Fade To Black IPA og makkarónur?

photo (2)Jæja konan heldur áfram töfra fram kökurnar í eldhúsinu, nú eru það makkarónur ala Paris í öllum regnbogans litum.  Þá er um að gera að leggjast í vísindi og prófa bjórinn með (maður notar öll tækifæri ég veit).  Ég vil samt byðja ykkur um að reyna þetta ekki heima heldur látið atvinnumenn um þetta, makkarónur og bjór er risky buisness.
Þennan bjór hef ég ekki smakkað áður, ég hef þó prófað einn bjór frá Weird Beard áður, Holy Hoppin Hell sem er ofsalega flottur  DIPA með amerísku sniði.  Fade to Black IPA er nokkurs konar blanda af IPA og stout.  Bjórinn fékk ég frá Kevin nokkrum English frá Skotlandi.  Þetta er gaur sem ég í raun þekki ekki neitt en hann frétti af bjóráhuga mínum þegar mágkona mín var á ferð í Glascow fyrr í mánuðinum og vildi ólmur koma á mig þessum bjór sem og The Kernel Imperial Brown Stout.
Ég hef smakkað nokkra svona karla áður, þ.e.a.s black ipa.  Sumir góðir en aðrir ekkert sérstakir.  Þessi er kolsvartur með brúna flotta froðu.  Lyktin er dásamleg, smá jörð, sætt malt, einhver humlaður frúttkeimur sem reynir að ryðjast í gegn og svo svona ljúf stout lykt eða brennt korn!  Mjög frísklegur í nefi.  Í munni er hann bara frábær.  Það er nokkur sæta í þessu en samt heilmikil beiskja.  Ristað malt og blóm og vægir stouttónar, er svo ekki frá því að það er þarna örlítil vanilla.  Flott fylling og svo er langt og ljúft eftirbragð.  Ummm frábær bjór ef maður er ekki alveg í stuði fyrir IPA, langar dálítið í stout en samt ekki.  Fullkomin blanda.

En já svo við gleymum ekki pöruninni, makkarónur og black IPA…..í stuttu máli sagt, ekki gott match en mig grunaði það svo sem, líklega var þetta bara afsökun til að opna bjórinn.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s