Raidbeer á Kexinu, gríðarlega flottur lager

Raidbeer á Kexinu, gríðarlega flottur lager

Ég ef áður talað um Citra humalinn og ég hef talað um Raidbeer frá To Øl. Nú verð ég að gera það aftur, bara svona til að minna á þessa hamingju, fallegir hlutir verða aldrei of oft umtalaðir. Ég leit við á Kexið í gær en þangað fer ég alltaf annað slagið þegar mig langar í eitthvað gott í gogginn, einhverja tilbreytingu og svo er oft hægt að fá ljúfan bjór með. Best er bara að spyrja barþjónana beint hvort þeir séu með To Øl eða Mikkeller eða eitthvað svipað á krana. Í gær voru þeir með Raidbeer á krana en það vill svo til að sá bjór er einn af mínum uppáhalds bjórum og án efa með betri lagerbjór sem fyrirfinnst að mínu mati. Reyndar minnir bjórinn lítið á lager, ég myndi líklega gíska á öl og þá milt amerískt föl öl (american pale ale) ef ég væri að smakka blint.
Raidbeer er hins vegar bruggaður að hætti lagerbjóra með svokölluðu botngeri en hugmyndin með þessum bjór var að upphefja ágæti stílsins, sum sé lagersins eða pilsner stílsins sem er í miklu uppáhaldi hjá þeim félögum hjá To Øl.. Með þessu mótir vildu þeir sýna fram á að hægt er að gera flókinn og skemmtilegan lager. Þeir nota haug af humlum af bestu gerð, Simcoe, Centennial, Nelson Sauvin og svo rúsínuna í enda pylsunnar Citra.
Citra humallinn er dálítið nýr af nálinni, var fyrst ræktaður 2007. Humallinn hefur sætt dálítilli gangríni finnst mér ef marka má umsagnir á veraldarvefnum. Fólk virðist annað hvort elska hann eða hata og sumir virðast bara kunna illa við nafnið. Fyrir mína parta þá er þetta dásamlegur humall, hann er af amerísku bergi brotinn, inniheldur 11-13% alfasýrur sem þýðir að hann gefur mikla beiskju í bjórinn, eða hefur möguleika á því allt eftir hvernig hann er notaður. Hann er þó líkast til meira þekktur fyrir að vera öflugur ylmhumall sem gæðir bjórinn ofsalega ljúfum ávaxtakeim þar sem apríkósur og mangó koma sterkt upp í hugann. Citra inniheldur einnig hátt hlutfall af olíum en er lár í co-humulone olíu sem á mannamáli þýðir að hann hefur bara það besta að bjóða, flóknar bragðflækjur og beiskju en ekkert rusl með. Í bragði má finna ferska beitta humlana, haug af eróstískum ávöxtum og frískleika.
Í Raidbeer leikur þessi magnaði humall stórt hlutverk, maður finnur það bara um leið og bjórinn er kominn í glasið, ávextir og blómlegir tónar.. Citra fær hins vegar flotta mótleikara á formi áður nefndra humla sem skapa ofsalega skemmtilegar bragðflækjur sem er verðugt verkefni fyrir bragðlaukana. Svo er að sjálfsögðu einnig notað malt sem ekki er nánar gefið upp og svo hafrar sem gefa meðal fyllingu og örlítið sætan bakgrunn.
Bjórinn er einfaldlega frábær og ég tala nú ekki um af krana. Hér erum við með 5.2% bjór sem er léttur og þægilegur en hefur þó karakter, er ögn beittur án þess að verða hættulegur og svo heilmikla erótíska ávexti og blóm. Getur varla klikkað.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s