Mikkeller 19 á krana

Mikkeller 19 á krana

Nánast öll single hop serian samankomin í einum bjór!

Ég verð bara að segja að ef ég væri ekki að fara á næturvakt í nótt og alla helgina þá væri ég á leið á KEX.  Það er bara ekki nokkur spurning.  Ástæðan er einföld, Mikkeller 19 á krana!  Já ég hef verið í hardcore humal rannsóknum síðustu daga þar sem ég hef verið að vinna mig í gegnum þá 20 bjóra sem fyrirfinnast í svo kallaðri single hop seriu frá Mikkeller. Það hefur kannski ekki farið framhjá mörgum þar sem ég hef póstað grimmt á fésinu hvert skref.  Nú er ég rétt um hálfnaður og þegar búinn að uppgötva nokkra „VÁ!“ humla sem ég þarf að skoða nánar.  Tékkið endilega á þessu Stóra einstaka humalverkefnið með einstökum stökum humlum.  Mikkeller 19 er sami IPA grunnurinn og notaður er í Single Hop Seriuna en í stað þess að nota einn humal hafa þeir sett 19 af þeim 20 sem í seriunni eru í mismunandi hlutföllum í bjórinn. Þetta er auðvitað bara alveg magnað.  Hér má sjá hvaða humlar þetta eru og hlutföllin.  Ég hef grænletrað þá sem ég hef þegar smakkað sem einstaklinga.

Þetta er alvöru innihaldslýsing:
Simcoe 17,14%, Citra 15,72%, Amarillo 14,29%, Sorachi Ace 10,71%, Bravo 6,79%, Colombus 6,79%, Cluster 4,64%, Warrior 4,64%, Cascade 3,57%, Centennial 3,57%, Palisade 2,86%, Challenger 1,43%, Galena 1,43%, Magnum 1,43%, Mt Hood 1,43%, Tettnanger 1,43%, Nugget 0,71%, Super Galena 0,71%, Williamette 0,71%.

Sjálfur hef ég ekki komist í þennan en því verður kippt í liðinn nk mánudag 🙂  Skál.  Nú vil ég fá að heyra hvernig ykkur líkar.

Einstaka humlaverkefnið – Funky stuff

Funky hops

Stundum er maður bara í funky skapi!

Dagur 5, 13.7.13.  Verkefnið heldur áfram.  Ég var í dálitlu „funky“ skapi þetta kvöld og ákvað því að velja einhvern stórfurðulegan humal  í stíl, einhvern sem ég hafði aldrei spáð neitt í áður.  Ég valdi Sorachi Ace humalinn, í raun bara vegna nafnsins sem segir mér ekki neitt.  Humallinn er uppruninn í Japan og er afsprengi blöndunnar á Brewers Gold og Saaz.  Hann hefur alfasýrur uppá 10.2 – 12.9% og er oftast notaður sem beiskjuhumall en sumir vilja nýta sér undarlega sítrónukeiminn sem hann hefur að geyma sem bragðbætir eða ylmauka. Bjórstílar þar sem sítróna er velkomin gætu nýtt sér eiginleika humalsins, t.d. Saison eða ferskir hveitikarlar.

Þetta er undarlegur humall/bjór.  Í nefi er einhver stórskrítin lykt sem er líkast til einhverskonar sítrónukeimur en minnti mig í fyrstu á einhvern við á borð við eik.  Þegar maður veit að þetta á að vera sítróna þá gæti það svo sem verið málið.  Það sama er að segja í munni, eikin áberandi en svo nokkur beiskja.  Mjúkur á tungu og örlítið þurr og kannski ögn hnetur (nutty) og kannski líka blóm og smjör???  Funky shit ég veit, svona er bara tungan að spila með mig þetta kvöld.  Það er svo einhver öööörlítill málbragur yfir sem skemmir þó ekki.  Eftirbragð hefur dálítið sætt yfirbragð, benndur sykur?

Já þetta verður líklega að teljast einn af þessum VÁ! Humlum.  Ekki kannski af því að hann er æðislegur en hann er bara svo undarlegur og þessi eikarbragur kveikir dálítið í mér.  Væri skemmtilegt að nota þennan í bjór og ljúga svo að fólki að hann væri tunnuþroskaður á eikartunnum. Ef ég á að nefna bjór sem hann minnir mig dálítið á þá er það Brewdog Oak Aged 7.7 lager.