Bitri Gaurinn – innsent heimabrugg!

Bitri Gaurinn - innsent heimabrugg!

Bitri Gaurinn ESB

Það er svo gaman að fá að reka tungu ofan í heimagerðan bjór frá ykkur þarna úti. Ég fæ alltaf annað slagið senda einn og einn til að smakka. Þó svo ég skrifi ekki um þá alla þá detta einn og einn dómur hér inn. Stílar eru margir og mismunandi. Það er mjög klassískt að brugga Pale Ale eða IPA heima við. Stout og Imperial Stout er einnig mjög vinsælir stílar. Sjálfur er ég orðinn mjög spenntur fyrir Imperial Stout því ég er mjög kresinn á þann stíl og er stöðugt
að leita af þeim fullkomna. Það er gaman að sjá þegar fólk fer aðrar leiðir,ESB eða Extra Special Bitter er eitthvað sem ég drekk ekki á hverjum degi. Í raun ekki stíll sem ég hef mikið lagt mér til munns. Er reyndar ekki mikið fyrir enskan bjór yfir höfuð. Var samt mjög spenntur fyrir þessum skemmtilega bjór sem kemur frá Ragga hjá EFLU, bjórinn kallar hann Bitri Gaurinn. ÉG veit ekki prósentuna en hann notar Pale Ale, Caramunich II og Cara Aroma malt. Humlarnir eru East Kent Goldings og Fuggles og svo enskt ölger.

Bjórinn er dálítið mikið kolsýrður, ekki beint gusher en honum liggur á að komast úr flöskunni. Mikil froða í glasi sem hverfur fljótt.Liturinn er brúnn og passar þannig við stílinn. Mattur og ósíaður sem er plús í mínum bókum.
Í nefi má finna dulitla sætu og sýrðan blæ. Malt er þarna einnig með og svo einhver ber. Örlítið járn sem hverfur þegar líður á. Í munni er um mildan bjór að ræða, töluvert kolsýrður sem truflar ekki en miðað við stíl mætti vera minna. Sætur á tungu, malt og dash af ávöxtum. Biturleika er stillt í hóf. Bjórinn er í nokkuð góðu jafnvægi þó svo að sætan nái ögn yfirhöndinni. Líklega mætti bjórinn vera beiskari miðað við stíl en fyrir mína parta er hann bara nokkuð flottur einmitt svona. Ljúft maltað eftirbragð hangir inni lengi lengi.

Já ég er mjög sáttur við þennan bjór. Bitri Gaurinn fær grænt ljós hjá mér og verður líklega til þess að ég held ég fari aftur að eiga meira við ESB og English Bitter. Takk fyrir mig!

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s