Lítill bitur gaur á Microbar

photo (14)Það er orðið dálítið langt síðan maður gat lofað sér að staldra við á uppáhalds barnum sínum og sötra bjór.  Maður er bara of upptekinn í vinnu öllum stundum.  Ég ákvað þó að laumast eftir kvöldvakt um daginn til að reka tungu ofan í nýja bjórinn þeirra Gæðinga sem þeir kalla “litla” bitter.    Bjórinn kalla þeir litla þar sem hann er aðeins um 4% í áfengi.  Mér skilst að upphaflega hafi þetta átt að vera annars konar bjór en svona er það nú oft, hlutir breytast, ákvarðanir eru teknar og útkoman er svo bara eitthvað allt annað en upphaflega var lagt upp með.  Það er það sem er skemmtilegt við þennan bruggheim.  Alla vega, bjórinn er bara stórfínn, þetta er léttur karl, mildur, mikil kornlykt í nefi og grösugir humlar.  Ekki þó áberandi blóm eða ávextir en mér skilst að bjórinn hafi verið þurrhumlaður í drasl.
Á tungu er hann þægilegur, og beiskjan kemur vel fram en er langt frá því að standa undir “bitter” nafninu í þeim skilningi sem hinn almenni borgari leggur oftast í nafnið.  Ég held að fólk fælist almennt dálítið frá þegar þeir heyra nafnið en hér er um að gera að lofa bragðlaukum frekar að dæma.  Hann er einnig dálítið maltaður og fylling í meðallagi.  Minnir dálítið á lager með stolt og sjálfstraust ef svo má segja.
Það er svo sem rétta rólið fyrir stílinn, english bitter  sem á að vera frekar léttur í áfengi, maður á amk ekki að finna það, humlar eiga ekki að vera áberandi í bragði en þó á beiskjan að vera merkjanleg.  Það er svo spurning orðið hvort maður eigi yfir höfuð að tala um stíla þar sem mörkin eru farin að vera svo óljós í dag.  Það er þó gott að hafa einhver viðmið.

Ég kunni virkilega vel að meta þennan flotta strák og Græni karlinn var mér loksins hjartanlega sammála, auðdrekkanlegur, þægilegur og umfram allt góður lítill bjór.  Hver segir að 4% sé of lítið?  Klárlega skella þessu á flöskur, ja eða dósir bara!

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s