Dead Guy Ale á krana á Bjórsetrinu!

Dead Guy Ale

Dauði gaurinn frá Rogue

Þær fréttir voru að berast að Dead Guy Ale væri fáanlegur á krana á Bjórsetrinu á Hólum á næstunni.  Ekki komin dagsetning enn sem komið er.  Ég vona svo innilega að ekki sé um eitthvað gabb að ræða því bjór þessi er ofsalega skemmtilegur í flösku og unun af krana.  Það er orðið langt síðan ég smakkaði hann af krana, það var held ég fyrir 2-3 árum á Rattle N’ Hum í New York.   Um er að ræða amerískan bjór af gerðinni þýskur maibock sem er lager með nokkuð áberandi maltkarakter en einnig beiska humla.  Klassískt þá verður stíllinn aldrei almennilega bock og heldur ekki indian pale ale.  Kaninn á það hins vegar til að peppa hina klassísku stila dálítið upp.  Þessi er dálítið beiskur en nær ekki IPA hæðum.  Svo er dálítið hunang sem lífgar þetta upp allt saman.  Mjög skemmtilegt.  Vonum að þetta detti á krana í RVK einnig.

Sjá nánar hér

2 hugrenningar um “Dead Guy Ale á krana á Bjórsetrinu!

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s