Stóra einstaka humalverkefnið – framhald!

Dagur 3, 11/7/13 – Stríðsmaðurinn og áskorandinn og svo dásamlegur endir……Bravó!

Broskarl fyrir þá sem geta gískað á hvaða tvo humla um ræðir hér.  Stríðsmaðurinn er bandarískur andskoti, stór og mikill beiskjuhumall með aðdáunarverð 14,5-17% alfasýruhlutfall.  Humall þessi setur mark sitt á bjórinn svo um nemur með mikilli beiskju. Vilji maður góðan beiskan grunn í bjórinn sinn þá er það þessi.  Stríðsmaðurinn er einnig tiltölulega lár í svo kallaðri co-humulone olíu sem er sú olía sem gefur „hörðu“ eða „vondu“ beiskjuna.  Humallinn ætti því að gefa þægilega en mikla beiskju.  Það er einnig einhver ylmur sem fæst af þessum karli en í hverfandi magni held ég. Ég var ekki alveg að átta mig á því sem ég fann í nefi.  Eitthvað allt annað en allir hinir hér að ofan og minnti mig „gamla“ manninn á lyktina sem maður fann sem barn á Bjarnastígnum og þar í kring þegar Egils var þar starfandi.  Þegar þeir voru að brugga mátti finna einhvern þrúandi rúgbrauðshumalkeim leggja yfir allt hverfið.  Mjög spes keimur og ekkert sérlega aðlaðandi.   Í munni er gríðarleg beiskja, humallinn stekkur hér heljastökk afturábak í fullum herklæðum á sjokkeruðum bragðlaukunum.  Líklega sá beiskasti hingað til en það fær mig einmitt til að brosa breitt.  Þurr á tungu og dálítið krydd eða pipar. Í eftirbragði er svo langvarandi mikil beiskja  Ummm.
Áskorandinn er ekki eins mikill, hann er enskur sjentelmaður sem þó hefur karakter.  6,5-8,5% alfasýrur, hentar vel til að kalla fram beiskju en einnig góður í þurrhumlun til að skapa ylm.  Humall þessi er notaður í hina ýmsu bjórstíla.  Í mínum huga átti áskorandinn ekki séns, ég var búinn að dæma hann áður en keppnin hófst.  Í nefi er hann mun mildari, ögn mold og heytugga.  Ekki blómlegur, minnir helst á lagerinn.  Ef þetta er afrakstur þurrhumlunnar þá myndi ég ekki nota hann sem slíkan.  Í munni er hann mjúkur, ekki eins beittur og stríðsmaðurinn.  Hann er beiskur alls ekkert um of.  Sítrus kemur vel fram og hann er ekki eins þurr.  Þegar líður á bjórinn hins vegar byrjar hann að blómstra verður svona floral í restina og frúttaður.  Dálítið eins og Rocky…þegar er búið að berja hann sundur og saman þá allt í einu kemur hann til og klárar bardagann í restina.  Það er þó ekki alveg að gerast hér, hann nær ekki alveg að klára þetta að þessu sinni.

Nú mundi ég eftir því að prófa að blanda saman þessum tveim humlum og kom það mjög vel út.  Lyktin áfram svona heytugga og jörð og lítt spennandi.  Í munni er bjórinn orðinn mun betri, meira complex ef svo má segja.  Ekki eins bitur en hefur þó nóg og svo kemur blómakeimurinn og ögn sæta í gegn.  Mun betri bjór og meira lifandi.  Gaman að þessu.  Hefði viljað eiga smá Simcoe eftir og setja saman við þessa blöndu og fá þannig meira og betra nef og enn meiri flækju í bragði.  Sárt að eiga ekki til nokkra dropa eftir.  Mun prófa þetta næst 🙂

Hinn marg umtalaði Citra og svo Bravo með.

raidBeerCitra er dálítið nýr af nálinni, var fyrst ræktaður 2007.  Humallinn hefur sætt dálítilli gangríni finnst mér ef marka má umsagnir á veraldarvefnum.  Fólk annað hvort elskar hann eða hatar.  Ég hef smakkað bjór áður sem inniheldur þennan humal í bland við aðra.  Sá sem kemur hvað fyrst upp í hugann er Raid beer frá To Øl en sá bjór er alveg magnaður með haug af humlum og blómum.  Ég er svo glaður að hafa tekið Citra núna því nún fyrst átta ég mig á því hvað það er sem ég elska svo við Raid beer, það er Citra!  Humallinn er amerískur og  inniheldur 11-13% alfasýrur.  Hann er þekktur fyrir að vera mjög öflugur ylmhumall en hátt alfahlutfall gerir hann fínan beiskjuhumal að auki.  Humallinn inniheldur hátt hlutfall af olíum og er lár í co-humulone olíu sem á mannamáli þýðir að hann hefur bara það besta að bjóða, flóknar bragðflækjur og beiskju en ekkert rusl með.  Þegar ég hugsa það betur þá fékk ég einnig sendan Citra IPA frá heimabruggurum er kalla sig Digra.  Sá bjór var góður en þar kemur humallinn alls ekki eins vel fram.
Hér er hann gríðarlega flottur í nefi, flóðbylgjur af „tropical“ ávöxtum þar sem mango ber hæst.  Mikil og fersk lykt.  Í munni er hann mjög beiskur með ávöxtum og þar má enn finna mango og blómlega humla sem og ögn sítrus.  Mikil langvarandi beiskja í eftirbragði. Þessi bjór hrópar á mig Raid beer.  Dásamlegur alveg og klárlega sá besti til þessa úr seriunni.
Í allri þessari hamingju smakkaði ég Bravo humalinn einnig.  Dálítið ósanngjarnt en hei, svona er lífið.  Þetta er humall sem ég þekki ekki neitt.  Hann er amreískur og líkt og Citra tiltölulega nýr á markaði en hann var kynntur til leiks árið 2006 sem svo kallaður super alfahumall.  Hann inniheldur 14-17% alfasýrur og er ætlað það hlutverk að vera beiskjuhumall þó svo að hann hafi líka dálítinn blómlegan blæ og einhverja ávexti.  Lýsingin er flott en í samanburði við Citra þá á hann dálítið erfitt.  Ég átta mig ekki á lyktinni, alls ekki áberandi blóm eða ávextir, get í raun ekki lýst þessu.  Líklega einhver kryddkeimur sem ég kem þó ekki fyrir mig og lúmsk sæta.  Á tungu er hann mjög beiskur og þurr.  Klassískur sítrus og einhverjir kryddtónar.  Sakna ávaxta og blóma eins og lýsingin gefur til tilefni til að búast við (vá er ég að flækja þetta eitthvað?).  En já ágætur humall, skorar hátt bara út á beiskjuna. Ástæðan fyrir því að ég valdi þessa tvo saman var að annar er þekktur ylmhumall og hinn beiskjuhumall.  Mig langaði að sjá hvernig slík blanda kæmi út.  Viti menn blanda þessara tveggja 50/50 býr til ofsalega flottan IPA.  Látlausari í nefi, blóm og ávextir og heldur enn í mangóið.  Í munni mikil beiskja en svo notaleg sæta og ávextir.  Minnir hér enn mikið á Raid beer.  Ég hvet fólk til að reyna þann bjór t.d. á Microbar.

Já og litla getraunin, er þetta ekki nokkuð augljóst?

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s