Heilagur vínandi frá Borg!

Frelsarinn frá Borg!

Dýrð sé Jesús frá Borg…það er klárlega eitthvað guðdómlegtvið þennan bjór!

Páskabjórinn frá Borg að þessu sinni heitir einfaldlega Jesús, það er ekkert verið að flækja þetta enda gerist það líklega ekki meira páskalegra en þetta.  Jesú var jú aðalhetjan í Kristinni trú og er svo sem enn og Páskar auðvitað stærsta hátíð Kristinndómsins.  Þið þekkið flest þessa sögu og mun ég ekki rekja hana hér.  Það kemur mér þó dálítið á óvart að hin vafasama nafnanenfnd í ÁTVR hafi ekki reynt að finna að þessu eitthvað bara til að vera með vesen. Þeir virðast reyndar vera að koma dálítið niður á jörðina hvað þetta varðar en eins og menn muna slapp Júdas, páskabjórinn í fyrra einnig í gegnum nálaraugað.  Gott og blessað, bjórinn virðist ætla að koma í hillurnar án vandræða eftir helgina.

IMG_1335-001Rétt eins og Jesús frá Nasaret þá er Jesús frá Borg ofsalega skemmtileg pæling þar sem hvert skref virðist vera úthugsað við samsetningu bjórsins.  Jesús er  7% ljóst öl í grunninn sem líklega daðrar meira við belgískar hefðir frekar en þær amerísku. Þetta er bjórstíll sem er frekar léttur og þægilegur og þarfnast ekki grjótharðra bragðlauka við.  Flestir ættu að ráða nokkuð vel við svona bjór sem er einnig í anda fyrirmyndarinnar en Jesús var jú frelsari mannkynsins alls, allir áttu að trúa á hann og fylgja.  Bjórinn er einnig ljós og kristal  tær rétt eins og heilagleikinn og öll Guðlegheitin.  Hinn Hvíti Kristur var hann einnig kallaður hér á landi við upphaf byggðar.
Nóg um það, ölið  er látið þroskast dálítið á eik en þetta er farið að verða gríðarlega vinsælt uppátæki bjórgerðarmanna og er gert til að gæða ölið ögn meiri lotningu og hækka flækjustigið.  Svo notuðu menn Madagaskar kakónibbur frá Omnom súkkulaðigerð til að krydda bjórinn dálítið upp.  Þessi vinkill er virkilega skemmtilegur því að undanskildri nafngiftinni hvað er þá betri tenging við íslenska Páska en súkkulaði?  Úthugsað myndi ég segja.  Loks má svo nefna vatnið sem notað er en það hlýtur eiginlega að hafa verið vígt vatn eða það ætla ég rétt að vona.
Það er sannarlega skemmtilegt að sjá alltaf nýjar gerðir af páskabjór frá Borg, þeir halda sig ekki við einhvern ákveðinn stíl eins og oft er en ná samt að fanga kjarna Páskanna hverju sinni.

Páskabjórinn eða sú hugmynd að brugga sérstakan „páskabjór“ fyrir Páskana virðist upphaflega hafa komið frá Dönum í kringum 1890. Hefð þessi virðist hafa byrjað sem svar danskra bruggara við vinsældum hins þýska dobbel bock Paulaner Salvatore sem þýðir bjargvætturinn.  Salvator var bruggaður til að bjarga föstunni hjá Paulaner munkunum í kringum 1770 eða þar um bil.  Bjór þessi varð svo afar vinsæll í Evrópu og var þá Danmörk engin undanskilning.  Þetta gramdist Dönum en þeir telja stig stundum vera nafli alheimsins, eða þannig upplifir maður þá stundum í samskiptum, og vildu þeir ekki sætta sig við gríðarlegar vinsældir erlends bjórs á heimamarkaði.  Carslberg ákvað því að segja stríð á hendur Salvator og hóf að brugga sérstakan páskabjór sem þeir kölluðu Carlsberg Påske Bryg.  Sá bjór kom ekki á markað fyrr en um 1905 en áður hafði lítið bruggús sem kallaði sig Thor byrjað að brugga danska útgáfu af Salvatore og kölluðu hann bara Salvator.  Þetta var í kringum 1980.  En þetta er svo sem útúrdúr.

IMG_1347-001Skoðum Jesús nánar. Í glasi er hann eins og gullfallegur, kristaltær með léttan froðuhaus sem hverfur fljótt.  Hann er er í fyrstu dálítið látlaus í nefi með ögn málmkeim en svo þegar hann fær aðeins að volgna koma fram kryddaðir tónar með ögn vínlegum blæ.  Það er einhver sætur bragur á þessu sem ég tengi við estera frá gerinu.  Súkkulaði er að mínu mati ekki til staðar í nefi.  Ef bjórinn er svo látinn hitna enn frekar fræ hann á sig meira þéttari blæ og kornkeimur verður áberandi.
Í munni liggur hann vel, fylling góð og hann er heldur kolsýrður en það kann ég persónulega vel við.  Nú er reyndar orðið dálítið langt síðan ég smakkaði síðast Bjart frá Borg en það er þarna eitthvað í bakgrunni sem minnir  á hann, dulítið kryddaður.  Svo fer að bætast við keimur frá eikinni, það rétt örlar á honum með vanillu og út í kókos en þetta er mjög látlaust. Beiskju er stillt í hóf en þó vinnur hún sætuna en humlar sem slíkir koma lítið fyrir.  Það er nokkur vínkeimur sem þó er alls ekki truflandi.  Það fer ekki mikið fyrir súkkulaðinibbunum í bragði en þegar kemur að eftirbragði má finna dálítið súkkulaði og sætt malt.  En þó svo að súkkulaði sé ekki áberandi þá er hins vegar ofsalega ljúft að borða súkkulaði með þessum bjór.  Passar vel saman en það er eitt sem ekki allir vita að bjór og súkkulaði er góð pörun oft á tíðum.
Já þessi bjór er bara ofsalega skemmtilegur og virkilega góður.  Svo er það alltaf spurningin með geymsluna?  Ég gæti trúað að hann gæti orðið skemmtilegur með tímanum, hins vegar er hann síaður og því ekkert ger sem breytir honum með tímanum.  Ég ætla samt að prófa að skella honum í skápinn góða í nokkra mánuði og sjá hvað gerist.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s