Þvörusleikir, þurrhumlað eikarþroskað rauðöl frá Borg.

IMG_2607

Þá er komið að því, árið er liðið og næsti jólasveinn í röðinni frá Borg á leið til byggða. Nú er það Þvörusleikir sem fær að þann heiður að fá nefndan bjór í höfuð sér. Tengingin er flott að þessu sinni, Þvörusleikir er jú jólasveinn og við erum að tala um jólabjór, svo er karlinn án efa mikill matgæðingur og því von að hann láti ekki nafn sitt við eitthvað slor. Loks er það þvaran sem hann elskar meira en allt en hún er gerð úr viði, eða það var hún amk í denn, en í þennan bjór kemur eik nefnilega við sögu.

Já Þvörusleikir jólabjór er af gerðinni þurrhumlað eikarþroskað red ale sem næstum því nær þeim hæðum að mega kallast double red ale með sín 7% alkohól.

.
Ég ætla að reyna vera hér dálítið hlutlaus í lýsingum samanber síðustu færslu, en ég get þó ekki alveg látið vera með að koma með mitt eigið álit í lokin. Bjórinn er rauður og tær í glasinu með þétta hvíta froðu „on top“ sem endist vel og lengi, þetta eru jólalitirnir ekki satt? Í nefi koma citra humlarnir vel fram enda þurrhumlaður með þessum nývinsælu humlum en þeir gefa mjög frúttað sexy yfirbragð, mango, ástaraldinn og mandarínur eru dæmi um lykt sem citra humlarnir gefa frá sér. Með þessu uppátæki fá þeir Borgarar fram bjór sem lyktar líklega töluvert betur en sjálfur jólasveinninn sem hann heitir eftir. Í munni er kitlandi gos, meðal til mikil fylling, nokkur sæta af korninu og svo beiskja og blómlegheit frá humlunum. Humlarnir ná ekki að gefa alveg IPA beiskju enda er það alls ekki ætlunin en þessir kynæsandi tónar koma samt fram en þó alls ekki eins vel og í nefi. Áfengið er alveg falið í bragði og svo kemur þvaran dálítið í gegn. Hér er ég vissulega að tala um eikina sem maður finnur vel fyrir ef maður leitar dálítið. Bjórinn þarf kannski aðeins að volgna. Þetta er þó aðeins rétt mátulega mikið til að lyfta bjórnum ögn upp en verður alls alls ekki eitthvað sem er ríkjandi. Eikarþroskaður bjór fær oft á sig dálítinn kókoskeim og stundum vanillu jafnvel í bland við þennan sérkennilega og skemmtilega viðarkeim.

„Mitt eigið mat, algjörlega frábær bjór sem í raun hentar bæði hardcore bjórnördum sem og hinum almenna fiktara því hann er mildur en þó með humla og eikarflækju og svo er beiskjan til staðar en þó stillt í hóf. Fallega vel viðeigandi rauður liturinn sómir sér líka afar vel á matarborðinu yfir jólin. Mín spá er að þessi fái háar einkunnir í komandi jólabjórdómaflóði fréttablaðanna.“

.
Svo er það alltaf spurningin um geymslu. Fyrir mína parta þá held ég að þessi komi best út ferskur svo eikin, þurrhumlunin og beiskjan njóti sín sem best. Það er þó aldrei að vita hvað gerist eftir ár, það er jú líf í karlinum og einhver þróttur en ég held þó að hann verði orðinn frekar mildur og mjúkur eftir árið. Um að gera að prófa samt enda hefst engin framþróun án tilrauna.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s