Svona á Barley Wine að vera!

Ahh það er svo gaman að vera minntur á það afhverju maður heldur uppá ákveðna bjórstíla.  Í kvöld er það heldur betur þannig.  Já ég hef verið að halda til haga jólagjöf frá móður minni sem greinilega elskar son sinn mikið, Alesmith Old Numbskull Barleywine ale.  Ég ákvað að í kvöld væri gott tækifæri til að opna kauða, þáttaskil í lífi mínu, ekki kannski stór en þó nægileg til að réttlæta svona ofurkarl.
Bjór þessi er fallegur í glasi, mattur og flottur með látlausann froðuhaus.  Það er ofsalega mikið að gerast í nefi, herbegið angar allt af sætum vínlegum keim ásamt hunangi, karamellur og ristuðu malti.  Alveg ekta barleywine nef.  Í munni er þetta svipað, ofsalega flottur og vandaður barleywine.  Mjúkur og bragðmikill þar sem finna má sætt maltið sem fær á sig karamellublæ, hunangskeim og dásamlega blómlega humla.  Minnir þannig nokkuð á öflugan double IPA.  Eftirbragð er alveg hreint út sagt dásamlegt þar sem allt er eins og það á að vera, fullkomið.  Áfengið er vel merkjanlegt í þessum karli en það truflar þó ekkert að mínu mati enda veit maður svo sem hvað búast má við.
Já ofsalega öflugur en ljúfur barleywine sem ég mæli eindregið með og minni um leið á að hægt er að sérpanta hina ýmsu karla í ÁTVR og þar á meðal þennan.

Græni karlinn hefur verið dálítið í dvala þar sem hann ákvað að taka sig á og slípa niður skrokk eftir áramótin.  Hann stóðst þó ekki mátið í kvöld enda ekki á hverjum degi sem svona bjórar slæðast inn.
Þó svo að bjórinn fái góða dóma, bæði hér að ofan og úti í hinum stóra heimi þá verð ég að segja að hann kom mér dálítið á óvart.  Var ekki eins hrifinn og aðrir.  Fyrir okkur sem ekki erum vön svona ofsalega miklu bragði og áfengi þá er það varasamt að fara út í stórar fjárfestingar því þó svo að 4000 kr þyki ekki mikið fyrir bjórnörd þá er það mikið fyrir okkur sem erum bara að fikra okkur upp bjórstigann.  Ég er sammála félaga mínum hér að ofan að bjórinn er fallegur og hann ilmar vel, reyndar óskaplega vel þar sem hunang og sætur keimur er allsráðandi.  Í munni er hann hins vegar ofsafenginn, mikil læti og sprittið heldur of áberandi og beiskjan tekur dálítið í.  Ég þó ekki að fara hella þessum enda er maður aðeins farinn að sjóast en ég bendi mönnum hins vegar frá því að prófa þennan nema vita nákvæmlega út í hvað þeir eru að fara.

Já sem sagt, ofsalega flottur barleywine sem menn geta treyst en ættu kannski að fara varlega í ef bragðlaukar eru ekki alveg harðnaðir.  Það breytir því þó ekki að það er alltaf spennandi að prófa eitthvað sem þykir ofsalega flott í heimi bjórsins, þetta er amk barley wine uppá sitt besta.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s