Founders Brewing eitt besta brugghús veraldar á Íslandi

FoundersBreakfastStoutFounders Brewing er frábært amerískt örbrugghús, eitt af gríðarlega mörgum slíkum í Bandaríkjunum en eins og menn vita er líklega hvergi annars staðar í heiminum eins mikil gróska í örbrugghúsum eða craft breweries eins og þau kallast á amerískunni.  Þetta eru brugghús sem einbeita sér af því að brugga vandaðan og spennandi bjór fyrir kröfuharða bjóráhugamenn í stað fjöldaframleiðslu á hlandkenndum vökva á borð við Miller, Budweiser og hvað þetta heitir allt saman. Þetta er harður heimur og ekki sjálfgefið að þessi brugghús geti fótað sig á mörkuðum þar sem samkeppnin er mikil. Það eru þó nokkur brugghús sem hafa náð að skara framúr og er dálítið merkilegt að spekúlera aðeins í því hvað veldur því.  Afhverju standa nokkur brugghús uppúr fjöldanum, hvað er það sem þau gera sem önnur ekki gera? Það er ekki gott að segja en leiða má líkum að því að það sé einhver blanda af hugviti í markaðsmálum og svo auðvitað gæði bjórsins sem ráða hvað mestu.  Hvað sem því líður þá er Founders er eitt af þessum brugghúsum sem hefur náð ákveðnum stalli í bjórheiminum og er bjór þeirra með þeim eftirsóttustu í heiminum, amk bjórheiminum í dag.

Saga brugghússins er ein af þessum fallegu ævintýrum sem enduðu vel.  Það voru tveir áhugasamir heimabruggarar sem ákváðu að segja störfum sínum lausum og snúa sér alfarið að bjórgerð fyrir almennan markað.  Þeir helltu sér út í svimandi há bankalán og stofnuðu svo brugghúsið árið 1997.  Þetta var í Grand Rapids í Michigan.  Í upphafi brugguðu þeir bara hefðbundinn bjór, ekki vondan en ekkert sem menn tóku sérstaklega eftir, þeir voru á barmi gjaldþrots þegar þeir félagar Mike Stevens og Dave Engbers ákváðu að venda kvæðum í kross og skapa bjór eins og þeir vildu í raun sjálfir sjá bjórinn.  Bjór með hortugheit, eitthvað sem var ekki fyrir fjöldan heldur meira fyrir alvöru bjórnörda.  Þetta gekk svona líka vel upp hjá þeim félögum.  Vinsældir bjórsins jukust ár frá ári og nú er brugghúsið metið meðal bestu brugghúsa veraldar.  Á stærsta brjórsamfélagi veraldar Ratebeer.com hefur brugghúsið verið í 2.sæti yfir heimsins bestu brugghús tvö ár í röð og er nú í 3. sæti.  Þeir eiga einnig nokkra bjóra á lista yfir 50 bestu bjóra veraldar og bjór þeirra hefur unnið margoft til verðlauna á hinum ýmsu bjórkeppnum.

En afhverju er ég að skrifa um þetta flotta brugghús hér?  Jú ástæðan er sú að nú getið þið Íslendingar góðir smakkað brot af þessu ævintýri hér á Íslandi.  Já Founders hefur hafið landnám hér á landi og unnið er að því að eitthvað af þessu detti inn í ÁTVR en annars er hægt að nálgast bjórinn t.d. á Skúla Craft BarMicrobar og Roadhouse og líkast til víðar.

Ég hef smakkað nokkra í gegnum tíðina, Double Trouble Doubel IPA sem er ofsalega flottur DIPA, svo var það Breakfast Stout sem ég smakkaði fyrir nokkrum árum í Svíðþjóð.  Flottur stout sem unnið hefur til verðlauna.  Hann fæst einmitt hér á landi núna (þegar þetta er ritað).  Ég sé að ég hef ekki enn skrifað dóminn inn hérna og þarf ég að bæta úr því (er líklega krotað á servíettur einhverstaðar í skúffu).

photo 1Annar sem kominn er til landsins er svo Dirty Bastard Scotch Ale sem varð á vegi mínum á Roadhaous um daginn á fáránlega flottu verði vil ég bæta við.  Virkilega skemmtilegur bjór sem ég mæli sterklega með. Svo laumaði lítil bjórfluga að mér, eða kannski barfluga frekar að Founders All Day Session IPA væri á leið í ÁTVR.   Þetta er algjörlega frábær IPA og stendur fullkomlega undir nafni.  Þetta er svona bjór sem maður getur drukkið allan daginn nonstop.  Reyndar kom það mér á óvart hve fljótt hann kláraðist úr glasi, stórhættulegur alveg en það er svo sem það sem session bjór á að gera, þ.e.a.s vera auðdrekkanlegur bjór við öll tækifæri. All Day er fallegur í glasi, tær og flottur með fallega froðu.  Í nefi dansa amerískir humlar líkast til Cascade og Amarillo eða eitthvað í þeim dúr, ekkert annað rugl.  Í munni er meðal fylling og notalegt gos.  Humlar eru mjög hreinir og þægilegir og eftirbragð gott og langt.  Virkilega „clean“ IPA, ekkert rugl sem truflar.  Nokkurn veginn svona held ég að amerískur IPA eigi að vera og held ég að allir sem kunna vel við stílinn eigi eftir að elska þennan, líka þeir sem alls ekki fíla IPA heheh.  Já virkilega notalegur IPA og ef úr verður að hann fáist í ÁTVR þá mun þessi ávalt fljóta með í innkaupaferðum mínum í framtíðinni.

Svo er fleira spennandi sem undirritaður á eftir að smakka (þegar þetta er ritað) en mun klárlega laga það á næstu vikum.  Centennal IPA 7.2%, Porter 6.5% og Backwoods Bastard 10.2% sem reyndar mun fá þann heiður hér á bæ að verða Þorláksmessubjór ársins.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s