
Nánast öll single hop serian samankomin í einum bjór!
Ég verð bara að segja að ef ég væri ekki að fara á næturvakt í nótt og alla helgina þá væri ég á leið á KEX. Það er bara ekki nokkur spurning. Ástæðan er einföld, Mikkeller 19 á krana! Já ég hef verið í hardcore humal rannsóknum síðustu daga þar sem ég hef verið að vinna mig í gegnum þá 20 bjóra sem fyrirfinnast í svo kallaðri single hop seriu frá Mikkeller. Það hefur kannski ekki farið framhjá mörgum þar sem ég hef póstað grimmt á fésinu hvert skref. Nú er ég rétt um hálfnaður og þegar búinn að uppgötva nokkra „VÁ!“ humla sem ég þarf að skoða nánar. Tékkið endilega á þessu Stóra einstaka humalverkefnið með einstökum stökum humlum. Mikkeller 19 er sami IPA grunnurinn og notaður er í Single Hop Seriuna en í stað þess að nota einn humal hafa þeir sett 19 af þeim 20 sem í seriunni eru í mismunandi hlutföllum í bjórinn. Þetta er auðvitað bara alveg magnað. Hér má sjá hvaða humlar þetta eru og hlutföllin. Ég hef grænletrað þá sem ég hef þegar smakkað sem einstaklinga.
Þetta er alvöru innihaldslýsing:
Simcoe 17,14%, Citra 15,72%, Amarillo 14,29%, Sorachi Ace 10,71%, Bravo 6,79%, Colombus 6,79%, Cluster 4,64%, Warrior 4,64%, Cascade 3,57%, Centennial 3,57%, Palisade 2,86%, Challenger 1,43%, Galena 1,43%, Magnum 1,43%, Mt Hood 1,43%, Tettnanger 1,43%, Nugget 0,71%, Super Galena 0,71%, Williamette 0,71%.
Sjálfur hef ég ekki komist í þennan en því verður kippt í liðinn nk mánudag 🙂 Skál. Nú vil ég fá að heyra hvernig ykkur líkar.