Flottur sumarbjór, Peter Pale and Mary

Notalegur og frískandi sumarkarl

Mikkeller Peter, Pale and Mary – Mikkeller framleiðir svo mikið af bjór að það er nánast vonlaust að fylgjast með. Síðan þeirra er einnig frekar ruglingsleg og oftast lítið af upplýsingum um bjórinn þeirra. Það virðist sem það sé dálítið „cool“ bara að slengja fram einhverjum stykkorðum og smá vísbendingum á fésbókinni en án þess þó að útskýra almennilega um hvað ræðir. Þetta virkar sennilega vel, vekur forvitni og menn kalla á eftir upplýsingum. Stundum er þetta hins vegar bara pirrandi.

Hvað um það, þessi bjór er af gerðinni pale ale í léttari kantinum. Eins og svo oft áður þá er hann bruggaður í De Proef í Belgíu. Nafnið hefur líklega einhverja sögu á bak við sig….eða ekki? Það skiptir ekki nokkru máli, það er bjórinn sem um ræðir.
Í nefi eru mikil blóm og humlar, líklega Mosaic ef ég þekki hann rétt. Í munni er um ofsalega flottan bjór að ræða. Mikið af ávöxtum, ferskjur, og mangó? Þægilega þurr, beiskja notaleg ofsalega léttur og sumarlegur. Já mjög sumarlegur bjór bara með notalegum ávaxtakeim og beiskju í eftirbragði.Frábær sumarbjór sem ég mæli klárlega með, fæst í vínbúðinni, amk Heiðrúnu og Skútuvogi….eru menn eitthvað að þvælast annað hvort eð er?

Tap takeover á Microbar – tvíburaslagur!

Tap takeover á MicrobarÞað er alltaf gaman þegar pöbbar taka sig til og gera eitthvað til að brjóta upp vanann.  „Tap Takeover“ er virkilega spennandi uppátæki sem þýða má sem kranainnrás þó það hljómi alls ekki eins lostafullt.  Þetta þýðir einfaldlega að venjulegi kranabjórinn fær að víkja fyrir einhverju spennandi og oft á tíðum sjaldgæfu öli.  Í gær gerðist þetta á Microbar og var viðburðurinn kallaður „battle between the twins“ sem tilvísun í þá félaga og bræður Mikkel Borg frá Mikkeller  og Jeppe Jarnit-Bjergsø frá Evil Twin.  Frá hvorum bruggaranum voru þrír karlar á krana,frá Mikkeller Santas Little Helper 2012 þroskaður á koníakstunnum, Green Gold ný útgáfa og Arh Hvad tunnuþroskaður á Sauternes tunnum og frá Evil Twin voru það Even More Jesus Porter, Hipster Ale og Ron and The Beasty Ryan, allir á 1200kr glasið.

IMG_2490Frábært framtak sem mætti vel endurtaka aftur og aftur og jafnvel aftur.  Þó svo að meiningin hafi líklega ekki verið að krýna einhvern sigurvegara kvöldsins þá var þetta nú samt „battle“ ekki satt?  Ég smakkaði þá alla fyrir utan Green Gold sem ég var lítt spentur fyrir akkúrat þetta kvöld þar sem mun betri karlar voru í boði.  Hef margoft smakkað þann klassíska og mér liggur ekkert á að smakka þennan nýja.  Það voru stóru karlarnir sem áttu hug minn í gær og þá verð ég að segja að Mikkeller Santas Little Helper kom ofsalega vel út.  Maður segir það kannski ekki oft, en ég ætla að gera það núna, hann var í raun fáránlega flottur.  Hellingur af kókost í nefi og sætur blær sem minnir á vanillu.  Í bragði var hann flókinn og flottur með kókoskeim og sætu.  Koníakið kemur þarna vel í gegn.  Gríðarlega flottur bjór sem klárlega átti vinninginn þetta kvöld.

Það er reyndar erfitt að kasta svona fram þar sem enginn bjór var eins þetta kvöld.  Allir hver öðrum ólíkari og því kannski erfitt að segja hver var bestur.  Hins vegar má maður alveg vera í ákveðnum gír og í gær var ég í harðjaxlagírnum og vissulega í jólaskapi.  Það verður svo að segjast að Arh Hvad barrel aged var gríðarlega ljúfur, ofsalega flottur með tunnukeim, smáááá vanillu og svo brettið á sínum stað en dálítið mildari en klassíska útgáfan.  Þessi bjór átti vinninginn hjá all mörgum þarna í gær heyrðist mér.

Evil Twin Even More Jesus Porter átti einnig marga áhangendur en persónulega fannst mér hann ekkert sérstakur.  Vissulega flottur Imperial Porter/Stout en þar sem ég er svo sem lítið fyrir þennan stíl nema hann sé örlítið sætur þá er ekki mikið að marka.  Menn voru amk mjög sáttir við hann.  Ron the Beasty Ryan kom líka vel út, ofsalega brettaður og flottur Saison sem hægt er að drekka all day long allt árið um kring.  Ummm vonandi er eitthvað eftir af þessum í kvöld.

Já ofsalega vel lukkað kvöld hjá þeim á Micro.  Takk fyrir mig!

Jólabjórhugvekja 2013

GiljavsGiljaÞað er ekki um að villast, jólabjórinn kominn til byggða og allt ætlar um koll að keira.  Bjórinn mokast út úr vínbúðunum og sumar tegundir búnar strax á fyrsta söludegi löngu fyrir lokun.  Já Íslendingar hafa tekið vel við sér í ár enda reynslunni ríkari undanfarin ár.  Góði bjórinn klárast nefnilega alltaf löngu, löngu fyrir jólin.  Stundum finnst manni þó eins og menn kaupi bara eitthvað og séu ekkert að spá í hvort bjórinn sé yfir höfuð að þeirra skapi.
Í ár er óvenju mikið úrval og kannski dálítið erfitt að velja rétta bjórinn.  Ég hef hingað til tekið þátt í jólabjórdómum á Vínotek sem og hér á Bjórbókinni.  Í ár hafði ég ekki tök á því að vera með í Vínotekinu þó svo að maður hafi smakkað vel flest sem er nú á boðstólum en ég treysti þeim félögum Hauki Heiðar, Gunnari og co vel fyrir þessu í ár.

Hér á Bjórbókinni/Bjórspeki höfum við yfileitt tekið alla jólabjóra ársins fyrir og skrifað um þá dóma, í ár munum við hins vegar breyta dálítið út af vananum.  Það er haugur af frekar óspennandi jólabjór á boðstólnum, eitthvað sem við höfum tekið fyrir ár eftir ár (hér má sjá þá dóma t.d.). Við einfaldlega nennum ekki að eltast við þessa karla í ár, það eru aðrir sem hvort eð er hafa látið sína dóma falla þar, Vinotek, Fréttablaðið, Vísir og Fréttatíminn til að nefna einhverja.  Mikið af þessum jólabjór er hvort eð er eins ár eftir ár…… hafir þú smakkað hann í fyrra þá er hann eins í ár eða ooooofsalega svipaður í það minnsta.

Það sem er hins vegar spennandi að skoða að þessu sinni að okkar mati verður tekið hér fyrir.  Þá eru það t.d. nýjir bjórar á markaðnum eða eitthvað sem t.d. er breytilegt frá ári til árs.  Stóru „bringuhárssprettandi“ karlarnir eru svo alltaf spennandi. Til að lífga uppá þetta aðeins hef ég sett inn nokkur tákn við hvern bjórdóm hér að neðan.

Skýring:
 beiskja (1-4),  fylling (1-4),  jólafílingur (eitthvað sérstakt svona jóla (1-4)), bestur í ár, Silver_trophy_icon næstbestur.

 

HoppyEf við byrjum á hörðu deildinni þá er vert að minna á jólabjórinn frá Mikkeller í ár þó svo að sama úrval sé í boði og var í fyrra.  Það sem er hins vegar mikilvægt í því samhengi er að pæla aðeins í aldrinum á bjórnum.  Mikkeller Hoppy Luving Christmas er að okkar mati einn sá allra skemmtilegasti sem stendur okkur til boða hér á landi yfir jólin.  Humlaður og frískandi með örlitlum jólablæ sem stafar af engifer og greni sem notaður er í bjórinn.  Humlar eru þannig að þeir tapa fljótt gleðinni, missa karakter og bragð með tímanum og því er ekki unt að geyma þennan bjór lengi.  Í ár er því komið ferskt „batch“ oooofsalega ljúfur bjór sem menn verða að prófa.  Hafa samt í huga að það er örlítið humalbit í honum.

Prófíll:  7.8%  Silver_trophy_icon

FraTilMikkeller Fra … Til er hins vegar sá sami og fyrir ári,  imperial jólaporter sem hefur fengið að þroskast á flöskunum frá því í fyrra.  Nú er hann orðinn mun skemmtilegri og meiri karakter í honum.  Maður þarf þó að hafa gaman að porter stílnum til að kunna að meta þennan bjór.  Ristað kaffi, dökkt 70% súkkulaði, ögn reykur og jafnvel  lakkrís.  Hér mætti benda fólki sem fannst bjórinn ágætur í fyrra að prófa aftur í ár og finna hvernig hann hefur komið „undan vetri“.

Prófíll:  8.0%  

 

RdWhitaMikkeller  Red White Christmas er ofsalega elegant jólabjór, blanda af belgískum hveitibjór (white) og rauð öli (red ale).  Hér er tækifæri til að slá um sig ef maður vill koma vel út í jólaboðinu.  Bjórinn kemur í 1.5 L flösku og er ofsalega grand að skella einum slíkum á borðið.  Innihaldið er álíka magnað með haug af humlum og beiskju.  Þéttur í munni, með ýmsu kryddi, gerkeim, kóríander og jafnvel smá mandarínublæ.  Í bakgrunni er notalegur karamellukeimur.  Virkilega flottur bjór en gott er að hafa í huga að hann hentar meira þeim sem hafa dálítinn dug og þor.

Prófíll: 8.0%  

,

Gilli2Það verður svo að nefna jólabjórinn frá Borg en nú er svo komið að maður er farinn að bíða spenntur um hver jól eftir að sjá hvaða góðgæti kemur úr þeirra smiðjum.  Í ár tefla þeir fram tveim jólabjórum, það er hinn gríðarlega vinsæli Giljagaur frá því í fyrra nema að hann hefur fengið að þroskast í ár á eikartunnum og kalla þeir hann Giljagaur 14.1.  Svo er það hinn litli og saklausi Stúfur sem er 2.26% léttöl með miklum jólakeim.  Það má svo taka fram fyrir þá sem enn eiga Giljagaur frá því í fyrra að hann er nú orðinn ofsalega flottur og var hann þó ljúfur í fyrra.  Ef við byrjum á honum, Giljagaur 2012 nr 14.  Sá er af gerðinni Barleywine og má lesa nánar um hvernig hann kom út í fyrra hér.  Nú hefur hann tekið á sig allt aðra mynd og er að mati okkar hér kominn í sitt besta form.  Gríðarlega flottur bjór sem hefur einhvern veginn náð að „sjatna“.  Hann er orðinn mun „þéttari“ einhvern veginn og margslunginn.  Í nefi ofsalega ljúfir tónar, þurrkaðir ávextir á borð við rúsínur og svo einhver vanillukeimur jafnvel?  Í munni er hann ekki eins beittur og fyrir ári heldur er hann orðinn mjúkur og „kúlulaga“ ef það gefur einhverja meiningu.  Það er mikil sæta í honum og vínlegur karakter, ögn humlar og bit og svo ljúfir þurrkaðir suðrænir ávextir.  Gæti alveg talað um kókos jafnvel?  Áfengið kemur alls ekki illa út en í fyrra var það heldur áberandi.  Já maður sér ekki eftir því að hafa látið þennan kúra á myrkum stað í ár.  Giljagaur 14 er þar með í efstu sætum jólabjórlistans í ár, ef ekki í efsta sæti.

Prófíll: 10.0%  

stufurStúfur 2.26% er svo nýjasti bjórinn í röðinni frá Borg.  Um er að ræða „lítinn“ bjór í stíl við lítinn jólasvein.  Ég verð þó að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað þeir félagar hjá Borg eru að fara með þessum, vissulega eru þeir að halda í „conceptið“ með skýrskotun í íslensku jólasveinana, en léttöl er ekki málið. Jú jú auðvitað gaman að gera tilraunir, það er bara vonlaust að gera góðan léttbjór.  Þessi er því dálítil vonbrygði en þegar það er sagt þá má þó reyna að dæma hann miðað við áfengismagn.  Hann er ofsalega fallegur í glasi, það vantar ekki, rauður og flottur og það er haugur af jólum í honum, negull, kanill og bara öll flóran.  Bjórinn er hins vegar með léttan og látlausan skrokk eitthvað sem ég ímynda mér að Stúfur jólasveinn sé ekki og svo er hann heldur innantómur í restina.  Miðað við léttöl þá er þetta ágætur drykkur en ég myndi ekki kaupa mér kauða nema ég væri kannski óléttur?  Nú er þetta bara okkar mat hér og alls ekki víst að fólk sé sammála.  Við hvetjum fólk að prófa samt en þá með það í huga að um léttbjór er að ræða.  Það hefði hins vegar mátt hafa bjórinn nákvæmlega svona jólakryddaðan en með þéttari skrokk og mun meira áfengi og svo framreiða hann í litlum flöskum til að halda í conceptið.

Prófíll: 2.26%  

GilliGiljagaur 14.1 eikarþroskaður er svo stóri karlinn frá Borg í ár.  Gríðarlega skemmtilegur bjór sem mikið til er byggður á sömu uppskrift og Giljagaur 14 þó með ööörlitlum tifæringum.  Hann hefur svo verið að þroskast og dafna á eikartunnu í ár. Þetta er gullfallegur bjór í glasi, rauð áferð og hvít falleg froða sem skapar réttu jólastemninguna.  Þetta er ofsalega potent og flottur karl og alls ekki fyrir aumar sálir.  Hann býr yfir einhverjum  sætum jólablæ, mandarínur og krydd í nefi, kannski ögn kókos (líkast til frá eikinni)? Í munni er hann þéttur og mikill með sætum blæ,þar eru einnig mandarínur á sveimi.  Hann er jafnframt dálítið sprittaður sem truflar mig örlítið og svo er einhver ljúfur eikarkeimur sem skapar virðuglega stemningu með snefil af vanillu og jafnvel kókos!

Virkilega skemmtilegur barley wine sem vert er að kanna.  Hann kemur bara í gjafaöskju með glasi á um 2300 kr.  Ég held að vert væri að geyma hann í ár til viðbótar.

Prófíll: 10%  

SnowballTo Öl Snowball Saison er nýr á Íslandi í ár.  Þessi kláraðist nánast á fyrsta degi en ég náði þó í eitt eintak.  Segja má að þetta sé eins konar blendingur, IPA, Saison og Villibjór allt hrært saman í eina flotta uppskrift.  Hann er ofsalega fallegur í glasi, hnausþykkur froðuhaus sem minnir á snjóskafl.  Í nefi eru kryddaðir belgískir tónar, ger og örlítill súr keimur og svo heilmikil villigerlykt umm.  Í munni er meðal fylling, góð beiskja, ögn sæta frá maltinu og svo einhverjir kryddaðir tónar.  Sýrði sasion – brett karakterinn kemur greinilega vel fram einnig.  Þetta gengur algjörlega upp, flott blanda.  Svo finnur maður ekkert fyrir áfenginu sem eru heil 8%.  Það er hins vegar lítið jólalegt við bjórinn að okkar mati, þennan viljum við einfaldlega geta drukkið allt árið um kring.  Þrátt fyrir það þá er þetta með þeim betri í ár.

Prófíll: 8%  

AnchorAnchor Christmas 2013.  Hér er kominn mjög áhugaverður bjór frá hinu ameríska brugghúsi Anchor.  Það skemmtilega við bjórinn er að hann er aldrei eins frá ári til árs.  Alltaf ný uppskrift þó svo að ákveðinn grunnur sé alltaf sá sami og það er alltaf nýtt tré sem prýðir miðann.  Þrátt fyrir lága áfengisprósentu (5.5%) þá er þetta nokkuð stór bjór þó svo að ég viðurkenni að hann mætti vel vera aðeins meira „potent“ fyrir minn smekk.  Yfirleitt er um ýmis skemmtileg krydd að ræða í karlinum og hann er margslunginn og flókinn á tungu og einhvern veginn allt öðru vísi en allir hinir jólabjórarnir á markaðnum.  Flottur matarbjór einnig, um að gera að leika sér aðeins með það.

Prófíll: 5.5%  

SteðjiSteðji Jólabjór er skemmtilegur einfaldur jólabjór frá Steðja.  Þetta er sá sami og í fyrra en virðist þó aðeins hafa verið tekið til í honum.  Bjórinn er amk virkilega vandaður og hann gengur alveg upp.  Um er að ræða lager líkt og Tuborg, Jólagull og Jólabjór víkings en hann hefur þó eitthvað meira að bjóða en þeir karlar.  Hann er með góða fyllingu, og þægilega létta beiskju og svo lakkrís.  Já þeir nota lakkrís frá Góu við bruggunina og gefur hann látlaust en þó greinanlegt lakkrísbragð í bakgrunni.  Sætt maltið og humlarnir eru í fullkomnu jafnvægi og lakkrísinn kemur svo með flotta tilbreytingu í þetta allt saman.  Lakkrísinn finnst líka örlítið í nefi ásamt flottum karamellutón.   Mjög skemmtilegur jólabjór og tilvalinn með jólamatnum.

Prófíll: 5.3%  

carlsCarls Jul. Ég verð bara að taka þennan fyrir.  Það er alls ekki um neitt stórkostlegt að ræða, þetta er bara heldur látlaus og einfaldur lager með smá ristuðum karamellukeim.  Hins vegar er það bara nostalgia sem veldur því að við hér hjá Bjórspeki kættumst mjög þegar við sáum þennan á listanum.  Það er bara eitthvað við að fá þennan á krana í 750 ml glasi í jólaösinni í Köben….og ekki skemmir fyrir heitar eplaskífur með.  Já gaman að þessu.  Skemmtilegur einfaldur en góður jólabjór fyrir danskar sálir.

Prófíll: 5.6%  

TuborgJolaFyrst við erum svo farin að tala um nostalgiu þá hefur það einhvern veginn alltaf loðað við okkur eftir 8 ár í Danmörku að við verðum að fá amk einn jóla Tuborg um hver jól.  Þetta er nefnilega ágætur lager og líkt og Carls Jul, með sætt ristað malt sem minnir á karamellu.

Prófíll: 5.6%  

Meira af súru – Mikkeller Yeast Series Brettanomyces Bruxellensis

Meira af súru - Mikkeller Yeast Series

Undanfarið hefur farið dálítið mikið fyrir súru bjórunum hér á síðunni.  Líklega er það vegna þess að ég er núna nýkominn heim frá Barcelona þar sem mikið var um þessa frábæru bjóra enda ofsalega ljúfir í steikjandi hitanum.
Í einni rannsóknarferð minni á einum af nokkrum bjórbúðum/pöbbum borgarinnar, La Bona Pinta rakst ég á þennan, Mikkeller Yeast Series Brettanomyces Bruxellensis.  Þetta var í raun einn af fáum bjórum þarna sem ég hafði áhuga á að smakka en það var bara helst belgískt öl og svo lokal microbrew sem í boði var þarna.  Yeast serían frá Mikkeller er ansi sniðugt fyrirbæri en líkt og hop series (þar sem mismunandi humlar eru í brennidepli) þá fjallar þessi sería um áhrif mismunandi gersvepps á bjórinn.  Í þessari seriu eru nú 6 bjórar sem allir eru bruggaðir eins, sama malt, humlar og aðstæður, eina sem er breytilegt er gersveppurinn og auðvitað gerjunarhitinn.  Þetta er einstakt tækifæri til að finna hvað gerið gerir fyrir bjórinn en sveppurinn skiptir jú gríðarlegu máli hvað varðar bragð, fyllingu, áfengismagn ofl.  Vissulega þarf maður að smakka fleiri en einn úr sömu seríu til að fá betri mynd á hvað humlar og malt er að gera en maður hefur oft ekki val.  Ég ákvað að grípa þennan sem inniheldur Brettanomyces Bruxellensis sem er einn af höfuðpaurunum í súru bjórunum, sjálfgerjuðu villibjórunum!  Maður hefur í gegnum tíðina smakkað mikið af þessum belgíska bjórstíl og getur svona nokkurn veginn gert upp við sig hvernig áhrif Brettanomyces hefur á bjórinn en í raun ekki alveg þar sem alvöru villibjór inniheldur blöndu af örverum sem eru í andrúmsloftinu þmt Brettanomyces Bruxellensis og Lambicus.  Hér er nú í fyrsta sinn mögulegt að smakka þennan gersvepp einan og sér.  Best væri að hafa þá báða hlið við hlið en La Bona Pinta átti bara þennan úr yeast seríunni því miður.  Bjórinn er annars virkilega fallegur í glasi, mattur og með fallega þétta froðu.  Í nefi er svo mikill keimur, ger og mildir ávextir á súrum nótum.  Mjög einkennandi „brett“ keimur eða „funky“ keimur eins og menn eru farnir að kalla þessa lykt.  Það sem ég tók hins vegar strax eftir er að það vantar „fúkkalyktina“ sem svo oft er í þessum bjórum.
Í munni er hann ofsalega ferskur og ljúfur.  Mildir tónar þar sem humlar og malt er alveg fjarverandi og áherslan liggur í súra þurra keimnum.  Nú er alltaf erfitt að lýsa bragði í orðum, menn verða bara að smakka.  Súrt hér er ekki sama og sítrónubragð eða álíka, meira svona eins og mjög þurrt hvítvín.  Ofsalega skemmtilegt verkefni hér á ferð og ég vona svo sannarlega að þessi sería detti hér inn á klakann, þá mun ég amk tefla saman Bruxellensis og Lambicus.

Sá græni hefur verið heldur þögull undanfarið enda verið bara á kafi í Cava í BCN.  Sá græni smakkaði hins vegar þennan karl og eins og með hina súru bjórana fannst honum hann ljúfur en mjög skrítinn og kitlandi gosið kom skemmtilega á óvart. Verður að vera ískaldur samt.

Mikkeller Beer Geek Vanilla Shake

Image

Á Microbar, Beer Geek Vanilla Shake

Beer Geek Breakfast var sá bjór sem kom Mikkeller á kortið á sínum tíma.  Hann hefur slegið í gegn hvar sem hann kemur fyrir í heiminum og allir sannir bjórnördar kannast við kauða.  Sjálfur var og er ég ekkert sérlega hrifinn af honum.  Þetta er vissulega mjög vandaður hafrastout og að nota gourmet kaffi í hann er vel þegin hugmynd.  Hins vegar kveikti hann ekki í mér, þannig er það bara.  Síðan þá hafa komið fram nokkrir nýjir bjórar sem tilheyra þessari beer geek seriu ef svo má segja.  Ég hef smakkað þá nokkra án þess að vera neitt yfir mig hrifinn.  Hins vegar varð ég ofsalega ánægður með Beer Geek Brunch Weasel sem er virkilega flottur imperial stout. Ég viðurkenni að ég er dálítið fyrir sætuna og ég elska vanillu, súkkulaði og kaffi og bjóráhuginn fer líklega ekki á milli mála.  Þegar ég sá svo að þeir voru að sulla þessu öllu saman í bjór var ég staðráðin í að komast yfir eintak.  Nú er þessi spennandi karl kominn hingað til okkar á Microbar, Beer Geek Vanilla Shake, 13% imperial hafrastout.  Bjórinn er bruggaður í norska brugghúsinu Lervig sem Mikkel er farinn að eiga mikil viðskipti við upp á síðkastið.

Planið í kvöld var reyndar að undirbúa yfirvofandi ferð til Barcelona yfir notalegu spjalli á Microbar með Cantillon Iris við hönd. Plön eiga það hins vegar til að fjúka út um gluggan og í staðinn sit ég hér einn heima (reyndar með hundinum), sólbrunninn eftir einn af 3 sólardögum sumarsins og drekk þennan öfluga imperial stout.  Allt annað en Iris.  Ferðin er þó enn fyrirhuguð eftir 6 daga.  Þegar ég opnaði flöskuna og hellti í glasið varð ég pínu skeptískur því það er haugur alveg af vanillu og súkkulaði sem ryðst upp úr glasinu.  Eiginlega um of, jafnvel fyrir sykurtönn eins og mig.  Ég varð eiginlega bara vonsvikinn.  Svo fékk ég mér sopa og þá liðu allar áhyggjur úr skrokk eins og hendi væri veifað.  Ummm, bjór þessi er ofsalega mjúkur og mikil fylling í honum.  Öflugur og bragðmikill með fullt af beiskju og ristuðu, brenndu jafnvel malti en svo fullt af vanillu og súkkulaði án þess þó að vera of væminn eða sætur.  Biturt kaffið kemur einnig til móts við sætuna, eins og svona eitt til tvö espresso skot með dash af vanillu. Nammi namm. Eftirbragð er svo dálítið beiskt með kaffi og brenndu malti.  Mjög ljúft allt saman.  Svo er spurning hvað varð um öll þau 13% áfengis sem leynast í flöskunni?  Maður verður þess ekki var nema í hita og hamingju.

Ég skrifaði þennan dóm jafnóðum á meðan ég var að smakka bjórinn.  Ég verð þvi að bæta við hér án þess að fara upp og breyta að þega líður á bjórinn þá verður hann nánast of mikið af því góða og ég held að ég geti bara tekið einn svona á kvöldi.  Bjórinn er reyndar ekki alveg búinn þegar þetta er ritað 🙂

Sá græni: Nú reynir á, risabjór fyrir litla bragðlauka.  Þegar hér er komið sögu ættu menn ekki lengur að vera hræddir við svarta litinn, við höfum lært að liturinn segir alls ekki allt.  Í nefi er ofsalega mikil lykt þar sem súkkulaði er mest áberandi.  Í munni er svo ofsalega mikið bragð og hann er mjög mjúkur í munni.  Beiskjan er áberandi en líka þessi súkkulaði kaffikeimur.  Þessi bjór er alls ekki fyrir veikar sálir og ég færi varlega í það að eyða peningum í hann einn á báti.  Væri þó sniðugt að kaupa flösku 3-4 saman bara til að smakka þessa geðveiki!

Citrus Dream á Kexinu NÚNA!!!

Nýr pilsner frá Mikkeller, Citrus Dream

Nýr pilsner frá Mikkeller, Citrus Dream

Ég fór á Kexið í gærdag til að næla mér í Mikkeller 19 áður en hann kláraðist.  Mér líkaði svo vel við bjórinn að ég dró frúnna sem er mikil bjórkona aftur á Kexið um kvöldið til að smakka.  Því miður var 19 búinn á flotta krananum en í staðinn kominn undir Mikkeller Citrus Dream sem er alveg glænýr bjór frá Mikkeller.  4.6% pilsner sem bruggaður er með Citra humlinum og svo appelsínu og sítrónuberki.  Þeir nota enn fremur maís og hafra í bjórinn.  Flottir! Þessi bjór er fallegur í glasi, tær og glæsilegur eins og sönnum pilsner sæmir. Í nefi er ávaxtasprenging þar sem mangó er í aðalhlutverki og svo snefill af appelsínu og örlítið ristað malt.  Í munni er svo allt annað uppá tengingnum.  Maður finnur vissulega að þetta er ekki öl, það er þetta pilsner/lager yfirbragð sem þið áttið ykkur á þegar þið smakkið sjálf.  Það er einnig nokkur ávaxtakeimur sem þó ekki er eins áberandi og í nefi.  Hann er dálítið rammur, sítrusbörkur og furunálar.  Nær þó ekkert í áttina að IPA í beiskjunni enda alls ekki tilgangurinn.  Bjór þessi er algjörlega málið núna, sérstaklega í dag í svona sól og hita.  Frábær sumarbjór sem vert er að eltast við en það er um að gera að vera fljótur til því kauði klárast líklega fljótt eins og Mikkeller 19.

Sá græni er voðalega ánægður. Hér er kominn bjór sem bragð er af án þess að hann sé of mikill.  Rosalega flott ávaxtalykt og sæta.  Í munni er þetta svo bara eins og lagerinn nema bara með meiri snerpu og ávöxtum.  Ég tel að allir geti notið þessa bjórs án vandræða.

Einstaka humalverkefnið – dagur 4

Cluster og Colombus

Þegar einstakir eru ekki stakir verða þeir enn meira einstakir!

Dagur 4, verkefnið heldur áfram, þegar hér er komið sögu sýnist mér kassinn vera rétt um hálfnaður.  Það var mikil spenna í loftinu þegar ég valdi næstu tvo til að takast á við og ekki laust við smá valkvíða.  Þar sem fáar ábendingar höfðu borist á þessum tímapunkti ákvað ég bara að grípa næstu tvo bjóra nánast af handahófi. Colombus og Cluster komu uppúr kassanum.  Kunnuleg nöfn en ég vissi þó ekkert við hverju var að búast.

Cluster er einhver blendingur sem á sér langa sögu.  Hann er amerískur og notaður bæði sem ylmhumall og til beiskju og bragðbætingar.  Alfasýrur í kringum 5-8% og með nokkuð hátt hlutfall myrcene olíu sem gerir hann dálítið blómlegan eða þannig er honum oft lýst.  Ég er þó ekki að finna þennan blómakeim, hann er mjög mildur í nösum með smá ávöxtum og svo má finna vínlegan keim sem ég held nú orðið að stafi af gerinu í bjórnum.  Í munni er mjög þægileg beiskja, hann er blíður í gómi, einhver kryddblær og jörð eða hnetukeimur.  Ekki þessir ávextir eða blóm sem ég hafði búist dálítið við.  Ágætur samt en ekkert sérstakur svo sem.

Colombus er enn einn ameríkaninn, hann gengur einnig undir nafninu Tomahawk.  Hann er töluvert beiskari með ein 14-16% alfasýruhlutfall.  Auk þess að gefa bjórnum hressandi beiskjuboost þá hefur hann einnig heilmikið að bjóða í nefi.  Hann er því klárlega sniðugur „dual“ humall.  Vinsæll í stærri amerísku ölin og allt sem heitir imperial.  Colombus er einn af þessum vá! humlum í þessari rannsókn, þeir hafa reyndar ekki verið margir, í raun bara Citra og kannski Warrior því þótt Simcoe hafi komið vel út þá vissi ég svo sem að þar var um magnaðan humal að ræða.  Colombus hef ég lítið stúderað og því var undrun mín mjög skemmtileg.  Hann kemur ofsalega vel út í nefi með haug af blómum, sætu og sítrus og er því alveg rakinn ylmhumall.  Í munni er hann mjög ljúfur einnig, töluverð beiskja, dálítið þurr á tungu með ögn sítrus og svo er einhver ofsalega flottur þéttleiki með og keimur sem gæti verið einhver viður eða jarðvegur.  Svakalega flottur.  Þetta endar svo allt saman með ljúfum kryddkeim í eftirbragði og ögn lakkrís? Virkilega flottur humall og nú kominn á listann yfir uppáhalds humalinn minn.  Bjórinn sem slíkur heldur alveg velli sem þrusu flottur IPA þrátt fyrir einn stakan humal.

Svo blandaði ég þessum tveim saman og út kom ofsalega flottur IPA, dálítið blandaður í nefi, krydd, sæta og blóm.  Þéttur og flókinn í munni með ljúfu löngu eftirbragði þar sem finna má eins og brenndan sykur með.

Já þetta er ofsalega skemmtilegt.  Sé eftir því að eiga svo ekki annan kassa af þessum bjórum eða það sem væri enn betra ef hægt væri að kaupa þá staka.  Ég myndi þá klárlega hafa gaman að því að reyna að búa til fullkominn IPa.  Óskablandan að svo stöddu væri Citra, Colombus og Warrior, uss hvað ég held að það kæmi vel út.  Ég skora á þá sem eru að fikta í single hop seriunni að taka þessa 3 saman.