikið bit þá er það klárlega þessi, lang bestur.  Þú verður hins vegar samt að prófa Kvasir og Hval frá Steðja bara til að hafa prófað. Ef þú hefur hins vegar ekki mikið verið að færa þig upp á skaftið í bjórmálum og átt t.d. erfitt með Guinnes eða finnst Úlfur of beiskur þá skaltu bara alveg láta Surt vera og lofa þeim sem kunna að meta að njóta hans.  Það er nefnilega við búið að hann klárist fljótt því menn vilja geyma þennan karl.

HVALUR ÞORRABJÓR FRÁ STEÐJA

IMG_1065Talandi um Hval frá Steðja þá er þetta sá bjór sem allir verða að smakka í ár.  Sama hvaðan þeir koma.  Bjórnördarnir verða að smakka bara til að hafa smakkað svona bjór því þetta er einsdæmi í heiminum.  Styttra á veg komið fólk ætti líka að smakka af sömu ástæðu.  Önnur ástæða er einfaldlega sú að þó svo að hvalahlutinn sé ekki beint mjög trekkjandi þá er þetta bara býsna góður lager. Svo má auðvitað setja allt ofan í sig á Þorranum eins og dæmin sýna til þessa, hvað er betra en hvalbjór með æxlunarfærum sauðkindarinnar t.d.?  Hvalur er lager sem þýðir að hann er heldur auðdrekkanlegur, þó er hann með dálítið bit og bragðmikill svo bjórnördinn verði ekki fyrir vonbrigðum.  Það er ögn reykur í honum en þó mjög látlaus sem ætti ekki að fæla neinn frá…..borða ekki t.d. flestir hangikjöt?  (er svo sem ekkert sérlega hrifinn af því sjálfur).  Svo er einhver kornkeimur eða mjöl í bakgrunni, dálítið sérkennilegur en viðeigandi.  Þetta er hinn fínasti matarbjór, nægilega bragðmikill og spes fyrir Þorra en þó ekkert sem stelur neinum senum.

KVASIR MJÖÐUR (22) FRÁ BORG

IMG_1091Annar drykkur sem menn verða að smakka, sama hvaðan þeir koma í bjórmálum er Kvasir.  Kvasir er mjöður og þó það kunni að hljóma eitthvað ofsalega sérkennilega í huga fólks þá er þetta líklega með mildari drykkjum í þessari upptalningu.  Hmmm eða kannski ekki alveg, hann er þó ekki eitthvað sem bara þeir geta drukkið sem eru fyrir eitthvað öðruvísi og framandi.  Nei Kvasir er kristaltær og kolsýrður mjöður sem minnir um margt á drykk sem vel flestir drekka með góðu móti, hvítvínið.  Gosið gerir hann reyndar kannski meira freyðivínslegan.  Kvasir er hins vegar ekki alveg eins og þessir drykkir því þá væri þetta jú alveg tilgangslaust.  Hann er með heldur kryddað yfirbragð og má finna myntu og ögn vanillu í nefi en það er hins vegar ekkert krydd notað við gerð hans.  Í munni er hann nokkuð sætur og þessi myntukeimur í bland við hunang kemur einnig vel fram. Kolsýran þægileg og svo er hann örlítið þurr á tungu.  Ég á eiginlega ekki orð yfir dómum sem þessi drykkur fær í Fréttatímanum og held ég að menn séu þar dálítið fastir í því að vera að dæma bjór en ekki mjöð.  Smekkur manna er vissulega misjafn sem er af hinu góða.  Þó Kvasir sé 9% þá kemur það alls ekki fram í bragði og ég er sannfærður um að þetta verði virkilega flottur sumarbjór ef menn nenna að geyma karlinn fram á sumar, þar sé ég fyrir mér að þamba kauða ískaldan yfir grillinu, með humar, sushi, léttum pastadiskum eða flottum fiski ummmm.
Já einfaldlega skylda allra Íslendinga að prófa fyrsta mjöð Íslands, þó ekki væri nema að deila einni flösku eða svo.

EINIBERJA BOCK FRÁ VÍKING

IMG_1103Einiberja Bock frá Víking. Svo eru það þeir sem eru dálítið svona á milli, hafa smakkað eitthvað af bjór en eru kannski ekki alveg tilbúnir í of mikla beiskju og hamagang.  Bock bjórstíllinn er alltaf fínn svona millistigsbjór því hér erum við með lager sem þó er mjög bragðmikill en er ekki með allt þetta auka ölbragð sem fer svo oft fyrir brjóstið á fólki.  Þeir hjá Víking virðast dálítið fastir í þessum stíl, páskabock, jólabock og nú þorrabock.  Allt í lagi með það, enda fínn bjórstíll.  Einiberja bockinn er flottur og bragðmikill.  Í nefi er dálítil karamella, ristað malt og ber.  Í munni er mikil fylling, töluvert malt og sæta og svo einhver notaleg beiskja frá einiberjunum.   Ljúft og gott eftirbragð með sætum keim sem loðir við varirnar.  Ofsalega flottur matarbjór sem hentar með flestu sem bragð er af.
Þó svo að bock stílinn sé að verða dálítið þreyttur þá mega þeir eiga það að pælingin er góð með einiberin en talið er að þessi ber hafi verið notuð til að bragðbæta bjórinn til forna.  Þjóðlegt á Þorra!
Þetta er bjór fyrir alla.

ÞORRA KALDI og ÞORRAGULL

Svo eru alltaf þeir sem eru forvitnir um árstíðarbjórinn og finnst stemning í því að hafa hann með á borðum en eru þó ekki vanir að prófa mikið annað en það sem þeir þekkja og eru vissir með.  Þetta fólk ætti kannski að láta Surt vera nema kannski fyrir forvitnis sakir.  Kvasir og Hvalur eru sem fyrr segir samt eitthvað sem allir verða eiginlega að prófa bara til að hafa prófað.  Þorra Gull er bjór sem er alveg öruggt val fyrir þennan hóp.  Hann er mildur og einfaldur og sára lítið verkefni fyrir bragðlaukana og ágætis matarbjór.  Annar slíkur er Þorrakaldi en Kaldi er nánast alltaf eins sama hvað hann er kallaður.  Vissulega finna menn kannski einhver blæbrigði í honum en í heildina er hann ofsalega einsleitur.  Þorrakaldi er alls ekki slakur bjór, þetta er vandaður lager í flottu jafnvægi.  Hann hefur örlitla beiskju sem jafnast þó út með maltinu, meðal skrokk og ágætis eftirbragð.  Hér eru menn öruggir en eru ekki að læra neitt nýtt. Kaldi hefur sætt mikilla vinsælda hjá okkur Íslendingum og er oft með vinsælustu árstíðarbjórum.

ÞORRAÞRÆLL FRÁ VÍKING

Þorraþrællinn frá Víking er einnig í léttari geiranum.  Um er að ræða svo kallaðan Ekstra Special Bitter sem er enskur bjórstíll.  Þó svo að nafnið bendi til þess að hann sé ofsalega beiskur þá er það alls ekki svo.  Í raun er það sem einkennir þennan stíl fullkomið jafnvægi sætu og beiskju, þ.e.a.s sætan frá maltinu vegur á móti beiskjunni frá humlunum og úr verður bjór með flott bragð með möltuðum undirtón, dálítinn toffee keim, flotta fyllingu og svo ögn bit til að íta aðeins við honum.  Þorraþrællinn er nokkuð öruggur bjór fyrir þá sem kunna að meta Kalda og Gullið en fyrir Surtsmenn væri hann heldur og léttur.

GÆÐINGUR ÞORRABJÓR

IMG_1109Loks nefnum við til leiks Þorrabjórinn frá Gæðingi.  Þessi er mjög skemmtilegur og myndi sennilega falla í einhvers konar milli flokk.  Um er að ræða stíl sem kallast brúnöl eða brown ale.  Þessi gæti vel gengið í fólk sem þolir ögn beiskju en vill samt ekki fá of mikið af því góða.  Úlfur er t.d. töluvert beiskari en þessi.  Í nefi er mikil lykt, hnetur og jafnvel leður og þegar líður á bjórinn kemur fram dálítið sætt píputóbak, virkilega notalegt allt saman. Í munni er hann hins vegar frekar blíður, eiginlega of blíður fyrir minn smekk.  Mér finnst alltaf vanta dálítinn skrokk í kauða til að styðja við lyktina.  Bjórinn er engu að síður fínn, nettir humlar sem gefa þægilega beiskju og svo ögn kakó.   Þetta er öl fyrir þá sem vilja eitthvað aðeins öðruvísi en þó ekki eitthvað sem fer yfir strikið.  Svo er bara svo gaman að skoða miðana á þessum flöskum frá Gæðingi en Hugleikur gerir þetta snilldar vel og á Þorrabjórnn skilið stóra mynd í þessari umfjöllun :).

Bjórannáll 2013 – bjórárið yfirfarið

IMG_0965Það tíðkast hér á landi sem og víðar svona korter í nýtt ár að staldra ögn við og líta yfir farinn veg.  Annáll kalla menn þetta í fjölmiðlum.
Það er alltaf gaman að svona annálum, þá sér maður hvað árið var gott hvað væri hægt að bæta fyrir næsta ár og svo ryfjast einnig upp ljúfar stundir með öl við hönd.  Hér verður rakið það helsta sem stóð uppúr hjá Bjórspekingnum og Bjórbókinni árið 2013, bæði uppákomur og bjór.

Járn og Gler!
Í heildina litið var þetta nokkuð viðburðarríkt bjórár og menn duglegir að búa til viðburði í kringum bjórinn. Járn og Gler sótti í sig veðrið og hélt áfram að flytja inn heimsklassa bjór frá öllum heimsins hornum sem bæði var hægt að fá á flöskum í haugavís á Microbar og Bjórsetrinu en einnig á krana á Microbar, Kexinu og jafnvel Vínbarnum.  Þannig gat maður t.d. smakkað af krana To Øl Snowball Hoppy Saison  í febrúar, hann kom svo aftur á flöskum um jólin, To Øl First Frontier, To Øl Dangerously Close To Stupid Mikkeller Green Gold, 1000 IBU, Wheat is the New Hops, Mikkeller Citrus Dream, Mikkeller American Dream, Mikkeller 19, Mikkeller U Alright, Mikkeller K:rlek, Brewdog Jackhammer, Rogue Dead Guy Ale og svona mætti líklega telja eitthvað áfram.  Ég segi og stend við að þetta er einsdæmi í íslenskri bjórsögu, aldrei áður hafa jafn margir eðalbjórar verið fáanlegir á krana hérlendis.

Borg-Garún-þurrBorg Brugghús
Brugghúsin stóðu sig vel á árinu, þau voru áfram dugleg að færa okkur nýjar kræsingar og þá hefur Borg brugghús vinninginn hvað fjölda tegunda varðar.  Árið hófst með ljúfri sprengju frá þeim þegar Þorrabjórinn var kynntur.  Surtur 15  sem reyndar voru nokkur vonbrygði en á sama tíma koma Surtur 8.1 sem er tunnuþroskaður ársgamall imperial stout.  Svakalegur bjór sem er einn af þessum eftirminnilegu á árinu. Borg átti marga aðra góða á árinu og ber í því samhengi að nefna páskabjórinn Júdas (fyrsti íslenski Quadrupelinn), hinn flotta Oktoberfestbjór, Teresa (India Red Ale) og svo hinn frábæra Garún sem er með betri imperial stout bjórum sem undirritaður hefur smakkað og gríðarlega sorglegt að hann eða hún skuli aðeins vera flutt til Ameríku.    Í þessari upptalningu má svo ekki gleyma DIPA útgáfunni af Úlfi sem þeir kalla Úlfur Úlfur.  Þetta er fyrsti bjórinn sem ég smakkaði frá Borg þegar þeir voru bara að stíga sín fyrstu skref.  Fékk smakk af krana í Bjórskólanum á sínum tíma og eftir það varð ég pínu skotinn í þessu litla brugghúsi í brugghúsi. Loksins kom karlinn svo á flöskur og krana í lok apríl á þessu ári sem árstíðarbjór reyndar og staldraði því aðeins stutt við.  Bjór þessi sýndi glöggt hversu megnugir bruggmeistarar Borgar, þeir Stulli og Valgeir, eru.  Virkilega flottur DIPA sem gaman verður að fá aftur á næsta ári.
Allir snillingar eiga svo sín vondu móment, það er bara eðlilegt.  Surtur 15 var svo sem langt frá því að vera vondur, hann stóðst hins vegar ekki alveg væntingar undirritaðs sem líklega var að vonast eftir einhverju svipuðu og Surt 8 og svo var það Stúfur, létti jólabjórinn.  Sæmileg hugmynd en alls ekki góður drykkur því miður.

Ölvisholt
Ölvisholt brugghús hefur svo legið dálítið í dvala um skeið en nú er kominn nýr og ferskur bruggmeistari á þeim bæ, Árni Long og vonir standa til þess að nú fari allt á flug aftur hjá þessu flotta brugghúsi.  Hann sýndi Íslendingum og reyndar veröldinni í kring heldur betur að hann kunni sitt fag þegar haustbjórinn Skaði leit dagsins ljós en Skaði sem er belgískur sveitabjór (Saison) er líklega með bestu íslenskra bjóra.  Röðull IPA kom einnig frá þeim á árinu, vandaður IPA og skemmtileg viðbót við flóruna.  Við verðum svo að vona að Árni sýni okkur eitthvað meira spennandi á næsta ári, hlakka til.

Viðburðir
Menn voru óvenju uppátækjasamir á árinu.  Fyrst var það auðvitað hin nú orðið árlega bjórhátíð á Kexinu undir lok febrúar.  Þar mættu helstu brugghús landsins ásamt Járn og Gler með smakk frá Mikkeller og fleirum.  Það er alltaf gaman að mæta þarna og reka tungu í eitthvað sem menn eru jafnvel að leika sér með á tilraunastigi.  Þannig sló Borg í gegn með flottan Tripel sem reyndar aldrei leit dagsins ljós nema kannski sem Ástríkur á Gay Pride? Einnig fékk maður að bragða á Surtinum frá því í fyrra og ef ég man rétt Úlf Úlf? Mjög gaman.

Svo er það Bjórsetrið á Hólum, ég hef reyndar ekki enn komist í að skoða þá félaga þarna fyrir Norðan en mun vonandi gera það á nýju ári enda ku úrval bjórs vera þar með besta móti. Það er hins vegar klárt mál að undirritaður mun reyna að skella sér á bjórhátíð á Hólum á komandi ári, en þessi hátíð er nú orðin hefð og hefur sætt mikilla vinsælda síðustu ár.

IMG_2490Mikrobar hélt uppteknum hætti á árinu og var klárlega sá staður þar sem best var að vera fyrir björnördinn.  Það duttu stöðugt inn nýjir bjórar  bæði í hillur og á krana. Þetta var bæði eðalöl frá flottustu brugghúsum heims sem og bjór frá innlendum brugghúsum. Gæðingur kom þannig fram með nokkrar skemmtilegar tilraunir úr sínum smiðjum á krana og má þar nefna nýjan DIPA og Barley Wine sem báðir eru á krana þar þegar þetta er skrifað.
Kynningarkvöldin héldu áfram á Microbar en þessi kvöld hafa verið ansi vinsæl á síðasta ári.  Þannig gat fólk smakkað og fræðst um bjórinn frá Mikkeller,  Evil Twin og Amager brugghús. Hápunkturinn hins vegar og líklega flottasti viðburður ársins var svo Battle of the twins tap takeover núna í Desember byrjun þar sem allir kranar barsins voru tengdir við dásamlegar veigar frá Mikkeller og Evil Twin. Það var á þessu kvöldi sem undirritaður smakkaði þann bjór sem stendur mest uppúr á árinu Mikkeller Santas Little Helper 2012 Barrel Aged CognacEdition!

Borg brugghús átti skemmtilegt moment í júní þegar þeir framkvæmdu borgaralega yfirtöku á English Pub.  Þar lögðu þeir Borgar menn undir sig nokkra krana hússins með ljúfu eðalöli sínu.  Það var þarna sem menn gátu smakkað Ástrík af krana á fáránlega lágu verði svona rétt fyrir Gay Pride.  Virkilega skemmtileg uppátæki og vonumst við til að sjá fleiri svona á nýju ári.

Undirritaður var líka nokkuð sáttur við bjórmánuðinn á Kaffibarnum í ágúst en þar mað var hægt að drekka besta bjór á landinu á meðan maður hlustar á dásamlega house tónlist…gerist vart betra.  Ef mér skjátlast ekki þá verður þetta endurtekið á nýja árinu og mun ég ekki láta mig vanta þar.

Bjórnördinn dúllar sér.
Við vorum dugleg að kanna heimin á árinu og auðvitað bjórinn í leiðinni.  Við fórum til Barcelona, London, Oxford og loks hina árlegu ferð til Stockholm í desember.  Allt voru þetta eftirminnilegar ferðir og það bættist heldur betur í bjórbókina góðu. Það sem stendur uppúr í þessum ferðum er klárlega Brewdog bar í Camden, Brewdog bar í Stokkhólmi og Ale and Hops í Barcelona.  Sárast var þó að missa af The Drunk Monk á Spáni sem var lokaður og auðvitað hina árlegu ofurbjórhátíð í Köben CBC 2013.  Fer vonandi 2014!

Það er svo ekki hægt að skrifa annál án þess að koma inn á heimabruggið.  Já Bjórspekingurinn ákvað að hefja loksins heimabruggun ásamt tveim félögum eftir langt hlé.  3G Brewlab er yfirskriftin og það sem af er ári hafa 4 bjórar litið dagsins ljós en næsta ár mun klárlega sjá marga flotta 3G bjóra og er m.a. fyrirhugað að gera Imp Stout, DIPA og eitthvað súrt kannski líka.
BrewdogLoks er það bjórinn sjálfur, líklega það sem menn kannski helst vilja vita.  Það var mikið nýtt smakkað á árinu og hef ég ekki tölu yfir fjöldan.  Það er svo sem í lagi, þetta var mjög gott smakkár og margar dásamlegar perlur komnar í bókhaldið.  Það er alltaf dálítið erfitt að tala um „best“ þegar kemur að bjór því „mómentið“ hverju sinni og jafnvel félagsskapurinn skiptir svo miklu máli. Ég ætla þó að reyna að lista hér upp þá bjóra sem standa uppúr á árinu.

1.  Mikkeller Santas Little Helper 2012 Barrel Aged Cognac Edition af krana á Microbar er líklega sá bjór sem ég var hvað mest hrifinn af á árinu.  Svakalegur bjór…þvílík upplifun, ég á ekki orð.

2. Brewdog San Diego Scotch Ale á flösku á Hótel Ion. Þvílíkur bjór, ég á reyndar pínu bágt með að gera upp á milli þessa bjórs og Santas Little Helper.  Ég var eiginlega búinn að gleyma þessum, ummmmm.

3. Brewdog/Evil Twin Hello my Name is Sonja af krana á Brewdog í Stokkhólmi.  Ofsalega flottur DIPA með haug af humlum og bláberjum, svakalegur bjór.

4. Brewdog Paradox Jura er svo enn eitt undrið frá Brewdog.  Svakalegur Imperial Stout sem hefur alveg akkúrat það sem ég vil hafa í þessum stíl.  Sætuna en þó ekki of mikla sætu

5. Evil Twin Biscotti Break Imperial Stout á flösku yfir áramótin.  Svakalega flottur imperial Stout, vínlegir tónar og vanilla í nefi, komplex á tungu, þéttur og dásamlegur.

6. Brewdog/Tempest  Marmelade on Toast (6% pale ale) af krana á Brewdog Stokkhólmi.  Gríðarlega skemmtilegur IPA, flott fylling, notalegir humlar og svo eitthvað marmelaði gúmmilaði.

7. B Saison black laber frá litlu sænsku brugghúsi Brekeriet á flösku á Brewdog í Stokkhólmi.  Frábær kryddaður, humlaður og funky brettanomyces Saison.  Svakalegur.

8. Mikkeller Arh Hvad barrel aged af krana á Microbar.  Ferskur, þroskaður, flókinn, funky og fallegur.

9. Brewdog Jackhammer af krana á Brewdog Camden London.  Frábær IPA, ofsalega humlaður og potent.

10. Founders Backwoods Bastard, þroskaður á eik.  Ofsalega flottur bjór sem fæst hér á landi núna á fáránlegu flottu verði.

10,5. Borg Brugghús Garún imperial Stout á flösku í Reykjavík.  Magnaður imperial stout sem hefur allt sem ég vil hafa.  Þéttur, mikill með akkúrat þá sætu sem þarf.

Að lokum verð ég svo að bæta við mestu vonbrigði ársins, þau voru nú ekki mörg að þessu sinni en þó á sínum stað. ATH ekki er um neina sérstaka röð að ræða, efst er ekkert endilega verst.

1. To Øl/Buxton Collab Carnage IPA. Ekki vondur bjór en ekki þess virði að eltast við.  Þvílík læti sem voru í kringum komu hans á barina í Evrópu, það mætti halda að hér væri kominn eitthvað furðuverk frá öðrum hnöttum.  Reyndin var svo ósköp venjulegur IPA.

2. Evil Twin Christmas Eve At a New York City Hotel Room. Hér er svo sem ekki við neinn að sakast nema mig sjálfann.  Lýsingar og lof lofuðu mjög góðu og því varð ég pínu svekktur þegar um var að ræða ósköp venjulegan imp stout af þeim toga sem ekki henta mínum bragðlaukum.

3. 3G Brewlab Monks Dirty Little Christmas Seceret.  Já þetta er mitt eigið fóstur en maður verður þó að vera kröfuharður á eigið stöff.  Já jólabjórinn minn í ár klikkaði heldur betur.  Þetta er svo sem ekki vondur bjór hann er bara ekki alveg það sem ég vildi ná fram.  Kannski verður hann tilbúinn eftir svona 6-12 mán. Ætla að setja hann í gleymsku til næstu jóla.

4. Brewdog Abstract BeerAB 12. Þessi voru líklega stóru vonbrigði ársins.  Alls ekki góður bjór og alls ekki 3000 kr virði.  Líklega ekki tilbúinn bara.  Mæli með að geyma þennan eitthvað áfram.

5. Mikkeller Nelson Sauvignon. Þessi fær svakalega dóma á Ratebeer og víðar.  Hlakkaði mikið til að smakka.  Ég plataði eiginlega félaga minn Hauk Heiðar (ekki Leifsson) með mér í þessi kaup.  Varð pínu svekktur, bjórinn er ekki vondur, en hann féll ekki alveg í kramið hjá okkur félögum.  Kom mér verulega á óvart.  Ég veit að nú verður allt vitlaust en ég fékk annað tækifæri til að smakka kauða þegar félagi minn Steini bauð mér í kollu á Microbar.  Hann var þá fjandi góður og því mætti í raun segja að þessi skrif hér séu óþörf.  Hins vegar voru þetta mikil vonbrigði þegar fyrra smakkið átti sér stað og því fær þetta að standa.

Já þegar á þetta er litið allt saman þá hefur þetta bara verið nokkuð gott bjórár.  Næsta ár verður vonandi álíka spennandi.  Sjálfur mun ég reyna að bæta mig og mæta á Bjórhátíðina að Hólum og stefni á CBC 2014 í Köben.  Í apríl er svo ferð til Florid og mun þá heldur betur verða smakkað. Hlakka til að sjá hvað Borg gerir á árinu, Þorrinn að ganga í garð og svona.  Svo eru það sumarbjórarnir og bind ég miklar vonir við Ölvisholtið.  Hvað kemur nýtt frá þeim þetta árið?  Járn og Gler halda svo vonandi uppteknum hætti og hella í okkur eðlölið áfram, kannski fáum við enn meiri lúxus frá Founders sem rétt duttu í sölu fyrir jólin.
Já þetta verður flott bjórár…finn það á mér.