Struise Pannepot 2011

IMG_0258

Struise Pannepot 10%

Ég hef lesið ýmislegt um þennan bjór en aldrei sérstaklega verið að eltast neitt við hann.  Hann er belgískur, bruggaður í De Struise brugghúsinu í belgíu, sama brugghús og Mikkeller vinnur oft með.  Þegar þetta er ritað þá liggur bjórhugur minn helst í amerísku IPA bjórunum og Imperial stout körlunum, belgíski stíllinn er á biðstöðu hjá mér þó ég kippi nú alltaf í einn og einn annað slagið, sérstaklega þá súru.  Þegar maður rekst á svona karla í borg sem annars er þekkt fyrir allt annað en góðan bjór þá slær maður vissulega til.  Ég var staddur á Ale & Hop í Barcelona sem er eins og vin í eyðimörk góðra bjóra.  Flottur lítill staður með sæmilegt úrval af góðum eðalbjór, nánar um það hér.
Pannepot 2011 er af gerðinni belgískt sterköl (belgian Strong Ale), 10% karl með þrótt og bragð.  Kolsvartur í glasi, þétt flott froða. Ylmar eins og sveskjur og þurrkaðir tropical ávextir (viðeigandi hér á Barcelona ekki satt) einnig dálítið ristað sætt malt.  Í munni er mikið að gerast, flottur þéttleiki og flókinn.  Sætur á tungu, heilmikið malt og eins og soðnar sveskjur sem verða dísætar og djúsi en þó með vínlegum keim einnig.  Hellingur af suðrænum dökkum ávöxtum, mikil sæta og hamingja og svo ljúfur hiti frá 10% áfengis.  Já flott tilbreyting frá hinu létta Cava hér á Barcelona.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s