Humlar og hamingja!

Humlar og hamingja!

Single Hop serían frá Mikkeller.

Ég veit að það eru margir bjórspekingar sem detta hér inn og hafa ýmsar hugmyndir um það sem hér fer fram.  Menn hafa reyndar verið heldur feimnir við að nota „tjáningarkerfið“ hér og væri gaman að fá líflegri umræður.  En síðan er nýkomin í loftið svo við verðum alveg rólegir.  Nú er það svo að ég leita til ykkar lesenda með aðstoð.  Ég er kominn með single hop seriuna frá Mikkeller í hendur en er í stökustu vandræðum með hana.  Auðvitað gæti maður farið „ánægjuleiðina“ og bara smakkað þetta einhvern vegin og skrifað eitthvað um hvern og einn bjór eða í heildina.  Hins vegar langar mig virkilega að nota tækifærið og kynnast þessum humlum betur.  Marga þekkir maður en suma hefur maður bara aldrei smakkað í bjór áður.  Ég er bara í vandræðum með hvernig ég á að ráðast í þetta verkefni.  Helst þyrfti maður að smakka þetta allt á sama deginum svo samanburðurinn væri sem marktækastur en þá kemur vissulega ölvun til sögunnar.  Ef ég smakka þetta á nokkrum dögum þá er maður ekki alveg með samanburðinn.  Ég hef ákveðið að taka bara 2-3 saman á einum degi.  Reyni að tefla saman áhugaverðum humlum, t.d. í dag Cascade vs Simcoe þar sem mig langaði að finna muninn á þessum tveim.  Hefði samt viljað Amarillo og Centennial einnig.  Í gær langaði mig að reyna hinn leiðinlega að mínu mati Saaz humal á móti Nugget.  Greip svo Warrior síðar um kvöldið.  Væri mjög þakklátur fyrir ykkar álit á pörunum, eitthvað sem er kannski virkilega frábrugðið eða akkúrat öfugt, svipað eins og simcoe og cascade.

Með fyrirfam þakkir.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s