Kölsch! Nýr gestur á krana á Microbar.

Kölsch

Kölsch hið þýska föl öl á krana á Micro núna!

Nýr bjór frá Gæðingi er á gestakrana núna á Microbar.  Um er að ræða mildan og ljúfan lager með sumarlegum blæ af gerðinni kölsch. Steini á Micro segir að í bjórinn sé notað bæði lagerger og ölger sem gerir þetta eins konar lager/öl blending. Bjórinn virðist ósíaður í glasi og heldur dökkur fyrir Kölsch stílinn.  Í nefi er hann með sætum blæ og hunang greinanlegt. Hann er mildur á tungu, fín fylling.  Það er þægilegur humalbragur yfir honumog dálítið krispí og hressandi.  Beiskja jafnast þó nokkuð vel út með sætu og hunangskeim.  Örlítið ávaxtabragð einnig. Allt í allt flottur bjór hjá þeim, ekkert stórverkefni fyrir óharðnaða.  Sá græni myndi taka vel í þennan bjór sem á vel heima á krana yfir sumartímann.  Hann er kannski ekki alveg klassískur Kölsch en hugmyndin góð.  Mæli með þessum bjór fyrir alla.

Stíllinn er þýskur að uppruna og á rætur sínar að rekja til borgarinnar Köln í Þýskalandi. Um er að ræða ljósasta bjórstíl Þýskalands sem sprottinn er af öðrum þýskum stíl Altbier á 19. öld. Kölsch er stundum kallaður hið þýska föl öl eða pale ale.  Altbier er dekkri bjór af gerðinni öl með koparlit en þegar menn náðu tökum á að stjórna betur ristuninni á bygginu gátu menn skapað mun ljósari öl. Kölsch er útkoman.  Í bjórinn er notað sérstakt ölger, yfirborðsger sem þýðir að stíllinn er í raun öl en svo er gerjunin látin malla við kaldar aðstæður og bjórinn þannig kaldgerjaður líkt og lagerbjór og svo er hann látinn þroskast eða „lageraður“ við frostmark um skeið.  Við þessar aðstæður leysir gerið ekki mikið af sínum bragðmiklu esterum úr læðingi og bragð verður milt og látlaust.  Klassískt hefur bjór þessi þó líkt og Altbier dálitinn ávaxtakeim.  Það má því segja að stíllinn sé öl/lager blendingur þó svo að strangt tiltekið sé um öl að ræða og bruggarar myndu ekki taka í mál að kalla bjórinn þeirra lager.  Það má til gamans geta að Kölsch er mjög local bjórstíll.  Líkt og kampavínið sem aðeins er „ekta“ ef það kemur  frá Champagne í Frakklandi þá eru aðeins örfá brugghús í og umhverfis Köln sem brugga bjór sem má kallast ALVÖRU Kölsch.

2 hugrenningar um “Kölsch! Nýr gestur á krana á Microbar.

  1. Do you mind if I quote a couple of your posts as long as I provide credit and sources back to your site?
    My blog site is in the very same area of interest as yours and my users would really benefit from
    a lot of the information you provide here. Please let me know if this okay with
    you. Thanks a lot!

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s