
Stundum er maður bara í funky skapi!
Dagur 5, 13.7.13. Verkefnið heldur áfram. Ég var í dálitlu „funky“ skapi þetta kvöld og ákvað því að velja einhvern stórfurðulegan humal í stíl, einhvern sem ég hafði aldrei spáð neitt í áður. Ég valdi Sorachi Ace humalinn, í raun bara vegna nafnsins sem segir mér ekki neitt. Humallinn er uppruninn í Japan og er afsprengi blöndunnar á Brewers Gold og Saaz. Hann hefur alfasýrur uppá 10.2 – 12.9% og er oftast notaður sem beiskjuhumall en sumir vilja nýta sér undarlega sítrónukeiminn sem hann hefur að geyma sem bragðbætir eða ylmauka. Bjórstílar þar sem sítróna er velkomin gætu nýtt sér eiginleika humalsins, t.d. Saison eða ferskir hveitikarlar.
Þetta er undarlegur humall/bjór. Í nefi er einhver stórskrítin lykt sem er líkast til einhverskonar sítrónukeimur en minnti mig í fyrstu á einhvern við á borð við eik. Þegar maður veit að þetta á að vera sítróna þá gæti það svo sem verið málið. Það sama er að segja í munni, eikin áberandi en svo nokkur beiskja. Mjúkur á tungu og örlítið þurr og kannski ögn hnetur (nutty) og kannski líka blóm og smjör??? Funky shit ég veit, svona er bara tungan að spila með mig þetta kvöld. Það er svo einhver öööörlítill málbragur yfir sem skemmir þó ekki. Eftirbragð hefur dálítið sætt yfirbragð, benndur sykur?
Já þetta verður líklega að teljast einn af þessum VÁ! Humlum. Ekki kannski af því að hann er æðislegur en hann er bara svo undarlegur og þessi eikarbragur kveikir dálítið í mér. Væri skemmtilegt að nota þennan í bjór og ljúga svo að fólki að hann væri tunnuþroskaður á eikartunnum. Ef ég á að nefna bjór sem hann minnir mig dálítið á þá er það Brewdog Oak Aged 7.7 lager.
🙂 spúkí? En já þessi keimur er mjög skemmtilegur, minnti mig helst á eitthvað sem ég hef fundið í oak aged bjórum. Einhverjir ávextir einnig. Langar að smakka aftur en tími ekki að kaupa heilann kassa aftur 😉 Hef annars lent i vandræðum með „funky“, menn kváðu t.d. hér á rapporti þegar ég talaði um funky hjartarit. Svo sem meira sagt í gríni þá 🙂
Ég er að drekka þennan núna.
Get ekki sagt að ég deili því að finna neina eik í honum, en lyktin er vissulega einkennilegt. Ég pikka upp smá hvítvínsþrúgu og ávaxtatóna sem er erfitt að setja fingurinn á. Bjórinn er vel beiskur en engu að síður nokkuð þægilegur.
Ég mundi fara varlega í að nota lýsingarorðið „funky“ um bjóra sem eru ekki gerjaðir með villigerlum, það gæti orðið ruglingslegt þegar þú ferð að lýsa bjórum sem eru raunverulega funky, eins og t.d Arh hvad?! og Orval svo dæmi séu nefnd.
Kv G.