Founders Imperial Stout, einn sá besti í ÁTVR í dag!

Founders Imperial Stout, einn sá besti í ÁTVR í dag!

Ég hef áður fjallað um Founders, eitt flottasta brugghús veraldar og jafnvel þótt víðar væri leitað?  Síðustu vikurnar hafa fengist nokkrir af þeirra bestu körlum á betri krám borgarinnar og via sérpöntun ÁTVR.  Kannski hafa menn þegar smakkað t.d. All Day Session IPA frá þeim en hann er með eindæmum ljúfur IPA.  Nú í gær var svo að bætast við einn ægilega flottur, einn sá besti í ÁTVR þessa dagana að okkar mati, Founders Imperial Stout.  Svona eiga Imperial Stout bjórar að vera, þeir gerast varla mikið betri.  Við hér á Bjórspekinni erum svo alls ekki einir um þessa skoðun því þessi ofsalegi karl fær 100 stig af 100 mögulegum á Ratebeer sem fyrir þá sem ekki þekkja til er stærsta bjórsamfélag veraldar á netinu.

Founders Imperial Stout er gott dæmi um bjór sem má ALLS ekki drekka af stút….og ég meina ALLS ekki. Þessi bjór þarf að vera í fallegu glasi, helst einhverju svona tulip glasi, belgmiklu og á fæti.  Ég var svo heppinn að fá að gjöf Founders glas frá félaga mínum Andra sem er einn af þeim sem ábyrgur er fyrir stórauknu bjórúrvali Íslands.  Það er dásamlegt að fylgjast með bununni þegar hellt er í glasið, koooolsvört og þykk eins og olía beint úr iðrum jarðar.  Svo myndast þessi líka fallegi froðuhaus sem hangir nokkuð vel inni.  Í nefi er heilmikið í gangi, mikil sæta, og ristað sætt malt og svo keimur sem ég kannast vel við frá fornri tíð.  Þetta er lykt sem minnir furðu mikið á súkkulaðibananakökuna sem góð vinkona mín Ólína átti stundum til að baka handa mér þegar hún var í góðu skapi.  Frábær nostalgia.  Í munni er hann mikill, áfengið finnst varla nema sem flottur hiti.  Það er mikil beiskja í honum sem er nauðsynlegt til að draga úr sætunni sem skín þó í geng.  Sopinn liggur afar vel og hann er í raun fáránlega mjúkur í munni.  Svo er þarna kaffi, súkkulaði og einhver sæta sem ég kem ekki fyrir mig og loks ofsalega snoturt eftirbragð, korn, kaffitónar og karamella jafnvel.

Ég hvet fólk til að prófa þennan bjór en hafa það þó í huga að þetta er heldur pótent bjór með mikinn skrokk og bragð sem tekur vel í.  Að gefnu tilefni vil ég svo benda á að þessi bjór minnir ekkert á Guinnes sem menn virðast alltaf við þegar kemur að svörtum bjór.
Þessi bjór er magnaður einn og sér en enn betri með einhverju gúmmilaði og ég skora á ykkur að prófa með vanilluís með heitri súkkulaðisósu eða heitri eplaköku með vanilluís og svo auðvitað súkkulaðimús og þá er jafnvel hægt að hella örlítið af bjórnum yfir músina……maður fær bara vatn í munninn.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s