Teresa frá Borg, girnileg á Oktoberfest

photo (3)Nú fer senn að líða Oktoberfest, hinni árlegu risabjórhátíð í Munchen þar sem íturvaxnar barmmiklar bjórþernur færa í þyrstann líðinn bjór í lítravís og blindfullir karlar í leðursmekkbuxum syngja og tralla eins og enginn væri morgundagurinn.  Bjórhátíð þessi hefur smitað út frá sér í gegnum tíðina og má nú finna litlar útgáfur af oktoberfest víða um veröld.  Hér á landi tíðkast að halda svona bjórveislur í fyrirtækjum, á krám og nú það nýjasta, í tjaldi á Háskólalóðinni í kringum mánaðarmótin september/oktober.  Stóru brugghúsin í Þýskalandi, í kringum Munchen brugga ár hvert sérstakan oktoberfestbjór sem drekka á á þessari gríðarlegu bjórhátíð. Hér á landi eru menn einnig farnir að fikta dálítið við að brugga bjór að þessu tilefni.  Sumir halda í hefðina og brugga bjórinn eftir þýskum hefðum, svo kallaðan Märzen bjór sem bruggaður var í mars og svo látinn gerjast í rólegheitunum yfir sumarmánuðina þannig að hann væri tilbúinn til drykkju í lok september þegar Oktoberfest geisar sem hæst.  Upphaflegi Märzen bjórinn var dökkur lagerbjór en í kringum 1870 náði önnur tegund vinsældum og tók við af gamla dökka bjórnum.  Sá bjór var sterkari bjór af gerðinni Vienna lager eða amber-rauður lager sem bruggaður var í mars líkt og hinn upphaflegi Märzen.  Í dag er dálítið mismunandi hvernig menn brugga þennan bjór, Kanarnir halda sig enn við hina rauðu eða amber bjóra á meðan Evrópa er meira í gylltu tæru bjórunum.
Það eru þó alls ekki einhver fastskrifuð lög um hvernig oktoberfestbjór á að vera, menn hafa jú alveg frjálsar hendur í þeim efnum en oftast má finna einhverja tengingu við hátíðina.  Árið 2011 kom Borg með sinn fyrsta oktoberfestbjór sem hét einfaldlega Október (5), ekki minn uppáhalds Borgarbjór samt en fín pæling engu að síður.  Í fyrra kom svo annar oktoberfestbjór frá þeim, sá hét Lúðvík í höfuðið á Lúðvík I. sem ríktí í Bæjaralandi í upphafi 19. aldar.  Bjórinn var af gerðinni doppelbock sem er sterkur þýskur bjórstíll.  Nafngiftin var bæði virðuleg og afar viðeigandi því þegar Lúðvík, þá krónprins af Bæjaralandi, giftist fyrstu konu sinni Theresu þann 12. október 1810 sló hann til gríðar mikillar veislu í Munchen svo þegnar hans gætu glaðst með honum. Þessi hátíð festist svo í sessi sem Oktoberfest æ síðan.  Í ár er komið að nýjum oktoberfestbjór frá Borg, sá er nr 20 í röðinni. Um að ræða dálítið óvenjulegan stíl, India Red Lager, stíll sem líklega er ekki formlega til en hefur þó verið bruggaður í hinni víðri veröld áður.  Segja má að stíllinn sé blanda af India Pale Ale og Red Lager eða Vienna Amber/Red.  Menn eru hér með tenginguna við vinsæla Märzen bjórinn (Amber/Red Lager) en hafa svo poppað hann dálítið upp með humlum, frábær hugmynd! Önnur tenging er svo nafnið en svo virðist sem þeir hjá Borg hafi ákveðið að jafna kynjahlutfallið dálítið í bjórfjölskyldu sinni og eru farnir að nefna bjórinn sinn kvenkyns nöfnum.  Fyrst var það Garún (19) sem reyndar er ekki enn kominn í sölu (fer ekki í sölu hérlendis) og svo þessi, Teresa.  Til eru nokkrar merkar Teresur í sögunni sem og Lúðvíkar ef út í það er farið. María Teresa t.d. sem fædd var í

teresa

Teresa var flott og efnileg eins og bjórinn frá Borg

Vín og ríkti yfir Austurríki, Króatíu, Ungverjalandi og Bæheimi og víðar á 18. öld og önnur Maria Theresa, Spánardrottning sem var að dandalast með Lúðvík 14. Frakklandskonungi um miðja 18. öld.  Hér væri auðvelt að rugla saman parinu frá Borg og þessum tveim.  Umrædd Teresa sem hét reyndar Therese Charlotte Luise, full langt fyrir bjórmiða, var hins vegar uppi dálítið seinna eða í upphafi 19. aldar og sem fyrr segir giftist hún Lúðvík 1. á fyrstu Oktoberfest sögunnar.  Gaman að þessu. Spurningin er svo hvað oktoberfestbjórinn frá Borg mun heita að ári? Að nóg er að taka því þau skötuhjú áttu ein 9 börn , Maximilian , Mathilde Caroline, Otto, Theodelinde, Luitpold, Adelgunde, Hildegard , Alexandra og Adalbert.
Nóg um heimssöguna, bloggið á vissulega að fjalla um bjórinn. Teresa er ofsalega flott í glasi, koparlituð með fallega þétta froðu.  Í nefi má finna ljúfa tóna og sæta sem líklega kemur frá humlunum frekar en maltinu, dulítið af ávöxtum og svo korn.  Virkilega ljúffengt.  Í munni er hann bragðmikill og skemmtilega flókinn miðað við lager.  Fylling er góð og nokkuð fín beiskja án þess þó að ná IPA hæðum.  Það er nokkur sæta á móti frá maltinu og svo einhver ávaxtakeimur og sítrus sem stafar líkast til af humlunum.  Kemur virkilega vel út.  Eftirbragð er virkilega hugljúft með mjúkum „floral“ humalkeim.   Virkilega flottur bjór frá Borg og klárlega besti oktoberbjórinn þeirra hingað til.  Hann hefur allt sem þarf, frábæra lykt, fína beiskju og svo sætan „frúttaðan“ undirtón.  Ef ég væri enn að gefa einkunnir í krúsum fengi þessi 4 krúsir sem lager.