Steiktir sveppir með porter!

Steiktir sveppir með porter

Ummm sveppir eru bara dásamlegir

Mér datt í hug að deila þessu með ykkur.  Var rétt í þessu ljúka við ljúfa kvöldmáltíð.  Ég er mikið fyrir sveppi af öllum stærðum og gerðum.  Smjörsteiktir sveppir eru dásamlegt meðlæti eða bara réttur út af fyrr sig ef maður er sveppafíkill.  Í kvöld var frúin að malla pasta og sem meðlæti hafði hún ofnbakað smjörsteikt snittubrauð með sveppum og bræddum osti.  Hún lét mig sjá um að steikja sveppina þar sem ég hef sérstakt dálæti af því og hef þó ég segi sjálfur frá tekist ansi vel upp (enda ekki flókið verkefni svo sem).  Oft er best að hafa hlutina einfalda, að steikja sveppi úr smjöri og salta létt gefur góða raun en stundum er gaman að fikta og experimenta með kryddin.  Ég hef dottið niður á stórgóða kryddblöndu á sveppina.  Ég nota þetta á hamborgarann, sem meðlæti, í sósuna ofl.  Í kvöld ákvað ég að gera þessa blöndu ofan á brauðið en með dálitlu twisti að þessu sinni.  Í kvöld var ég að njóta Myrkva porter frá Borg, ég hef góða raun af því að nota hann til að sjóða upp hitt og þetta.  Ég bætti því dágóðri slettu á pönnuna, ummmm lyktin maður minn, dásamlegt alveg, ég stóðst ekki mátið og sullaði dálitlu meira á pönnuna enda spennandi að sjá hvernig þetta kæmi út, engin hætta á að skemma eitthvað hér! En já það sem ég geri annars venjulega er að steikja sveppina úr smjöri, nóg af því, krydda svo með salti, pipar, örlitlu chillikryddi og timian. Stundum steiki ég lauk með og rifinn hvítlauk, ég gerði það í kvöld.  Þetta er dásamlegt, svo þegar porterinn bætist við lyftist þetta allt upp á æðra stig og verður meira elegant og fullkomið.   Það erfiða hér er að tíma bjórnum, það verður dálítil togstreita um hvað mikið af bjór á að nota, þetta veltur bara á viljastyrk.

Þetta setti ég svo á snittubrauðin hennar Sigrúnar og hún reif svo ögn gráðost yfir, ekki of mikið því við viljum njóta sveppanna og loks rifinn ostur eftst.  Inn í ofn og svo bara njóta.

Ég átti ögn eftir að porternum sem ég gat svo drukkið með, fullkomið.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s