Skúli Craft Bar

Það hefur kannski ekki farið framhjá fólki hér að nú á næstu dögum mun hér í miðbænum opna nýr bjórstaður sem kallaður er Skúli Craft Bar í höfuðið á Skúla Fógeta sem stendur fyrir utan gluggann.  Þ.e.a.s styttan auðvitað.  Um er að ræða krá þar sem bjórinn er í lykilhlutverki.  Skúli mun líklega opna í þessari viku og verður gaman að sjá hvernig fólk á eftir að taka honum en þar mun fólk komast í besta bjór sem völ er á hér á landi.

Það vita svo ekki allir að sá sem sér um allan bjórinn á staðnum og viðburði tengdum honum er sjálfur undirritaður.  Ég get því lofað góðum gæðum 🙂 Ég vil svo bara taka þetta fram hér svo það fari ekki á milli mála að ég er líklega dálítið hlutlægur þegar kemur að því að fjalla um bjórinn á Íslandi.   Nú geta menn tekið það með í reikninginn þegar þeir lesa eitthvað hér.

🙂

New York, saga af bjór!

img_2339

Tørst í Brooklyn, algjört möst að skoða

Ég hef einu sinni áður komið til New York og eftir það hef ég eiginlega verið í hálfgerðu fráhvarfi.  Ég einfaldlega elska þessa borg, það er bara eitthvað við hana, mannlífið, hamagangurinn, þarna er allt til sem manni vantar og svo er bjórsviðið ofsalega flott.  Það þekkja svo sem allir þessa borg enda hefur aldrei farið lítið fyrir henni á öldum ljósvakans. Hvað ætli maður hafi séð margar kvikmyndir þar sem sögusviðið er New York? Alveg síðan ég var þarna fyrir einhverjum árum síðan hef ég verið á leiðinni þangað aftur og nú hef ég loksins látið verða af því.
     New York er einfaldlega fyrir alla, tískufíklana, kaupóðu húsmæðurnar, matgæðingana, partyljónin og bjórspekúlantana.  Maður þarf bara að velja sitt „dóp“ og henda sér útí þetta.  New York er hins vegar gríðarlega stór borg og tíminn alltaf knappur, það er bara þannig maður er nefnilega alltaf með minni tíma en maður ætlaði sér.  Þegar ég skrifa þetta t.d. þá sit ég í flugvélinni á leiðinni heim pínu svekktur en jafnframt sáttur við það sem ég náði að krossa út af to-do listanum mínum. Auðvitað náðist ekki nema brot af því sem ég ætlaði að gera, ég náði t.d. ekki að skoða Frelsisstyttuna, Ground Zero, Empire State og fleira og fleira, hins vegar er ég talsvert sáttur við það sem ég náði að skoða í bjórumhverfinu.  Maður þarf að skipuleggja sig vel áður en maður fer í svona ferð og hér að neðan hef ég skrifað dulítið yfirlit yfir hvernig mín ferð spilaðist út þar sem fókusinn er vissulega hafður á bjórnum.  Með þessu móti er kannski hægt að auðvelda ykkur sem hyggið á ferðalag til borgarinnar að plana ferðina og komast yfir heimsins besta bjór.   Þetta er dálítið langt ég veit en menn geta bara hoppað í þá kafla sem vekja athygli þeirra.  Bláa letrið er svo kjarni málsins nokkurn veginn og sérlega bjórrelevant ef menn vilja bara hoppa beint í góða stöffið!  Reyni svo að hafa samantekt í lokinn með því helsta og svo er hér smá efnisyfirlit til að auðvelda róðurinn.
 .
.
  1. The Ginger Man…….elegant staður, 70 kranar með ýmsum klassíkerum en einnig gott amerískt öl.  Dálítið svona uppastaður finnst mér samt.
  2. Tørst………………………Einfaldlega magnaður staður, frábær bjór og enn betri matur.  Michelin waiting to happen.  Algjört möst visit.
  3. Rattl ‘N Hum…………..Líklega minn uppáhalds, afslappaður staður, frábær bjór, sjaldgæft stöff oft á tíðum, gott barsnarl, frábær burger og staðsetningin fullkomin.
  4. Whole Foods…………..skemmtileg verslun og oft mjög flottur bjór.  Risa stór bjórbúð við Bowery Culinary Center.
  5. The Jeffrey……………..Nýji gaurinn, virkilega skemmtilegur bar.  Frábær þjónusta, flott kaffi, dásamlegur bjór og fríkaðir kokteilar.  Hér fær maður að smakkprufur ef maður er óviss.

.

.

The Ginger Man á 36th rétt við 5th avenue

IMG_2383

Við lentum um kl 12:30 á JFK og ég var kominn á hótelið mitt líklega um kl 14:00, Pod 39 á 39th street milli Lexington og 3rd avenue.  Fyrir þá sem eru fljótir að reikna má sjá að 39 er alls ekki langt frá 36. stræti þar sem The Ginger Man liggur, en það var sko engin tilviljun.  Pod39 er snyrtilegt hótel en með ofsalega litlum herbergjum sem ég vissi svo sem fyrirfram.  Ef maður ætlar að eyða meira í ölið og minna í svefnaðstöðuna þá er þetta staðurinn en ég myndi líklega ekki bjóða frúnni uppá þessar aðstæður ef hún væri með í för. Hins vegar má benda á eitt en það er nefnilega dálítið flottur bar uppá þaki hótelsins á 17. hæð rooftop bar sem er ansi vinsæll um helgar.  Þarna er útsýni yfir borgina og mjög skemmtileg stemning.  Bjórinn þar er hins vegar arfa slakur enda er fókusinn meira á hanastélin þarna.
.     Ég var fljótur að henda af mér ferðadraslinu, skipta um föt og koma mér svo á næsta bar, The Ginger Man á 36th str og 5th ave enda löngu tímabært að væta kverkar í  almennilegum bjór.

     The Ginger Man var eins og mig minnti, hátt til lofts, vítt til veggja, opinn og stílhreinn og auðvitað með sína 70 krana á veggnum.  Bjórlistinn var flottur, mikið af klassíkerum en ekki mikið um sjaldgæfa „hard to find“ bjóra þó svo að þeir detti þarna inn oft og reglulega.  Ég vil hér nota tækifærið og benda á ómissandi vefsíðu ef maður vill létta sér lífið við að plana bjórferðina sína.  Það er nefnilega þannig að þessir vinsælustu bjórstaðir skipta mjög ört um bjór á krönunum, góður bjór klárast einfaldlega hratt, ekkert undarlegt við það.  Það er því algjörlega ómögulegt að vita hvað er í boði hverju sinni nema með síðum sem þessum. Á www.beermenus.com fær maður upplýsingar um úrvalið á helstu börum og veitingahúsum borgarinnar daglega og jafnvel oftar.  Það er því sniðugt að renna yfir úrvalið áður en maður fer á staðinn.  
     IMG_2297Planið hjá mér þennan dag var að hitta kollega mína Hauk Heiðar, Eyjó og frú þarna á Ginge Man og fara svo að eyða smá aur í B&H, það er bara svo miklu skemmtilegra að eyða peningum í góðum félagsskap.  Við vorum öll á mismunandi hótelum og því tilvalið að hittast á hlutlausum stað þar sem ekki er svo slæmt að bíða eftir hinum.  Ég var fyrstur á staðinn sem var í góðu lagi, bara meiri tími fyrir ölið.  Ég byrjaði á léttum karli Green Flash Citra Session 4.5% sem var frekar mildur og léttur.  Vantaði dálítið skrokk og beiskju en hugmyndin er svo sem session bjór sem hentaði vel í miklum hitanum í borginni.  Það bólaði ekkert á félögunum og því var ekkert annað en að panta sér nýjan bjór þegar þessi var kominn í kerfið, ekki sit ég þarna og prjóna meðan ég bíð.  Ég ákvað að láta vaða í húsbjórinn, eiginlega bara formsatriði því ég var ekki mjög spenntur þar sem um er að ræða belgískan pale ale í grunninn.  Ég er bara ekki á belgíska tímabilinu lengur. Bjórinn heitir The Ginger Man Ale bruggaður af Captain Lawrence sem er New York brugghús og því var ég í raun að fylgja mottoí mínu í leiðinni….alltaf að prófa amk einn localbjór.  Bjórinn er belgískur hveitibjór kryddaður með engifer (ginger nema hvað). Jújú, bjórinn er fínn en ekki eins og ég bjóst við, hann er pínu þurr og svo kemur þessi undarlegi mikli engiferkeimur inn sem truflaði mig dálítið.  Mæli ekki sérstaklega með þessu öli.
     Þegar þessi ósköp voru svo hálfnuð dúkkuðu félagarnir upp og auðvitað fær maður sér öl með þeim, bjór er jú „social“ drykkur ekki satt og maður vill vera kurteis enda allir vel þyrstir þarna í hitanum.  Ég ákvað að fara í Tröegs Simcoe Dry Hopped Hop Knife India Pale ale kegconditioned, pfúff, langt nafn!  Ég þekki ekkert þetta brugghús og hef ekki haft fyrir því enn að fletta því upp. Bjórinn var ágætur, humlaður í nefi og simcoe í aðalhlutverki.  Í munni er hann frekar mildur, bjóst við meiru, hann er vel humlaður en það vantar eitthvað, líklega boddy?  Svo er mikil karamella.  Jújú, allt í lagi IPA en mér finnst þetta meira í svona enska geiranum, heldur flatur fyrir minn smekk.
Er þó sáttur enda ekki annað hægt í þessu umhverfi…fucking New York baby!  Haukur félagi minn var mjög svangur og pantaði hann sér einhverja sinneps grillsamloku sem var víst „awesome“ svo ég noti hans orð.  En eftir þrjá bjóra og eina awesome grillsamloku var mál til komið að eyða krónum í B&H, það er nefnilega mun einfaldara og skemmtilegra þegar maður er aðeins tipsí.
.

„The Ginger Man er opinn, stílhreinn og elegant bjórpöbb. Flott staðsetning, örstutt frá 5th og 5 mín frá Empire State.  70 kranar með fullt af klassíkerum og svo stundum perlur inn á milli.  Maturinn einfaldur en virkilega ljúfur og þjónustan ágæt en þó dálítið uppáþrengjandi á köflum.  Vefsíðan Beer Menus er algjört möst að skoða. Forðast The Ginger Man Ale húsbjórinn!“
.

Tørst í Brooklyn, hápunktur ferðarinnar?

.
Alveg síðan staðurinn opnaði í mars 2013 eða jafnvel fyrr hef ég verið á leiðinni að prófa.  Snillingurinn á bak við Tørst er enginn annar en Jeppe J. Bjergsø (Evil Twin Brewery) tvíburabróðir Mikkels Borg Bjergsø sem menn þekkja einfaldlega sem Mikkeller, einn flottasti og virkasti (það má líka skipta út k fyrir t) bjórsmiður veraldar.  Gæði staðarins eru því nokkuð tryggð og ekki skrítið að staðurinn hafi verið valinn 15. besti bjórstaður veraldar á Ratebeer í fyrra og á topp 10 lista yfir bestu nýju pöbbum New York borgar þetta árið skv Time Out Magasine.  Ég var löngu búinn að ákveða að fara á staðinn sem fyrst, hitt kom mér svo skemmtilega á óvart, að ég gæti platað allt crewið með mér fyrsta kvöldið.
IMG_2846
Já við kláruðum tækjakaup í B&H á nokkrum klst og skiluðum varningi af okkur á hótel og svo var stefnan tekin á Tørst . Reyndar vissum við ekki mikið útí hvað við vorum að fara, það vill nefnilega loða við þessa bruggpaura að þeir virðast telja það flott og sniðugt að hafa ekkert of mikið af upplýsingum á vefsíðum sínum og stundum er jafnvel ógerningur að átta sig á hvað er að gerast. T.d. er „skemmtilegt“ að smella á about linkinn á Tørst síðunni, það kemur ekkert nema nafn og heimilisfang. Líklega á þetta fyrirkomulag að undirstrika hvað þetta eru hipp og kúl gaurar eða eitthvað þess háttar? Þetta er sérlega áberandi vandamál hjá Mikkeller enda er ég löngu hættur að fara inn á síðuna þeirra til að leita upplýsinga um nýjan bjór eða spennandi verkefni sem þeir taka sér fyrir hendur.  Hafið þið svo prófað að lesa utan á Brewdog flöskurnar, maður er litlu nær um innihald bjórsins. Tørst síðan er skárri en það vantar alveg bjórlista eða hugmyndir af því hvað þeir eru með á krana maður verður að treysta á aðrar síður á borð við beermenus.com.  Matseðill og verð er einnig dálítið hulið.  Ég komst þó að því að til að borða eftir kl 18:00 þá verður maður að panta borð á „Luksus“ sem er sér afkimi inn af sjálfum barnum.  Það kom þó ekkert fram hvað þetta kostaði eða hvað væri í boði en nafnið gefur þó einhverja vísbendingu.  Frekar pirrandi en hvað um það, maður vissi svo sem að bjórinn væri góður enda hver bjór framreiddur við rétt hitastig fyrir viðkomandi stíl og maturinn getur varla klikkað með Daniel Burns frá Noma (einum heitasta resturant veraldar) bak við eldavélarnar.
    Við komum þarna inn um kl 20:00 og á móti okkur tók þjónn sem tók niður nafn og hvarf svo baksíðis um stundarkorn.  Svo kom hann aftur brosandi hringinn og vísaði okkur í gegnum barinn og inn í annað herbergi bak við luktar dyr.  Barinn sjálfur er mjög plein og hrár.  Viðarbar, borð og stólar, einfaldar innréttingar en allt mjög stílhreint.  Kranarnir koma beint úr veggnum, allir eins og svo er spegill fyrir ofan þá með bjórlista og loks hanga dýrðleg Törst glösin yfir barnum, blá, fjólublá og appelísnugul.  Mikið sjónarspil fyrir lítinn bjórnörd.  Luksus var svipaður nema í stað bars var opið inn í lítið eldhús þar sem kokkar og þjónar voru á þönum.  Okkur var svo boðið að setjast og svo virðist bara hafa verið í boði 5 rétta máltíð, ekkert var farið í það hvað væri í boði en matseðilinn fengum við í lokin þegar við höfðum borgað.  Hins vegar gátum við valið um bjórpörun, 5 bjórar, einn með hverjum rétti eða bara free play hvað varðar drykki.  Við völdum jú auðvitað öll bjórpörunina enda alltaf gaman að sjá hvað menn mæla með sem pörun við matinn sinn og svo var jú sú staðreynd að við höfðum ekki hugmynd um hvað við værum að fara að borða og því skot í myrkri að fara velja sér bjór.
.
    Það er í stuttu máli hægt að segja að maturinn var algjörlega frábær og mikið ævintýri fyrir bragðlaukana.  Kokkarnir buðu einfaldlega öllum skilningarvitum okkar í eins konar rússibana.  Þarna komumst við einfaldlega í snertingu við eitthvað frá öðrum höttum í matargerð.  Þvílík snilld.  Hvert „session“ af þessum 5 samanstóð af nokkrum litlum réttum og svo einn bjór með.  Ég ætla ekki að reyna að lýsa matnum hér enda ómögulegt og eiginlega óvirðing við kokkana að reyna það.  Bjórinn var hins vegarimg_2317 ágætur en ég sé það núna að ég hefði átt að kanna hvaða bjór væri á þessum lista því tveir voru af belgískum toga og einn þýskur schwartsbier sem ég er ekkert ofsalega hrifinn af.  Þetta dansaði samt allt mjög vel saman og allir mjög sáttir.  Eftir matinn skellti ég mér svo á einn Evil Twin Femme Fatale Brett IPA (6%), alveg hreint ljómandi bjór og líklega sá besti þetta kvöld, léttur með belgísku yfirbragi, funky og flottur með beiskum humlum.  Ofsalega ljúfur.  Ég hafði reyndar einnig mjög gaman af fyrsta bjórnum, berliner weisse sem heitir Evil Twin Nomader Weisse, súr og ferskur. Já alveg frábært kvöld með frábæru fólki og mæli ég fyllilega með þessum stað, algjört möst fyrir bjórágugamanninn en menn verða að vera tilbúnir í útgjöld…litlar 20.000 kr ísl á mann takk fyrir en veeeel þess virði.  Auðvitað geta menn sleppt Luksus og farið bara á barinn fyrir mun minni pening.
.

„Tørst, Brooklyn er alveg magnaður staður og ætti klárlega að vera ofarlega ef ekki efst á to-do listanum.  Einfaldar innréttingar, lítill og notalegur.  Frábær bjór á krana serveraður við sitt rétta hitastig, mikið frá Evil Twin en einnig perlur víða af úr heiminum.  Maturinn á Luksus sem er sér matsalur inn af barnum er vægast sagt magnaður en kostar sitt.  Ég spái því að Tørst verði kominn með Michelin stjörnu áður en langt um líður.  Besti bjór kvöldsins Evil Twin Femme Fatale Brett IPA.“

 .

Rattl N’ Hum á 33th street við 5th avenue.

.

IMG_2886Það var dálítil þynnka sem truflaði mig næsta dag en ég losnaði þó fljótt við hana eftir  gott kaffi og með því á næsta Starbucks, hitinn og uppgufunin hjálpaði líka til. Ráðstefnan (Internal Medicine for Primary Care) hófst ekki fyrr en kl 14 þennan daginn og því nægur tími til að vakna og versla dálítið.  Það fór lítið fyrir bjórnum þennan dag en það var ekki fyrr en eftir fyrirlestra dagsins kl 18:00 að ég gat farið að spá í bjórnum, eiginlega óþarflega seint fyrir bjóráhugamenn. Við Haukur félagi minn (ekki þó Haukur Heiðar Leifsson sem menn kannast kannski við úr bjórheiminum) ákv að byrja á The Ginger Man sem var í alfaraleið okkar félaga.  Það endaði reyndar með því að mér var meinaður aðgangur þar sem ég var ekki með skilríki á mér.  Já það var nefnilega föstudagur og í New York eru menn grjótharðir á þessu, um helgar fer enginn inn á pöbbana nema með skilríki.  Ég varð því að skjótast heim á hótel takk fyrir að ná í slíkt.  Skilaboðin þessi, verið með skilríki um helgar og ekkert múður.  Leiðir okkar skildu því þarna og var ákv að hittast aftur á staðnum eftir skamma stund.  Nú höfðu bjórvitringar heima á klakanum fengið veður af því að ég væri þarna á ferðinni og þeir Haukur Heiðar og Gunnar Óli bentu mér að smakka m.a. Ballast Point Sculpin Habanero IPA sem var fáanlegur á krana á The Ginger Man skv Beer Menus.  Það var mikið crowd á Ginger Man þetta kvöld og ekki hægt að fá sæti.  Ég pantaði mér þó samt þennan Habanero á meðan ég beið eftir Hauksanum.  Ég hef áður smakkað grunnbjórinn þeirra, Sculpin IPA sem er svakalega flottur og því taldi ég mig nokkuð öruggan.  Það er í fínu lagi að krydda bjór aðeins með chili eða einhverju öðru en fyrr má nú  aldeilis vel vera þessi var svakalegur, þetta var allt allt of mikið.  Svo mikið reyndar að ég náði ekki nema í hálfan bjór og þá gat ég ekki meir, tárin streymdu og nefholið hreinsaðist vel út.  Ég get með nokkuð miklu öryggi mælt með því að menn forðist þennan bjór, gaman að smakka en ekki eyða pening í heilan bjór.  Gunnar Óli, þú varst ekki að missa af neinu!
.     Ekkert bólaði á Hauksanum og því kominn tími á næsta bjór, eitthvað til að eyða þessu óbragði eftir Habanero.  Mig langaði eiginlega ekki að standa þarna mikið lengur og því renndi ég yfir bjórlistann á Rattl N Hum á Beer Menus og viti menn, Ballast Point Grapefruit Sculpin IPA á krana.  Ég ákvað að gefa Ballast Point annað tækifæri og snaraði mér yfir á Rattle N Hum enda bara nokkurra mín rölt frá Ginger Man niður á 33th street.
.     Rattle N Hum er allt öðruvísi bar, þarna er maður kominn meira í svona ekta pöbba stemningu, dálítið myrkur og margir afkimar.  Stór skjár á veggnum með íþróttaviðburðum en þó er þetta ekki þessi hefðbundni „sportsbar“, langt í frá.  Það eru fánar, skilti og logo helstu brugghúsa heims um alla veggi og svo borð á víð og dreif úr tré með eikartunnum sem fætur.  Stór tafla er svo á veggnum við barinn þar sem bjórlistinn er ritaður með krít.  Taflan er uppfærð um leið og bjór klárast og nýr kemur undir.  Hér finnst mér eins og meira sé um sjaldgæfari bjóra en á The Ginger Man og því eins gott að hafa auga með bjórlistanum. Það var fullt af fólki þarna en ég fékk samt sæti.  Ég pantaði Ballast Point Grapefruit Sculpin og renndi svo yfir matseðilinn enda orðinn dálítið svangur þarna kl að verða 21:00.  Bjórinn var alveg stórmagnaður, humlaður og flottur, ferskur mjög og fengu humlar því að njóta sín vel.  Svo er þessi sítrus ávaxtakeimur og pínu beiskja frá grape ávextinum.  Ofsalega flottur bjór sem kom Ballast Point aftur í mjúkinn hjá mér þetta kvöld.  Ég fékk mér tvo því sá fyrsti hvarf svo fljótt ofan í mig.  Loksins kom svo Haukurinn og við gátum farið að byrja.  Matseðillinn leit mjög vel út, alls konar kræsingar, bæði barsnarl og svo stærri flóknari réttir.  Við Haukur fengum okkur burger sem stóðst væntingar og vel það.  Alltaf gaman að vera spurður um hvernig kjötið á að vera eldað þegar maður pantar burger hehehe.
.     Svo kom að næsta bjór sem reyndar endaði sem besti bjór ferðarinnar að mínu mati hvorki meira né minna en ég fékk mér hann samtals þrisvar í þessari ferð, Lagunitas Sucks 7,85% american strong ale hvað svo sem það er.  Bjórinn á sér skemmtilega sögu en hann varð eiginlega til fyrir slysni líkt og penicillinið forðum.  Jább, það var fyrir einhverjum árum að þá klikkaði eitthvað hjá Lagunitas við gerð jólabjórsins Lagunitast Brown shugga’ Ale sem er dálítið flóknari í framleiðslu en þeirra venjulegi bjór. Þeir náðu því ekki að koma bjórnum á markað fyrir hátíðarnar og til að reyna bæta fyrir það gerðu þeir þennan bjór þar sem þeir hrauna yfir lélega frammistöðu sína á umbúðunum, nafn bjórsins ber þess einnig merki, Lagunitas Sucks!  Bjórinn sló hins vegar í gegn og var fyrstu árin aðeins fáanlegur um hátíðarnar en nú sökum mikils þrýstings frá neytendum er hann fáanlegur allt árið um kring…sem betur fer.  Bjórinn er hreint út sagt frábær en hann nær einhvern veginn þessu fullkomna jafnvægi, hann er vel beiskur og humlaður eins og flottur IPA en svo með þennan flotta skrokk og alveg fullkomlega hæfilega sætu.  Ég held að þessi sé reyndar kominn á topp 10 listann yfir besta bjór sem ég hef smakkað.  Þennan bjór væri gaman að reyna apa eftir í brugghúsinu mínu einhvern daginn…sjáum hvað setur næstu vikur 🙂
IMG_2368
Rattle N Hum fær mín bestu meðmæli og ef ég mætti bara heimsækja þrjár krár í NYC þá væri þessi einn af þeim.   Ég kom þarna samtals þrisvar á þessum 4 dögum mínum og fékk alltaf góða þjónustu, bjór og mat.  Það er bara svo fullkomið að líta þarna við í 32 stiga hita og raka með stútfulla H&M poka og tilla sér niður aðeins og fá sér einn eða tvo ískalda.  Það gerði ég amk og þá er það auðvitað eitthvað ferskt og létt sem er málið.  Þannig smakkaði ég t.d. Allagash Saison, ofsalega flottur saison sem hefur allt sem til þarf, mildur, ferskur, létt humlaður, kryddaður með örlitlum súrum keim og svo var það Dogfish Head Festina Peche sem er af gerðinni Berliner weisse og gerjaður með ferskjum.Tveir bjórar sem ég get vel mælt með við svona tækifæri þó svo að Dogfish sé ekki að fá svakalega dóma á Ratebeer þá er hann nokkuð ljúfur. Það er svo aldrei of oft kveðin vísa, ekki endilega fara eftir því sem Ratebeer segir, manni hættir dálítið til þess að reyna bara við þá bjóra sem eru hátt reitaðir en það eru fullt af gullmolum þarna úti, maður verður bara að finna þá.
.

„Rattl ‘N Hum er einn af þeim flottustu í New York.  Frábær staðsetning, eiginlega við rætur Empire State byggingarinnar.  Notaleg pöbbastemning, bjórfrótt starfsfólk, frábær matur og ofsalega flottur bjórlisti sem stöðugt er uppfærður.  Mikið af sjaldgæfu stöffi á krana einnig.  Þessi staður verður að vera á listanum, svo einfalt er það bara.  Muna skilríki um helgar annars kemst maður ekki inn á neinn pöbb. Bjór ferðarinnar: Lagunitast Sucks American Strong Ale, þvílík fullkomnun.  Passa sig á Ballast Point Habanero IPA, allt of mikill bruni.“

.

Whole Foods bjórinn – gríðarlegt úrval

Það var liðið dálítið á ferðina og tími til kominn að færa bjór í bú fyrir heimferðina.  Það eru margar bjórbúðir í borginni og líklega best að fletta þeim bara upp á Beer Menus eða Ratebeer.com og lesa sér til um þá.  Mínar áætlanir snérust hins vegar meira um það að sameina tvær flugur í sama hattinn og fara í mína uppáhalds matvöruverslun í Bandaríkjunum, Whole Foods.  Ég einfaldlega elska þessa keðju,  hún þykir reyndar örlítið dýr en þegar maður hefur komið í eina svona búð veit maður afhverju og manni er eiginlega bara alveg sama um verðið.  Það er allt dásamlegt þarna, þeim tekst meira að segja að gera grænmetið girnilegt , brakandi ferskt og dásamlegt.   Tómatar, epli, mango og ávextir sem maður hefur aldrei heyrt talað um eða dreymt um, allt raðað upp í fullkomna píramida sem maður þorir varla að hrófla við.  Það er hins vegar í lagi því þegar maður tekur einn ávöxt úr þá er strax búið að fylla í skarðið með öðrum svo þetta líti allt vel út.  Við svona heimsókn verður maður óþægilega var við hve svakalega við Íslendingar erum að láta Bónus, Hagkaup og hvað þetta heitir allt saman taka okkur í þurrt vesenið.   Ég ætla svo ekki að byrja að tala um kjötborðið, það tæki bara of mikið pláss hér og svo er það auðvitað bjórinn.  Já allar Whole Foods búðirnar hafa sæmilegt úrval bjórs í hæsta gæðaflokki og svo er nefnilega ein og ein búð sem ber af.  Ein slík bjórparadís er einmitt að finna á Lower Manhattan, Whole Foods Bowery Culinary Center með um 1000 tegundir af bjór frá öllum heimsins afkimum, meira að segja okkar íslenski (sem má deila um) Einstök, því miður.  Já ég skammast mín nefnilega dálítið fyrir að láta bendla þjóð mína við þennan bjór, það er bara svo margt miklu betra og flottara sem við framleiðum en svona er þetta nú bara.  Það er svo einnig hægt að fá þarna „to go“ bjór í growlers og bjórsmakk við barinn.

IMG_2387Whole Foods var  sem sagt áfangastaður minn þennan daginn og strax eftir ráðstefnulok kl 12:00 hóf ég langt rölt niður 5th ave í átt að markmiði mínu.  Félagi minn var með í för en hann var eitthvað lasinn eftir kvöldið áður, líklega fengið ódýran bjór?  Við hefðum vissulega getað tekið neðanjarðarlestina en þetta var fallegur dagur og félagi minn þurfti á súrefninu að halda.  Þetta er líka fínt rölt og alls ekki leiðinlegt, er eitthvað leiðinlegt í NYC?  Ef maður fer þessa leið kemur maður t.d.að hinu víðsfræga Flatiron húsi við Madison Square.  Þetta er skemmtilegt hús sem maður þekkir frá fjölda ljósmynda af borginni.  Þarna er sniðugt að segja skilið við 5th ave og taka strikið niður Broadway.  Næst kemur maður svo að Union Square og er þá tilvalið að fá sér snarl á Bluewater Grill ef svo ber undir og ef veður er gott því ekki að setjast út á veröndina og horfa á mannhafið líða hjá.  Ég mæli með sushi-inu þar, alveg magnað og auðvitað ferskann IPA með.  Eftir smá púst og bjórun þarna héldum við félagar áfram dágóðan spöl, það má auðvitað taka subway í staðinn ef maður er að flýta sér.  Loks komum við að Whole Foods og þvílíkt úrval af bjór, gríðarlegt úrval af amerískum bjór og svo auðvitað annað stöff með.  Þarna skildu leiðir okkar því það eru fáir félagar mínir sem hafa sömu þolinmæði og ég í svona bjórbúðum.  Líklega einum og hálfum tíma síðar rölti ég af stað með mörg kg af bjór frá 1.st street og alveg upp á 39th á hótelið mitt.  Allt of langt ég veit, næst myndi ég líklega taka lestina, hins vegar græddi ég gríðalega góðan bjór á leiðinni, líklega 3. besta bjór ferðarinnar takk fyrir.  Já ég hafði merkt inn á bjórkortið mitt  Coopers Craft & Kitchen á 2nd avenue eiginlega bara af því að þegar ég skoðaði Beer Menus rétt fyrir brottför voru þeir með Dogfish Head 120 minute IPA á krana sem er einn af mínum uppáhalds.  Þeir áttu hann því miður ekki til sem er kannski gott því ég held að þetta hefði annars farið illa.  Í staðinn fékk ég mér Lagunitas Little Sumpin Extra, 8.5% DIPA og lofið mér bara að segja ykkur þetta er einfaldlega æðislegur bjór.  Fullkomið bensín á tankinn, humlaður, þéttur, ferskur, frúttaður og dásamlegur enda ekki við öðru að búast frá þessu fáránlega flotta brugghúsi, ég hef ekkert smakkað nema gott frá þeim.  Ef ég hefði ekki þurft að mæta á „Stand Up“ show á Broadway síðar um kvöldið (luxusvandamál ég veit) hefði ég líklega ílengst þarna langt fram á kvöld.   Pöbbinn var ágætur en ég skoðaði hann svo sem ekkert frekar.  Það var ekkert spes við hann, sæmilegt bjórúrval en ekkert í líkingu við hina staðina sem ég skoðaði í þessari ferð.  Mæli því ekkert sérstaklega með honum nema jú maður fari þarna í Whole Foods auðvitað.  Svo má benda á annan stað þarna rétt hjá, Jimmys sem ég heimsótti reyndar fyrir nokkrum árum.  Ég var ekkert ofsalega hrifinn þá en það var mjög gott úrval af bjór þar á þeim tíma.  Haukur Heiðar Leifsson, bjórperri er held ég nokkuð sáttur við Jimmys, það er þó eitthvað.

En áfram með smjörið, ég hélt áfram en gafst upp þegar ég var kominn á 23. stræti. Ég var eiginlega kominn of langt fyrir subway, það tók því bara ekki en ég var líka kominn of langt til að geta haldið áfram.  Alveg búinn á því.  Ég var alveg að því kominn að lippast niður og safnast til feðra minna þegar ég rak augun í Taproom 307 sem ég hafði aðeins lesið um á netinu.  Ég skreið því þangað inn og nældi mér í einn Greenflash Westcoast IPA af krana sem kom mér í rétta gírinn aftur, það er bara eitthvað við það að drekka amerískan west coast IPA á the east coast í Ameríku 🙂  Nóg um það, að var ekkert meira í bjórfregnum þennan daginn, ja nema jú að ég ákvað að laumast í Dogfish Head 120 minute IPA sem ég hafði verslað í Whole Foods rétt fyrir brottför á Stand up showið þar sem ég vissi að bjórinn þar væri algjörlega hræðilegur.

Svo er það ein ábending í lokin ef maður kaupir bjórglös, t.d. eins og á Tørst, maður getur tekið þau með í handfarangri svo lengi sem þau eru tóm.  Já þannig er auðveldlega hægt að komast hjá því að þau brotna.  Flöskubjórinn fer auðvitað í töskurnar og muna að pakka þeim bara vel inn.  Ekki vitlaust að vefja eldhúsfilmu t.d. utan um korktappa svo þeir skjótist nú ekki af.  Nánar um hvernig best er að færa björg í bú má lesa hér.

.

The Jeffrey, einn af topp þrem

.

img_2425

Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur og gríðarlega heitur.  Ég var eiginlega kominn í tímaþröng með H&M innkaupin, já ég fékk nefnilega með mér lista frá frúnni.  Það var gríðarlega heitt þennan dag, 32-4 stig og mikill raki.  Ég ætla að nota hér tækifærið og ráðleggja fólki að hafa með sér stuttbuxur og sandala ef ferðast er um sumar, ég var ekki með neitt slíkt og þurfti því að stóla á ölið til kælingar, maður veit jú aldrei hvað getur leynst í vatninu.
.     Planið var að klára skylduinnkaupin og reyna svo að túristast dálítið en það sem var mikilvægast, að skoða The Jeffrey sem er einn af þessum nýju flottu í New York borg og fær mjög góða dóma.  Þessi staður sérhæfir sig í gourmet kaffidrykkjum af öllum gerðum og stærðum á daginn og svo sérbjór og geðveikum sci-fi hanastélum á kvöldin.  Vissulega er hægt að fá bjór yfir daginn og kaffi á kvöldin en hitt kemur bara betur út á prenti ekki satt?  Bjórlistinn er nokkuð stór og úrvalið svalt, mikið af sjaldgæfu stöffi.  Ég fann strax á mér þegar ég las um staðinn að við ættum eftir að eiga vel saman, ég meina The JefFREY segir sig bara sjálft.  Staðsetningin er fín ef maður er að þvælast í kringum Central Park, Apple Store og þar um kring því þeir liggja á East 60th Street sem reyndar er dálítill spotti að rölta.
.     Þetta er snotur lítill staður sem er dálítið sérkennilega upp settur, það eru nefnilega tvær inngönguleiðir og er eins og um tvo staði sé að ræða, einn kaffibar og einn bjórbar sem báðir eru frekar þröngir.  Staðirnir enda svo í sameiginlegum litlum sal innst þar sem finna má borð og stóla og svo er hægt að setjast þaðan út í „beergarden“ ef vel viðrar.  Talandi um veður, það var búið að spá þrumuveðri þennan dag.  Hitinn var gríðarlegur og öll föt nánast gegnsósa af svita.  Skömmu eftir að ég kom á Jeffrey fór aIMG_2884ð rigna og ég er að tala um alvöru rigningu sko. Það er allt stórt í Bandaríkjunum og þessi regnskúr var engin undantekning með meðfylgjandi þrumum og eldglæringum.  Ég ætlaði fyrst bara að fá mér einn öl eða tvo og drífa mig svo að túristast eitthvað með Hauksanum en þar sem ég var strand þarna vegna veðurs urðu bjórarnir aðeins fleiri.  Ég get alveg sagt ykkur að það eru margir staðir verri að vera veðurtepptur á.  Það var hugguleg stemning á staðnum og bjórlistinn ofsalega flottur.  Barþjónninn var vinalegur og bjórfróður og mjög viljugur að fræða mig um ölið, svo fékk maður líka smakkprufur ef maður vildi sem mér finnst alltaf grand. Ég man eiginlega ekki eftir fyrsta bjórnum en bjór númer tvö var rosalegur, við erum að tala um annan besta bjór ferðarinnar, Stone Collective Distortion 9.3% DIPA.  Við erum að tala um fáránlega góðan bjór, veeeel humlaður enda hlaðinn Nugget, Comet og Calypso humlum ástamt nýjum áströlskum Vic’ Secret humlum sem ég kann lítil deili á.  Gríðarlega þróttmikill en í senn ferskur.  Vic’ Secret humlarnir koma vel út, hef aldrei smakkað þá fyrr.  Ég var hættulega fljótur með þetta monster og ákv að fara í einn kaffibolla svona til að friða samviskuna.  Maður verður jú að smakka kaffið þarna sem þeir monta sig svo mikið af. Ég veit ekki en mér fannst kaffið ekkert sérstakt, það var mjög gott en bara ekki sérstakt.  Líklega ekki gott að ýta kaffibolla á eftir DIPA?  Nú var ég orðinn svangur og enn rigndi hundum og köttum fyrir utan.  Matseðillinn leit ofsalega vel út og ákv ég að prófa osta og kjötbakkann þeirra, maður velur sjálfur ostana á bakkann og kjötið.  Svo verður maður jú að hafa bjór með og hvað er þá betra en belgískt öl með ostunum?  Júbb það er rétt nema hvað að ég er bara ekki að tengja nægilega vel við belgíska bjórinn þessa dagana.  Ég fór því milliveginn eftir að hafa fengið smakkprufu auðvitað og fór í belgískan IPA, De Ranke XX Bitter.  Gott stöff en eftir Stone virðist allt blikna í samanburði.  Osta og kjötbakkinn var svakalegur.   Já The Jeffrey er klárlega staður sem verður heimsóttur í næstu ferð, maður á svo eftir að prófa þessa margumtöluðu kokteila þeirra einnig. Það er tilvalið að drösla frúnni með og raða í hana kokteilum á meðan bjórinn er teygaður með góðri samvisku.

„The Jeffrey er einn af þessum nýju bjórstöðum í New York borg þegar þetta er ritað.  Þröngur og undarlegur bar sem er skipt í kaffibar og bjórbar.  Þeir gera stórgott gourmet kaffi, eru með mjög flottan bjórlista, sjaldgæft stöff og gott.  Svo segir sagan að þeir geri furðulegustu og bestu hanastélin í bænum.  Þjónustan er virkilega góð og ekki sparað í mann smakkprufurnar.  Maturinn er stórgóður.  Allt í allt virkilega ljúfur staður og ef ég mætti bara skoða 3 staði í NYC þá væri þessi á þeim lista. Bjór kvöldsins og jafnframt 2. besti bjór ferðarinnar: Stone Collective Distortion 9.3% DIPA

.

Samantekt
.

New York er frábær borg, dásamleg jafnvel.  Það er bara eitthvað við hana, get ekki lýst því, að miklu leiti er það þó líklega bjórinn sem heillar mig.  Kannski er það vegna þess að frá New York á ég minningar um nokkra af bestu bjórum sem ég hef bragðað á.  Ef maður er aðeins undirbúinn þá getur ferð til New York einfaldlega orðið ógleymanleg bjórupplifun. Nokkur tipps, verið búin að merkja inn þá staði sem þið viljið skoða áður en lagt er í hann.  Myndið ykkur skoðun um það t.d. hér að ofan eða á Ratebeer.com eða farið eftir bjórlistunum á Beer Menus.

Ef ég ætti að plana bjórferð fyrir einhvern félaga minn með nokkrum línum þá kæmi það einhvern veginn svona út:  Reyndu að finna hótel miðsvæðis, ég veit ekki mér finnst eini staðurinn sem kemur til greina fyrir mig að vera nálægt Rattle ‘N Hum og The Ginger Man en þeir eru staðsettir mjög nálægt Empire State sem menn vilja jú skoða.  Tilvalið að geta bjórað sig bæði fyrir og eftir útsýnisferð á Empire State. Staðirnir liggja einnig nánast á 5th avenue og á 33th street eru margar af þessum stóru sem frúin fer pottþétt í, H&M og þetta allt saman.  Þá er nú gott að geta bara tillt sér á frábæran pöbb á meðan ekki satt? Notaðu tækifærið og prófaðu eitthvað sjaldgæft og amerískt.  Skoðaðu t.d. Ratebeer í því ljósi.  Ekki fá þér gamla góða Duvelinn eða Leffe, þú getur farið til Belgíu til þess.  Ef þú ert með óskalista, fylgstu þá vel með Beer Menus og sjáðu hvort draumurinn rætist ekki.  Ég mæli vel með matnum á Rattl ‘N Hum, frábær og þægilegur.  Þegar þú ert búinn að smakka slatta af bjór eftir nokkra daga verður þú líklega kominn á bragðið.  Prófaðu þá að fara í Whole Foods á Bowery og finna eitthvað af því til að drösla með heim svo þú getir örugglega tekið þátt í pissukeppninni á Facebook.  Auðvitað eru fleiri bjórbúðir í bænum, flettu þeim upp á Beer Menus, Whole Foods er bara svo dásamlegur sælureitur.

Menn vilja svo auðvitað skoða sig um eitthvað í Central Park ekki satt?  Það er um að gera að plana þá ferð vel þannig að maður endi við suðurendann.  Þar er apple búðin auðvitað ef menn eru fyrir slíkt en það sem er enn skemmtilegra er ein stærsta dótabúð í heimi FAO Schwartz og þá er ég ekki að tala um fyrir konuna.  Nei þetta er fyrir börnin, þvílík búð, það er ofsalega auðvelt að gleyma sér tímunum saman þarna því flest af þessu dóti er eitthvað sem maður hefur bara aldrei séð. Maður verður auðvitað að koma með eitthvað heim handa börnunum.  En að bjórnum, þegar maður er svo búinn að stússa þarna þarf að væta kverkar.  Þá er dálítið rölt niður á East 60th street en það er vel þess virði.  Þar liggur The Jeffrey.  Takið taxa bara ef margir pokar eru með.  Jeffreys er nýr staður, ofsalega vinalegur og tilvalið að fara með konuna þangað því þeir sérhæfa sig í gourmet kaffidrykkjum, frábærum bjór og svo snargeggjuðum hanastélum.  Það er alltaf hægt að gleðja frúnna með slíku ekki satt? Snarlið þarna er einnig virkilega vandað og gott.  Næst þegar ég verð í bænum mun ég líklega reyna að staðsetja mig nær Jeffrey og hefja daginn á kaffi þar svo bjór í hádeginu og kokteil á kvöldin fyrir háttinn!  Kannski ætti maður að gista bara á Waldorf Astoria sem er þarna beint á móti FAO Schwartz?

Að lokum vil ég nefnta Tørst áður en samantekt þessi verður orðin lengri en sjálfur pistillinn.  Ég ætla ekki að segja mikið um staðinn, menn verða bara að prófa.  Algjört möst að taka frá eina langa kvöldstund fyrir Tørst og helst panta borð á Luksus.  Það er garanteruð ógleymanleg stund.

Bjórinn í London

Craft

Kranarnir á Craft

Ég hef nokkrum sinnum komið til London í gegnum tíðina eins og svo margir samlandar mínir og ég verð held ég að viðurkenna að ég er gjarn á í ferðum mínum að hafa augun opin fyrir góðu öli.  Hér áður var það algjör himnasæla að komast í góða bjórbúð og drösla með sér á hótelið eðalöli í lítravís enda ekkert til heima á Íslandi á þeim tímum. Ég man t.d. alltaf eftir bjórbúðinni í Pitfield þar sem ég komst yfir minn fyrsta Orval og WestvleterenKrisWines Þetta var eiginlega eina bjórbúðin í London á þeim tíma og ég þurfti að fara borgina á enda með fulla þunga poka af bjór.  Nú er þessi búð lokuð held ég en það er bara í góðu lagi þar sem aðrar hafa komið í staðinn. Í því samhengi vil ég nefna Kris Wines en þar á bæ fær maður allt sem maður þar. Líklega eru þær nokkuð fleiri búðirnar í London en ég nefni þessa bæði vegna þess að ég hef verið þarna og virkilega ánægður með úrvalið og þjónustuna en svo er það líka staðsetningin.   Já búðin er nefnilega ekki svo langt frá Brewdog í Camden og því tilvalið að slá tvær flottar feitar flugur í sama höfuðið.

En talandi um Brewdog og pöbbarölt. London er uppfull af pöbbum, sennilega er til einn pöbb fyrir hverja 5 íbúa borgarinnar og því algjör ógerningur að reyna að skoða þá alla.  Til allrar hamingju er algjör óþarfi að gera þar sem flestir þessara pöbba hafa bara þennan standard enska bjórlista sem er lítt spennandi fyrir bjórnördinn, ja fyrir mína parta í það minnsta.  Ég ætlaði ekki að lista alla pöbba hér upp sem ég hef prófað í borginni en ég verð að taka þennan hér með.Lowlander heitir staðurinn, ég skoðaði hann fyrir mörgum árum en þessi stílhreini staður sérhæfir sig dálítið í belgískum bjór og er því stórgóður fyrir þá sem eruá belgíska tímabilinu í bjórlífi sínu því kranarnir eru nokkuð veglegir þarna.  Nóg um það ég ætlaði aðallega að ræða um tvo staði hér sem standa uppúr að mínu leiti, þetta eru amk þeir staðir sem ég sæki í þegar ég er á ferðinni á þessum slóðum.

BrewDogBurgerBrewdog Camden.  Þessi staður er bara dásamlegur.  Mikið líf, mikið fjör og frábær bjór.  Fyrir þá sem elska Brewdog þá er vissulega hægt að fá ljómandi úrval af uppáhalds bjórnum sínum á krana á þessum stað.  Fyrir hina þá er það bara alveg jafn dásamlegt því gestakranarnir eru margir og alltaf eitthvað spennandi og sjaldgæft að finna.  Þeir eru einnig með ágætis úrval af flöskum to go.  Maður getur ekki treyst á bjórlistann frá því síðast því hann breytist jafn ört og flestir ættu að skipta um nærbuxur, það er þó viss kjarni sem er alltaf á krana. Það má einnig benda á að fyrir snjallsímaeigendur þá er til app sem m.a. sýnir manni fjarlægð í næsta Brewdog bar og uppfærðan bjórlista á hverjum stað.
Starfsfólkið er mjög frótt um bjórinn og ofsalega viljugt að leiðbeina ef maður er ekki alveg viss og eins og góðum bjórpöbb sæmir þá eru þeir ekkert feimnir við að lofa manni að reka tungu ofan í mismunandi kranabjór ef maður er eitthvað að spekúlera.
Það vill svo oft fylgja pöbbarölti að bumban fari að segja til sín.  Vissulega er vel hægt að fóðra dýrið með góðum kjarnmiklum bjór en stundum vill maður vera elegant og kjamsa á eitthverju með.  Hamborgarinn á staðnum er t.d. alveg stórgóður, eiginlega með þeim betri sem maður hefur smakkað og Pizzurnar eru fínar líka.  Að gefnu tilefni má samt vara sig dálítið á þessu því ekki er tryggt að sömu gæðin á mat sé að finna á örðum Brewdog stöðum og má sem dæmi nefna að borgarinn á Brewdog Stokkhólmi er alls ekkert spes.

Já, þennan stað verða menn bara að heimsækja, hann er dálítið flippaður í innréttingum, mikið að gerast, frábær bjór á krana og vinalegt starfsfólk.  Kjörið að byrja kvöldið þarna, fá sér nokkra ljúfa, innsigla það svo með besta burger í London og rölta svo á Kris Wines til að taka með nesti heim á hótel.  Ef maður nennir ekki að rölta þangað þá getur maður bara vel haldið áfram að færa öl í kvið á barnum eftir borgarann og enda svo kvöldið með að drösla growler með uppáhaldsbjór kvöldsins heim á hótel.

Craft Beer Co Clerkenwell. Þessi staður hefur þrívegis verið valinn besti bjórstaður í heimi á Ratebeer og á hann það líklega skilið.  Ég verð þó að viðurkenna að ég kann þó betur við mig á Brewdog, ég veit ekki hvað það er, það er bara önnur stemning þar.  Úrvalið er gríðarleg á þessum stað, þarna sér maður kranaröð sem hverfur bara inn í mistrið í fjarska og flöskuvalið er rosalegt.  Maður fær með sér doðrant á borðið og svo er bara að hefja lesturinn því stuttar lýsingar má finna við flesta bjórana.  Á heimasíðu þeirra tala þeir um að státa jafnvel að stærsta bjórúrvali í London sem getur vel passað.
Þegar ég leit þarna við fyrir líklega 3-4 árum síðan núna þá fannst mér aðkoman einhvern veginn ekki alveg sú besta.  Ég upplifði mig hálf óöruggan þrátt fyrir að með í för var Haukur Heiðar félagi minn og kollegi sem er ekkert pínulítill og rindlalegur.  Hann var reyndar sammála mér.  Inni var troðið af fólki og mikið að gerast á neðri hæðinni.  Efitt að komast að krönum en þó alveg geranlegt.  Á efri hæðum var meiri ró yfir, mörg herbergi eða litlir salir með borðum og stólum.  Þar var hægt að setjast niður og spjalla dálítið yfir bjórnum.  Við prófuðum ekki matinn á staðnum en hann ku vera fyrsta flokks og hvet ég fólk sem á eftir kemur að prófa.

Í heildina er þetta flottur staður, nóg af bjór, allir finna eitthvað við sitt hæfi en það er þó ekki sami fílingurinn og á Brewdog.  Ef ég mætti aðeins velja einn stað í London þá væri það Brewdog.

Það sem ég á eftir:

Það eru tveir staðir sem ég á enn eftir að skoða, í fyrsta lagi Cask Pub & Kitchen sem er systurpöbb Craft Beer co.  Staðurinn státar af mjög flottu úrvali bjórs og matur ku vera góður.  Staðsetningin er einnig flott skammt frá Buckingham palace og ég held að stemningin sé meira að mínum smekk.  Hitt er svo Kernel brugghús en þessi gaur er að gera fáránlega vandaðan bjór sem sætir gríðarlegra vinsælda í bjórheiminum öllum. Brugghúsið hefur vaxið með undraverðum hraða sl 2 ár.  Ég hef tvisvar verið á leið í brugghúsið til að skoða, fyrst voru það samferðarmenn mínir sem ekki nenntu og í seinna skiptið var ég bara á laugardegi í bænum og þá var ekki opið.  Nú sýnist mér hins vegar á heimasíðu þeirra að það sé opið á laugardögum, amk til að kaupa bjórinn beint af kúnni.

Gæðabjór í Barcelona – hvað er vert að skoða?

LaMaisonHillurnar í La Maison Belge. Ekki mín mynd því hillurnar voru svo sorglega tómlegar, stal þessari af netinu

Þegar þetta er skrifað þá er ég nýkominn heim úr frábærri ferð til Barcelona.  Spánn er þekkt fyrir allt annað en eðalbjór, þeir eru með rauðvínin sín,  hinn furðulega drykk sangria og hið ómótstæðilega Cava, þeirra útgáfu af Champagne.  Þó við frúin séum mikið fyrir bjórinn þá gefum við öðru áfengi líka gaum, gott rauðvín er stundum betri kostur en bjór og ískalt freyðandi Cava er bara dásamlegt, sér í lagi í steikjandi Spánarsólinni.  Ég var því ekkert ægilega stressaður yfir yfirvofandi bjórleysi í þessari ferð.  Ég lét hins vegar undan fíkninni fyrir brottför og fletti upp bestu bjórstöðum í Barcelona á Ratebeer, bara svona ef ske kynni að þarna leyndist einhver ógurleg bjórparadís sem ekki mætti missa af.   Ég fann nokkra staði og merkti þá inn á kortið mitt.  Ég hafði hins vegar ekki reiknað með öllum lokununum og frístundum sem loðir við spænsku þjóðina.  Ágúst er líkelga versti tími sem hægt er að ferðast á til Spánar, amk Barcelona því þá taka menn sér frí.  Já menn loka bara veitingarhúsum, krám og búðum, skella í lás og koma svo 4-5 vikum síðar aftur.  Það er heldur ekkert verið að hafa fyrir því að veita upplýsingar um þessar lokanir á heimasíðum og því kom maður oft að lokuðum dyrum.  Frekar fúlt en svona er það nú bara.  Svo er það auðvitað hitinn, hann er rosalegur.
Ferðin okkar hófst á einni svona uppákomu mér til mikillar gremju, Rosses i Torrades – celler de cerveses hét staðurinn, nr 2 á Ratebeer, fullt af amerískum bjór, Mikkeller, Brewdog og belgísku öli.  Hljómaði vel en það eina sem ég hins vegar sá af þessum stað eftir 14 evru leigubílatúr, voru lokaðar dyr og haugur af Mikkeller bjór og Brewdog í gluggum.  Mikið var ég svekktur, ég fór heim í kot eiginlega í fýlu, mjög þroskaður ég veit.  Fýlan rann hins vegar fljótt af mér með ísköldu Cava í kvöldsólinni.  Þetta kvöld játaði ég mig eiginlega sigraðan, sumarfrí Spánverja myndu líklega koma í veg fyrir að ég gæti notið eðalöls í þessari ferð.  Ég var eiginlega orðinn alveg sáttur við þá hugmynd þegar ég tveim dögum síðar rambaði inn á Ale & Hop.  „Rambaði“ er svo sem ekki alveg rétta orðið því ég vissi um staðinn og var staddur í nágrenninu, alveg óvart eða þannig.  Eitt leiddi af öðru og þangað var ég kominn með konu og börn.  Staðurinn var opinn og bjórbumban tók gleði sína á ný.

Ale & Hop

IMG_0122

Frábær lítill bjórstaður þar sem hinn vinalegi og bjórfróði Pablo gerir allt til að heimsóknin verði sem notalegust. Bjórúrval gott, 10 kranar með ört breytilegu úrvali.  Ég kom t.d. þarna fjórum sinnum á meðan ég dvaldi í BCN og fékk alltaf nýjan Kernel á krana, fyrst Cream IPA, Citra, Svo SAM IPA), reyndar var þetta óvenju mikill Kernel mánuður sagði Pablo mér.  Lesa má nánar um upplifun mína á Ale & Hop hér.  Flottur staður sem ég mæli klárlega með og maturinn ofsalega góður einnig, allt kjötlaust og mikið organic.  Muna bara að hann er lokaður á daginn til ca 17 eða 18, ég rak mig á það sjálfur og það er ofsalega pirrandi að mæta lokuðum dyrum í 30 stiga hita og vita af ísköldum Kernel Citra fyrir innan t.d.  Ekki láta það henda þig!

La Maison Belge
Efst á lista á Ratebeer er La Maison BelgeUm er að ræða búð sem þarf að hafa dálítið fyrir að heimsækja því hún er ekki sérlega centralt í borginni, hins vegar er hún í Gracia hverfinu sem þykir mjög smekklegt og fallegt, eins og þorp í borginni. Mæli með rölti um svæðið. Eins og nafnið bendir til er áherslan lögð á belgíska bjórinn.  Á síðu þeirra segjast þeir vera með besta úrval af belgísku eðalöli þótt víða væri leitað.  Þar sem hitinn var að drepa mig og ég átti einmitt afmæli þennan dag ákvað ég að byrgja mig upp af belgískum gueuze fyrir fyrirhugaða strandferð, enda frábær bjór í miklum hita.  Ég fékk leyfi hjá frúnni að skjótast um morguninn á meðan hún var að undirbúa ferðina á ströndina (taka til handklæði og svona, mikið stúss) og ég reyndi meira að segja að vera dálítið séður því ég hringdi á undan mér.  Það svaraði hins vegar bara símsvari á spænsku sem ég skildi ekkert, þannig að ég átti alveg eins von á að mæta lokuðum dyrum.  Pablo á Ale & Hop hafði merkt staðinn inn á kortið mitt en ekki alveg á réttum stað.  Ég átti því í dálitlu basli með að finna búlluna. Það var reyndar dálítið skemmtilegt hvernig það atvikaðist, ég eiginlega þefaði búðina uppi í orðsins fyllstu merkingu.  Ég stóð þarna á einu götuhorninu og var að reyna að ákveða mig í hvaða átt best væri að halda þegar ég fann kunnuglega lykt.  Góð tilbreyting frá skítalyktinni sem stöðugt var að gjósa upp á röltinu um borgina.  Þetta var svona ekta belgísk gerlykt, eins og einhver hefði hellt niður dágóðu magni af belgískum blond eða tripel.  Mjög góð lykt.  Ég veit ekki hvað þetta var en ég snéri mér við og þar blasti búðin við mér.  Það voru engin merki um niðurhelltan bjór þarna fyrir utan og lyktin inní búðinni var ekki svona megn.  Ég fann engu að síður búðina og það er það sem skiptir máli.  Lítil verslun með hillum meðfram öllum veggjum og kælir með köldum bjór, belgískum ostum og eitthvað af súkkulaði líka en ekki má gleyma því að Belgar eru snillingar í súkkulaðigerð.  Þarna var einnig mikið úrval af belgískum bjórglösum.  Hillurnar voru hins vegar dálítið tómlegar að sjá, ég veit ekki hvort það var bara ágústmánuðurinn ógurlegi eða léleg áfylling.  Afgreiðslugaurinn var vinalegur og kunni eitthvað í ensku en ekki mjög ræðinn.  Ég spurði um gueuze og sagðist hann þá eiga lítið til að honum.

IMG_0483

3 Fonteinen Oud Gueuze, frábær belgískur gueuze

Hann átti Cantillon Gueuze og Boon Kriek and thats it!  Venjulega var til meira af bjór hjá þeim sagði hann mér en nú er sumar og þá er úrvalið ekki eins gott? Ekkert meira spennandi frá Cantillon, frekar lélegt finnst manni af búð sem gefur sig út fyrir að vera belgíska bjórsetrið.  Ég fór að gramsa dálítið í hillunum og gróf upp 3 Fonteinen Oud Gueuze og tók gleði mína á ný.  Kláraði lagerinn af honum og tók 3 Cantillon að auki og síðasta Boon Kriek bjórinn.   Svo var orðið langt síðan ég drakk Rodenback Grand Cru og fékk hann því að fljóta með….ofsalega ljúfur, var eiginlega búinn að gleyma hversu góður hann er.  Ég ræddi svo aðeins við gaurinn þarna sem lifnaði dálítið við þegar hann sá kortið mitt með öllum bjórstöðunum.  Hann sagði mér þá frá barnum þeirra Brasserie La Maison Belge, sem einnig var að finna í BCN, einir 40 belgískir á kranar og hellingur af flöskum, súkkulaði og belgískir ostar.  Ég náði þó aldrei að skoða þann bar í þessari ferð minni en lýsingin lofaði góðu.

Ég fór heim í kot með fulla tösku af súrum afmælisbjór þó svo að ég hefði viljað geta valið um eitthvað meira þá var ég sáttur.  Búðin var svona la la en mér finnst ekki  efsta sæti á listanum á Ratbeer vera rétt metið.   Það er þó fínt að fara þarna ef maður er í miklu belga stuði en mér fannst vanta mikið uppá úrvalið og myndi líklega ekki fara þarna aftur, amk ekki yfir sumartímann!  Pöbbinn væri þó vert að skoða betur.

La Bona Pinta

IMG_0545

Lokað vegna „hver veit hvers vegna?“

Súri bjórinn hélt mér rólegum í nokkra daga og auðvitað ískalt freyðivínið einnig en svo kom að því að bjórbumban fór að láta í sér heyra aftur.  Það getur verið dálítið snúið að láta pöbbaskoðun og fjölskylduferð fara vel saman.  Maður þarf stundum að vera dálítið lunkinn við að tvinna þetta saman án þess að það sé of áberandi eða bara koma hreint fram og fá „frítíma“ til að skjótast.  Ég gerði hvortveggja. Stundum skaust ég einn í metroið borgina á enda til að meta pöbba og stundum var ég lúmskur.  Markmiðið var jú að drösla einhverju góðgæti með heim til Íslands.  Ein slík ferð var farin einn eftirmiðdaginn þegar við vorum búin að grilla okkur á ströndinni og hópurinn var í afslöppun fyrir kvöldverðarbröltið.  Ég ákvað þá að skjótast á stað sem hljómaði vel á Ratebeer, La Resistència, 12 kranar og gott úrval af bjór og nr 5 á listanum.   Skv fésbók átti staðurinn að opna kl 18:00 og engar vísbendingar um sumarlokun.  Ég kom þó að lokuðum dyrum og engin skýring gefin, súrt á súran máta.  Ég var með „bjórkortið“ með mér og ákv að drífa mig í metróið á annan stað sem reyndar var töluvert lengra í burtu, La Bona Pinta, nr 8 á Ratebeer og hljómaði reyndar ekkert ofsalega spennandi.  Frúin taldi mig vera að fá mér einn öl á La Resistencia fyrir kvöldmatinn þannig að ég stalst í þessa för, uss hún má í raun ekki frétta þetta en fyrir vikið varð þetta ögn meira spennandi.  Ég fann staðinn fyrir rest, pínulítil hola, 4 kranar og þar af bara tveir í gangi og ekkert sérlega spennandi þar að finna, London Porter og pilsner frá lokal mikrobrugghúsi.  Barþjónninn var afar fámáll og lummulegur og geislaði frá sér „ég nenni ekki að ræða við enn einn túristann“.   Þarna er lítill kælir með flöskubjór, fann m.a. Raidbeer frá To Öl sem er í sérlegu uppáhaldi en annað var af belgískum toga eða lokal.  Ég fékk mér einn ískaldan Raidbeer á meðan ég rannsakaði hillurnar og var þar með þessi ferð mín ekki alveg tilgangslaus.

IMG_0547

Flöskurnar í hillunum voru ekkert sérlega spennandi fyrir mig, lítil óþekkt brugghús frá Catalonyu, vissulega áhugavert að prófa  svo sem en ég var þarna að leita af amerísku öli, sem ég fann ekki.  Eitthvað örlítið af Mikkeller en ekkert spennandi.  Fann þó einn bjór úr yeast series og tók hann með heim.
Já þetta er fínn staður fyrir þá sem eru búsettir þarna alveg í nágrenninu, þá er gott að tilla sér og fá sér einn kaldann en að elta hann uppi þvert yfir borgina er ekki þess virði.  Þá færi ég alltaf frekar á Ale & Hop.

La Cerveteca.

IMG_0530

Eins og ég kom inná áðan þá þurfti maður stundum að vera dálítið lúmskur og „innlima“ bjórstaðinn inn í röltið um borgina.  La Cerveteca ku vera flottur bjórstaður, bæði skv Ratebeer og Pablo á Ale & Hop.  Hann er vel staðsettur skammt frá ströndinni og flotta gamla hverfinu Born sem gaman er að týnast í.  Þröngar götur, litlar búðir, resturantar, tapasbarir ofl.  Ég hafði valið gönguleiðina í gengum hverfið að kostgæfni þannig að við enduðum skammt frá La Cerveteca alveg óvart sko.  Ég hafði þó gleymt lykilatriðinu, að kanna opnunartíma.  Við komum á staðinn kl 17:00 en hann opnar ekki fyrr en kl 18:00.   Svekk! Mér tókst þó að sannfæra mitt fólk síðar að líta þarna við aftur nokkrum dögum síðar en börn voru þá orðin mjög lúin og svöng og fengust ekki til að hanga með mér yfir bjór, ég fór í smá fýlu þetta kvöld en fékk þó að sjá staðinn að innan.  Þetta er lítill staður og mjög fá sæti.  Það er hægt að fá eitthvað snarl á borð við tapas sem ég get ekki tjáð mig um þar sem ég staldraði stutt við.  Ég náði heldur ekki að fá mér bjór þarna en það eru nokkrir kælar fullir af bjór, amerísku, belgísku, To Öl, hellingur frá Nögne Ö, Mikkeller og Brewdog.   Nokkrir kranar eru þarna einnig  einir 9 held ég og nokkuð spennandi bjór á þeim sem breytist nokkuð ört sýndist mér á fésbókinni þeirra.  Ég náði sem fyrr segir aldrei almennilega að „drekka“ staðinn í mig en ég held að þetta sé staður sem vert er að heimsækja ef tækifæri gefst til.  Staðsetningin er líka frábær.

La Cervesera Artesana

IMG_0634

Ég mæli með að fólk skoði sig um í Gracia hverfinu í Barcelona. Þetta er svæði sem er einhvern veginn allt öðruvísi en borgin sjálf, eins og þorp í borginni segja sumir.  Ekki mikið um ferðamenn að þvælast fyrir.  Fullt af verslunum, veitingarhúsum og pöbbum og svo er það vissulega brewpöbbinn La Cervesera Artesana.  Ég veit ekki hvar hann er á Ratebeer en margumræddur Pablo hafði merkt hann inn á kortið mitt svo ég ákvað að líta þarna við fyrst við vorum í nágrenninu.  Staðurinn er ofsalega flottur og notalegur að innan, ekta barstemning, veggir hlaðnir alls konar bjórtengdu dóti, glös út um allt og flöskur.  Það er hellingur af borðum þarna enda hægt að panta sér eitthvað að borða með bjórnum.  Á einum veggnum er gler og þar fyrir innan má sjá brugghúsið.  Þetta er þó ekki neitt sjónarspil, lítill suðupottur og gerjunartankur sem hvortveggja kæmist fyrir inn á baðherbergi hjá mér.  Bjórúrvalið er til sóma, mikil áhersla lögð á belgíska bjórinn en einnig er eitthvað af amerísku öli og sitt hvað fleira.  Ég varð sérstaklega hamingjusamur þegar ég sá Great Divide á listanum, bæði minn uppáhalds Yeti Imperial Stout og svo Hercules Double IPAsem er með betri imp IPA sem ég hef komist ígleði og hamingja virtist tryggð þennan dagÉg varð hins vegar mjög súr þegar barþjónninn benti mér á að allt á listanum væri til nema þessir tveir…hversu typical er það?  Ég og Sigrún fengum okkur þá einn af okkar uppáhalds belga Tripel Karmeliet  af krana.  Bjórinn var hins vegar alls ekki eins og hann er vanur að vera.  Allt í lagi bjór en alls ekki Tripel Karmeliet.  Hann var dálítið súr og skrítinn, sýktur eins og maður kallar það bara hreint út.  Sigrún fann þetta strax enda sérlegur aðdáandi bjórsins.  Ég kvartaði við barþjóninn sem smakkaði bjórinn og var sammála mér.  Hann æsti sig eitthvað upp á spænsku við hina tvo barþjónana og svo var lokað fyrir Tripel Karmeliet.  Já þetta er annar bjórinn í þessari ferð sem er sýktur af krana en það getur nefnilega verið erfitt að halda þessu fersku og ósýktu í þessum hita. Note to selve, ekki Tripel Karmeliet af krana nema í Belgíu.  Þá ákvað ég að prófa bjórinn þeirra sem þeir kalla Iberian?  Þeir brugga eina 6-7 tegundir þarna á staðnum eftir enskri forskift, það ætti að vera öruggt að fá ósýktan lokalbjór á krana.  Ég prófaði pale ale hjá þeim sem var ágætur en ekkert sérstakur enda er ég meira fyrir amerísku útgáfuna svo sem.  Þegar kom svo að því að borga reikninginn voru báðir Tripel Karmeliet á seðlinum, klassískt, menn eiga að passa uppá svona, það er meiri klassi yfir því.  Ég þurfti því aftur tjá mig og benda þeim á þetta og þeir leiðréttu það.

Já staðurinn er mjög flottur og úrvalið af flöskubjór mjög gott.  Það væri gaman að koma þarna aftur og prófa alla Iberan línuna og láta reyna á matseðilinn.  Muna bara að forðast erlenda kranabjórinn og hver veit, kannski er þá Great Divide aftur kominn í kælinn?

IMG_0577Cervecería Jazz
Fleiri staði af Ratebeer listanum náði ég ekki að skoða að þessu sinni.  Ég verð þó að nefna einn stað til viðbótar, Cervecería Jazz en hann er kannski meira þekktur fyrir magnaða hamborgara.  Besti borgarinn í bænum er sagt.  Góðir vinir okkar Sigrúnar, Björgvin og Satu, bjuggu fyrir nokkrum árum í Barcelona og þegar við heimsóttum þau fyrir fáeinum árum síðan fóru þau með okkur á þennan stað.  Þetta er lítill kósí staður og eigandinn með mikinn bjórmetnað.  Hann er með sæmilegasta úrval af bjór, belgískt helst en eitthvað amerískt einnig svo sem Rogue og Great Divide og svo Brewdog.  Við Sigrún fengum okkur Tripel Karmeliet sem alltaf er góður ef hann er í lagi og ég man að hamborgarinn var virkilega ljúfur.
Í þessari ferð hins vegar komum við að lokuðum dyrum, sumarfrí stóð á ensku á hurðinni, EN EKKI Á HEIMASÍÐUNNI :(.  Við fengum því engan burger að þessu sinni.  Hins vegar römbuðum við inn á annan forvitilegan stað rétt við hliðina á, Cal Marino (sjá mynd að ofan) hét sá staður.  Ég komst að því síðar meir að mælt er með honum á Tripadvisor.  Virkilega kósí staður með áherslu á smárétti/tapas.  Ofsalega ljúfir réttir og spennandi.  Eigandinn, Edvard er afar viðkunnulegur, hjálplegur og duglegur í enskunni.  Edvard er mikill vínáhugamaður og fræddi hann okkur um hin ýmsu vín sem hann var með á boðstólum og það er ekkert lítið magn.  Við smökkuðum alveg magnað rauðvín hjá honum, þétt of flott Atteca 2011 með Garnacha þrúgu sem ég þekki ekkert til.  Vínið var svo gott að við tókum með okkur tvær flöskur til Íslands ásamt nokkrum öðrum sem hann mælti með.  Það sem vakti einnig athygli mína þarna var lítill bjórkælir með bjór frá Brewdog, Lervig, og Cantillon ásamt lokal örbrugghúsum.  Edvard sagði mér að hann væri dálítið spenntur fyrir góðum bjór og væri svona að reyna að hafa alltaf eitthvað spennandi og gott í kælinum.   Ég prófaði þarna Lervig bjórinn og einn lokal og Sigrún skellti sér á Cantillon Kriek sem er fáránlega góður kirsuberjabjór sem smellpassaði með smáréttunum okkar.  Sniðug hún Sigrún.  Við enduðum samt í rauðvíninu eftir að Edvard lét okkur smakka.  Það var mjög gaman að detta þarna inn, alveg frábær matur og magnað rauðvín og bjór og svo var ofsalega gaman að spjalla við Edvard en hann þekkir m.a. vel eiganda Cervecería Jazz sem og La Cerveteca og gat mælt með báðum stöðunum.

Besti bjórstaður í heimi
Að lokum verð ég hér að nefna einn pöbb sem hefur unnið amk tvívegis titilinn besti bjórstaður heims á Ratebeer. The Drunk Monk sem er að finna í smábænum Mataró sem er ca 30 mín ökutúr frá Barcelona.  Því miður var hann lokaður þarna þegar ég var á ferð en annars hefði ég án efa rúllað þar við enda flottar strendur þarna einnig að finna.  Það var virkilega sárt að missa af þessum rómaða stað og því bendi ég fólki á að forðast Barcelona í Ágúst og byrjun september.

Bjór í Barcelona – Ale & Hop góður byrjunarreitur!

Bjór í Barcelona

Hinn vinalegi og káti Pablo Lezana á Ale&Hop

Þegar maður er í Barcelona þá er það kannski ekki bjórinn sem er efstur í huga fólks.  Þá er ég að tala um venjulegt fólk því bjórnördar eru auðvitað stöðugt að leita að góðum bjór.  Hér í Barcelona er ekki sjálfsagt að fá góðan bjór, hér eru það suðrænir kokteilar, spánskt rauðvín, Sangria og Cava sem ráða ríkjum.  Ég get svo sem ekki kvartað mikið enda sólginn í gott Cava því þeir kunna svo sannarlega til verka hér þegar Cava er annars vegar.  Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Cava freyðivín sem aðeins er bruggað hér á Spáni og nánast einungis hér í Cataloniu.  Cava er eins ósvikið hér á Spáni og Champagne er í Frakklandi.  Ég og frúin fórum ekki með miklar bjórvæntingar hingað út enda dásamlegt að sötra ískalt og spriklandi Cava hér í 30+ stiga hita og ég tala nú ekki um ef maður er staddur á litlum sætum tabas bar sem gerir sitt eigið ósvikið Cava.  Það er þó alltaf erfitt að slíta sig alveg frá bjórnum, ískaldur bjór er eins og allir vita afskaplega ljúfur í steikjandi hita.  Ég lét til leiðast og fékk mér bjór um daginn á rölti mínu hér um borgina, 30 stiga hiti, mig langaði bara svo mikið í einn ískaldann. Það er hins vegar ekki um auðugan

IMG_0061

Ískalt Cava ummm

garð að gresja í þeim efnum, Estrella Damm er hér alls ráðandi og varla hægt að fá annað.  Hér á 3. degi hef ég amk ekki séð neinn annan bjór á krana.  Ég segi þetta nánast aldrei en nú verð ég bara að láta það flakka, bjór þessi er algjörlega ódrekkandi.  Lager sull með einhvern furðulegan brennivínsundirtón. Hræðilegt.  Estrella Damm er klárlega „local“ bjórinn hér, bruggaður hér í Barcelona síðan 1876, stolt Barcelona og menn virðast bara sáttir við að fá ekkert annað.  Svei.
Sem betur fer hafði ég gert heimavinnu mína og laumast til að leita uppi bestu bjórstaði borgarinnar, þeir eru alls ekki margir en þó til staðar.  Ég hafði farið á einn slíkan (þann besta skv Ratebeer) fljótlega eftir komuna til borgarinnar bara til að mæta lokuðum dyrum.  „lokað vegna sumarfríja til 25. ágúst“, þvílík gremja, þarna sá maður haug af Mikkeller, BrewDog og ýmsu amerísku „stöffi“ bak við harðlæsta rimlana.  Það var því sorgmæddur bjórnjörður sem fékk sér Cava þetta kvöld til að lappa upp á sálina.  Virkaði svo sem fínt.  Næsta dag rambaði ég hins vegar inn á bjargvættinn, vin í eyðimörkinni, Ale & Hop!!  Þetta er vandfundinn lítill staður, ekki svo langt frá dýragarðinum og sigurboganum, í rauninni ca miðsvegar á milli þessara kennileita.  Þetta er lítill rólegur staður, dálítið fjarri ferðamannastraumnum þar sem bæði er hægt að kaupa sér ljúfan eðalbjór af krana og drekka á staðnum eða fá sér flöskubjór úr kælinum.  Flöskubjórinn má einnig taka með heim og fær maður þá 10% afslátt, það er hins vegar þess virði að staldra þarna við og drekka bjórinn sinn og ræða við framkvæmdastjórann Pablo en hann er ofsalega vinalegur, talar fína ensku og veit sitthvað um bjórinn og ekki síst bjórinn í Barcelona.  Pablo fræddi mig um bjórmenningu borgarinnar sem er dálítið eins og heima á Íslandi á byrjunarstigi.  Við erum byltingin sagði hann!  Pablo merkti alla bjórstaði borgarinnar á kortið mitt þar sem hægt er að fá góðan eðalbjór og hvatti mig til að skoða úrvalið, mjög hjálplegt.   Maður gæti vel mælt bara með því að menn byrjuðu á Ale & Hop, fengu sér góðan bjór og burger og svo upplýsingar um alla hina staðina í borginni.   Maturinn þarna sem er með mexíkönsku sniði og án kjöts er frábær.  Sonur minn sem er 12 ára fék sér mexikanskan salsaborgara sem var besti borgari sem hann hefur smakkað hvorki meira né minna. Ég fékk mér ofsalega flottan chilli casadia rétt og svo ískaldan IPA af krana með ummm. Kranabjórinn er síbreytilegur og reynt er að hafa bæði bjór frá erlendum stórlöxum sem og litlum spænskum örbrugghúsum.  Flöskuúrvalið er sæmilegt, ekkert ofsalegt en þó hægt að fá eitthvað frá Brewdog, Mikkeller, Port Brewing, Orval ofl.

IMG_0121

Síbreytilegt úrval á 10 krönum staðarins

Ég byrjaði á því að fá mér Kernel Cream IPA 7.2%.  Ofsalega góður IPA, alveg eins og ég vil hafa hann, dálítið blómlegur, frúttaður með þægilega beiskju sem maður finnur vel fyrir.  Fylling ljúf og góð.  Kernel er mjög spennandi örbrugghús í London sem vert er að fylgjast með því ég held að þeir eiga eftir að verða stórt nafn í framtíðinni.  Þetta er frekar nýtt brugghús og er að gera gríðarlega lukku í bjórheiminum í dag.  Það er þó ekki hlaupið að því að fá bjórinn þeirra því framleiðslan er afar lítil og frumstæð.  Hér má sjá stutt myndskeið til að fá tilfinninguna fyrir því hve lítið í sniðum þetta er, reyndar hefur brugghúsið nú stækkað við sig og komið í stærra og flottara húsnæði.  Frábært brugghús sem gerir alveg ljómandi bjór.
‘Eg legg það í vana minn á ferðalögum um heiminn að prófa „local“ bjórinn ef ég kemst í slíkt.  Ég ákvað því að reyna annan af þeim tveim örbjórum sem á krana voru frá Barcelona.  Pablo lofaði mér að reka tunguna í þá báða, báðir amerískir pale ale.  Annar var dálítið spes, eins og með brettkeim (villiger) og ég spurði Pablo hvort hænn væri með slíku geri, Pablo smakkaði þá bjórinn og taldi hann vera sýktan því það var ekki meiningin af gera brettbjór þarna. Það er erfitt að halda bjórnum í réttu ásigkomulagi hér í hitanum í Barcelona segir Pablo.  Bjórinn var hins vegar mjög góður þrátt fyrir þetta en ég ákvað þó að fá mér hinn localbjórinn frá Fort sem þeir kalla American Pale Ale 5.4%.  Virkilega flottur bjór, mildur með þægilegri beiskju og og dálítið gras eða plöntukeim frá humlunum.  Ágætis amerískur pale ale.

Já ég get fyllilega mælt með þessum stað hér í Barcelona, góður matur, róleg stemning, ágætis úrval af flottum bjór (til viðmiðunnar má taka Microbarinn okkar heima sem líklega hefur ögn stærra úrval bjórs á flöskum) og vinalegur og skemmtilegur barþjónn.

Microbar – vin í eyðimörkinni

Image

Microbar – Austurstræti 6, Reykjavik (sjá kort)

Fyrir rétt rúmu ári síðan, þegar þetta er skrifað,var ekki um auðugan garð að gresja þegar menn ætluðu sér að fara í bæinn og fá sér öl.  Það var bara enginn staður sem maður gat með góðu móti fundið almennilegt bjórúrval.  Þetta breyttist gjörsamlega með tilkomu Microbars sem er í eigu Gæðings brugghúss. Þar á bæ servera menn ekkert frá stóru risunum Víking og Egils heldur er fókusinn á litlu brugghúsin og gæðabjórinn (craft beer).  Það eru einir 8 fastir kranar þar sem flest allt frá Gæðingi er að leka en einnig bjór frá t.d. Ölvisholti og Bruggsmiðjunni (Kaldi).  Lava dettur meira að segja á krana þarna annað slagið sem er jú einsdæmi í heiminum.  Virkilega flott.  Að auki fá þeir annað slagið kúta frá Mikkeller, To Øl og jafnvel Brewdog og fleiri fallbyssum bjórheimsins og því vert að fylgjast með svo ekki fari illa.  Flöskuúrvalið er svo það besta í Reykjavík og má sjá í hillunum bjór frá eftirsóttustu brugghúsum veraldar.  Bjórúrvalið er stöðugt að breytast, nýjir bjórar detta inn og aðrir út.  Þetta fyrirkomulag er þó dálítið eins og tvíeggjað blað ef svo má segja, maður hefur þarna tækifæri á að fylgjast með og smakka það besta sem gerist í bjórheiminum þar sem nýjungar eru tíðar en auðvitað er maður líka að missa út kannski uppáhaldsbjórinn sinn sem þarf að víkja fyrir næstu sendingu.
Ekki ríkir neitt glasahallæri á Microbar eins og svo algengt er á öðrum pöbbum borgarinnar og bjórvitund barþjónanna er til fyrirmyndar.  Þeir vita upp á hár hvað þeir eru að selja manni og auðvelt er að plata þá í djúpar bjórsamræður og draumóra ef maður er á þeim buxunum. Staðurinn er lítill sem er kannski það sem hægt væri að gagnrýna því oft er margt um manninn þarna sér í lagi um helgar.  Mér finnst það þó bara dálítið kósí, er ekki mikið fyrir gríðarstóra staði með teilheyrandi látum.   Þarna kemur fólk frá öllum heimsins hornum með sameiginlegt áhygamál.  Bjór!

Microbar er án efa sá staður sem maður fer á í Reykjavík ef maður vill fá góðan bjór og þetta er staðurinn sem ég sendi ferðamenn á þegar þeir spyrja mig hvað sé vert að skoða mtt bjórs í Reykjavík.