Einstaka humalverkefnið – dagur 4

Cluster og Colombus

Þegar einstakir eru ekki stakir verða þeir enn meira einstakir!

Dagur 4, verkefnið heldur áfram, þegar hér er komið sögu sýnist mér kassinn vera rétt um hálfnaður.  Það var mikil spenna í loftinu þegar ég valdi næstu tvo til að takast á við og ekki laust við smá valkvíða.  Þar sem fáar ábendingar höfðu borist á þessum tímapunkti ákvað ég bara að grípa næstu tvo bjóra nánast af handahófi. Colombus og Cluster komu uppúr kassanum.  Kunnuleg nöfn en ég vissi þó ekkert við hverju var að búast.

Cluster er einhver blendingur sem á sér langa sögu.  Hann er amerískur og notaður bæði sem ylmhumall og til beiskju og bragðbætingar.  Alfasýrur í kringum 5-8% og með nokkuð hátt hlutfall myrcene olíu sem gerir hann dálítið blómlegan eða þannig er honum oft lýst.  Ég er þó ekki að finna þennan blómakeim, hann er mjög mildur í nösum með smá ávöxtum og svo má finna vínlegan keim sem ég held nú orðið að stafi af gerinu í bjórnum.  Í munni er mjög þægileg beiskja, hann er blíður í gómi, einhver kryddblær og jörð eða hnetukeimur.  Ekki þessir ávextir eða blóm sem ég hafði búist dálítið við.  Ágætur samt en ekkert sérstakur svo sem.

Colombus er enn einn ameríkaninn, hann gengur einnig undir nafninu Tomahawk.  Hann er töluvert beiskari með ein 14-16% alfasýruhlutfall.  Auk þess að gefa bjórnum hressandi beiskjuboost þá hefur hann einnig heilmikið að bjóða í nefi.  Hann er því klárlega sniðugur „dual“ humall.  Vinsæll í stærri amerísku ölin og allt sem heitir imperial.  Colombus er einn af þessum vá! humlum í þessari rannsókn, þeir hafa reyndar ekki verið margir, í raun bara Citra og kannski Warrior því þótt Simcoe hafi komið vel út þá vissi ég svo sem að þar var um magnaðan humal að ræða.  Colombus hef ég lítið stúderað og því var undrun mín mjög skemmtileg.  Hann kemur ofsalega vel út í nefi með haug af blómum, sætu og sítrus og er því alveg rakinn ylmhumall.  Í munni er hann mjög ljúfur einnig, töluverð beiskja, dálítið þurr á tungu með ögn sítrus og svo er einhver ofsalega flottur þéttleiki með og keimur sem gæti verið einhver viður eða jarðvegur.  Svakalega flottur.  Þetta endar svo allt saman með ljúfum kryddkeim í eftirbragði og ögn lakkrís? Virkilega flottur humall og nú kominn á listann yfir uppáhalds humalinn minn.  Bjórinn sem slíkur heldur alveg velli sem þrusu flottur IPA þrátt fyrir einn stakan humal.

Svo blandaði ég þessum tveim saman og út kom ofsalega flottur IPA, dálítið blandaður í nefi, krydd, sæta og blóm.  Þéttur og flókinn í munni með ljúfu löngu eftirbragði þar sem finna má eins og brenndan sykur með.

Já þetta er ofsalega skemmtilegt.  Sé eftir því að eiga svo ekki annan kassa af þessum bjórum eða það sem væri enn betra ef hægt væri að kaupa þá staka.  Ég myndi þá klárlega hafa gaman að því að reyna að búa til fullkominn IPa.  Óskablandan að svo stöddu væri Citra, Colombus og Warrior, uss hvað ég held að það kæmi vel út.  Ég skora á þá sem eru að fikta í single hop seriunni að taka þessa 3 saman.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s