Jólabjórinn 2014 – sleggjudómar :)

IMG_2621Jólabjórinn er farinn að flæða og landinn strax farinn á stjá að hamstra áður en allt klárast. Að vanda mun ég fara létt yfir það helsta sem vert er að vita þetta árið varðandi jólabjórinn. Til að byrja með held ég að aldrei hafi verið eins mikið úrval, einar 30 tegundir eða svo. Ég ætla samt ekki að hafa þetta langt, er eginlega hættur að kaupa þessa léttu karla til að dæma, þeir eru bara svo óspennandi og alltaf eins milli ára. Ég var þó einu sinni sem oftar með í jólabjórsmakki Vínotek þetta árið og komst því í flest það sem er í boði núna í vínbúðinni. Það var ýmislegt sem kom á óvart skal ég segja ykkur.
Dómar þessir verða dálítið litaðir af eigin smekk, það er í lagi svona í kringum jólin.
Þegar það er sagt vil ég benda á að persónulega vil ég hafa jólabjór aðeins spes, bjórinn verður helst að hafa eitthvað sem minnir á jólin eða eitthvað sem ekki fæst allt árið um kring. Ég veit að margir eru mér ósammála hvað þetta varðar. Ég þoli svo ekki bjór sem er bara kallaður jólabjór en er alveg eins og allt annað sem viðkomandi brugghús framleiðir. Verð bara reiður.

Bráðatilfellin:
En ok, hvað er það sem maður bara má ekki missa af? Jú það sem mun klárast fyrst og þetta segi ég bara af reynslu, eru Mikkeller Hoppy Luving Christmas, Snowball frá To Öl, og Brewdog Hoppy Christmas. Reyndar fer þetta allt mjög fljótt frá Mikkeller og Brewdog. Þvörusleikir er svo annað sem verður að drífa sig í að prófa, Borg bjórinn fer alltaf hratt. Svo veit ég að það á eftir að koma eitthvað alveg spes og flott á krana á t.d Micro og Kex. Eitthvað sem klárast mun mjööög fljótt. Fylgist með því hér.

.

Það óvænta þetta árið:
Egils Jólagullið kom töluvert á óvart, hingað til hef ég ekki getað drukkið þennan bjór með góðu móti en í ár er allt annað uppá tengingnum, í ár eru Egils Gullið ekki lager heldur öl. Já öl með bara nokkuð þægilegum karakter, ágætis beiskja, sæmileg fylling og bara allt í lagi bjór. Í nefi er nokkur sæta með perum og banönum og minnir þannig á hveitibjór. Þetta er svona jólabjór fyrir þá sem vilja fara úr látlausa lagernum í aðeins skemmtilegri bjór og fær Ölgerðin hér með hrós fyrir að breyta aðeins út af vananum og kannski koma til móts við ört vaxandi bjórkröfur þjóðarinnar.

Jólatuborginn kom líka á óvart, hingað til hefur hann alltaf verið í dálitlu uppáhaldi, líklega nostalgía frá námsárum mínum í DK. Nú hins vegar var hann ekki alveg að standast væntingar, mikill málmur í nefi og bragði. Ég veit ekki, er eitthvað nýtt að gerast í Tubbanum? Ger? Ég mun þó ekki gefast upp, ég mun halda tryggðinni við gamlan félaga. Þetta var svo sem bara first impression.

Svo er það Kaldi, já blessaður Jólakaldinn kom verulega á óvart. Hann vann í raun flokk léttu lager jólabjóranna hjá mér þetta árið. Ólíkt fyrri árum þá er hann í fínu jafnvægi, ekkert auka eða off bragð. Hann er bara þægilegur, nettur og flottur og það sem undarlegast er, það er öööörlítill lakkrískeimur af honum svei mér þá? Eitthvað sem ég held að fólk eigi eftir að falla fyrir svona almennt. Sjálfur mun ég ekki kaupa flösku af honum frekar en hitt létta stöffið samt, aurinn minn fer í flóknari bjór. Ég hélt að aldrei ætti ég eftir að segja þetta um Kalda, gaman að þessu.

Loks eru það Ölvisholts bjórarnir, þeir eru tveir þetta árið, Jóli og Jólabjór Ölvisholts. Hingað til hef ég verið sérlegur aðdáandi Ölvisholts og jólabjórinn þeirra hefur alltaf skorað hátt hjá mér en í ár hefur eitthvað gerst. Ég er fylgjandi því að jólabjór sé eitthvað spes og minni á jól og það gera þeir sannarlega báðir en hins vegar er bara allt allt of mikill negull og krydd. Jólabjórinn byrjar vel, flottur í nefi, jólakrydd og fínerí en svo er bara of mikill negull í munni. Jóli er svo sama themað nema á sterum, gríðarlegt krydd. Já þessir komu verulega á óvart, bjóst við miklu betri bjór.

Hvað ber að forðast:
Mér finnst leiðinlegt að skrifa það en stundum má það alveg. Mér finnst að fólk eigi bara að vanda sig við jólabjórgerðina, ekki bara merkja hvað sem er sem jólabjór. Víking Jólabjór er algjörlega eins óspennandi eins og þeir gerast, reyndar ekki vondur en hann er bara eins og hver annar lager, ekkert jólalegt við hann. Harboe jóla er líkast til einn sá versti sem ég hef smakkað og voru Vínotekssmakkarar eiginlega sammála því. Klár óvirðing við fólk sem hefur eitthvað örlítið bragðskyn. Egils Malt jólabjórinn kom einnig ekki vel út, allt allt of sætur.

Bestu Íslensku:
Það er án efa Þvörusleikir frá Borg sem hefur vinninginn í ár. Hann hefur það sem þarf, humlana, sætuna, kókos og fínerí. Hann er í senn einfaldur og þægilegur en þó með hæfilegt flækjustig sem gengur vel í lengra komna. Svo er hann bara afar fallegur á borðum.

Kaldi er sem fyrr segir, afar nettur og vandaður þetta árið eða kannski er það bara smekkur minn um þessar mundir. Ég held að þessi muni slá í gegn hjá flestum sem aðhyllast létta flokkinn. Þetta er bjórinn sem ég læt flesta vini mína kaupa í ár en ég er alltaf spurður ár hvert hvað á að kaupa. Flestir vinir mínir hafa nefnilega einfaldan bjórsmekk. Fast á eftir þessum kemur Jóla Thule, þetta er bjór sem krefst einskis af neytandanum en hefur þó þessa karamellu og rist sem menn vilja tengja við jólabjórinn.

Svo má hafa hér með Almáttugan Steðja, annar af tveim jólabjórum frá þeim í ár. Miðarnir á báðum eru að vanda hræðilegir en það verður að teljast aukaatriði. Í nefi má finna ristaðar hnetur og ögn lakkrís. Í munni er hann mjúkur, eiginlega furðu mjúkur miðaða við prósentu. Lakkrísinn leynir sér ekki en er ekkert of mikill. Það er nokkur hiti í honum sem kemur vel út en bjórinn endar þó ekki alveg nægilega vel. Fyrsta ölið frá Steðja, skemmtilegt framtak og án efa besti bjórinn frá þessu brugghúsi til þessa.

Bestu jólabjórar ársins:
Bestu bjórar ársins koma ekki á óvart, eiginlega þeir sömu og síðasta ár.
Efstur á lista er Mikkeller Hoppy Luvin Christmas. Hér erum við komin í sterkari flokkinn, hér erum við með bjóra með bragð, hita og hamingju. Huppy Luvin er mikill í nefi, mikil mandarína og sætir ávextir. Í munni er hann afar ferskur, flott fylling og mikil beiskja og hann er þægilega þurr. Mandarínur koma einnig við sögu. Þessi er frábær með t.d Öndinni í appelsínusósunni og flottur eftir þunga jólasteik.

To Öl Snowball kemur hér fast á eftir, þetta er bjór sem er svo þægilegur að það er engu líkt. Saison í grunninn með humlum og villigeri. Bjórinn er örlítið funky í nefi og kryddaður. Í munni er hann þurr, smá mandarínur, létt krydd og ger og svo fullt af skemmtilegum humlum.

Brewdog Hoppy Christmas kemur hér í 3. sæti ásamt Mikkeller Red White Christmas. Báðir vel humlaðir, þurrir og beiskir. Brewdog er þurr i nefi með grenikeim. Í munni er mikil fylling, og humlarnir gefa sætuna. Red White er svo blanda af hveitibjór og red ale. Gríðarlega mikil froða, þétt og flott. Mikil krydd og humlar í nefi. Flott fylling, fura og ögn sykur á tungu. Þessi passar líka sérlega vel með Öndinni að ofan.

Það verður svo að nefna Brewdog Santa Paws sem er aðeins 4.5% karl of lendir því í létta geiranum. Þetta er dökkur og fallegur bjór með mikilli rist í nefi og saltlakkrís. Fylling er í meðallagi, dálítið þurr á tungu og kryddaður. Minnir töluvert á porter en fyrir minn smekk aðeins og þunnur. Hefði viljað sjá þennan svona 7% Engu að síður gott val fyrir þá sem hafa gaman að porter.

Samantektin:
Úrvalið er mikið þetta árið, margir þeir sömu og síðast. Þvörusleikir vinnur íslensku bjórana í ár en Kaldi og Jóla Thule koma vel út og eru held ég þeir bjórar sem flestir geta drukkið.
Egils Jólagull kom á óvart, nú er hann orðinn öl og stendur sig bara nokkuð vel, menn verða að prófa. Steðji kemur svo með sinn besta bjór til þessa, porterlegan, ristaðan og skemmtilegan bjór með ögn lakkrískeim, bjórinn kalla þeir Almáttugur Steðji sem er annar af tveim jólabjórum frá þeim í ár. Bestu bjórarnir þetta árið yfir allt eru líkt og í fyrra Mikkeller Hoppy Luvin Christmas og Snowball frá To Öl. Báðir virkilega ferskir og flottir með mikið bragð, humlabeiskju og notalegheit. Þetta er bjór fyrir fólk sem vill eitthvað meira potent og vandað.
Svekkelsi ársins eru svo Ölvisholtsbjórarnir sem eru bara allt of kryddaðir.

Jólabjórhugvekja 2013

GiljavsGiljaÞað er ekki um að villast, jólabjórinn kominn til byggða og allt ætlar um koll að keira.  Bjórinn mokast út úr vínbúðunum og sumar tegundir búnar strax á fyrsta söludegi löngu fyrir lokun.  Já Íslendingar hafa tekið vel við sér í ár enda reynslunni ríkari undanfarin ár.  Góði bjórinn klárast nefnilega alltaf löngu, löngu fyrir jólin.  Stundum finnst manni þó eins og menn kaupi bara eitthvað og séu ekkert að spá í hvort bjórinn sé yfir höfuð að þeirra skapi.
Í ár er óvenju mikið úrval og kannski dálítið erfitt að velja rétta bjórinn.  Ég hef hingað til tekið þátt í jólabjórdómum á Vínotek sem og hér á Bjórbókinni.  Í ár hafði ég ekki tök á því að vera með í Vínotekinu þó svo að maður hafi smakkað vel flest sem er nú á boðstólum en ég treysti þeim félögum Hauki Heiðar, Gunnari og co vel fyrir þessu í ár.

Hér á Bjórbókinni/Bjórspeki höfum við yfileitt tekið alla jólabjóra ársins fyrir og skrifað um þá dóma, í ár munum við hins vegar breyta dálítið út af vananum.  Það er haugur af frekar óspennandi jólabjór á boðstólnum, eitthvað sem við höfum tekið fyrir ár eftir ár (hér má sjá þá dóma t.d.). Við einfaldlega nennum ekki að eltast við þessa karla í ár, það eru aðrir sem hvort eð er hafa látið sína dóma falla þar, Vinotek, Fréttablaðið, Vísir og Fréttatíminn til að nefna einhverja.  Mikið af þessum jólabjór er hvort eð er eins ár eftir ár…… hafir þú smakkað hann í fyrra þá er hann eins í ár eða ooooofsalega svipaður í það minnsta.

Það sem er hins vegar spennandi að skoða að þessu sinni að okkar mati verður tekið hér fyrir.  Þá eru það t.d. nýjir bjórar á markaðnum eða eitthvað sem t.d. er breytilegt frá ári til árs.  Stóru „bringuhárssprettandi“ karlarnir eru svo alltaf spennandi. Til að lífga uppá þetta aðeins hef ég sett inn nokkur tákn við hvern bjórdóm hér að neðan.

Skýring:
 beiskja (1-4),  fylling (1-4),  jólafílingur (eitthvað sérstakt svona jóla (1-4)), bestur í ár, Silver_trophy_icon næstbestur.

 

HoppyEf við byrjum á hörðu deildinni þá er vert að minna á jólabjórinn frá Mikkeller í ár þó svo að sama úrval sé í boði og var í fyrra.  Það sem er hins vegar mikilvægt í því samhengi er að pæla aðeins í aldrinum á bjórnum.  Mikkeller Hoppy Luving Christmas er að okkar mati einn sá allra skemmtilegasti sem stendur okkur til boða hér á landi yfir jólin.  Humlaður og frískandi með örlitlum jólablæ sem stafar af engifer og greni sem notaður er í bjórinn.  Humlar eru þannig að þeir tapa fljótt gleðinni, missa karakter og bragð með tímanum og því er ekki unt að geyma þennan bjór lengi.  Í ár er því komið ferskt „batch“ oooofsalega ljúfur bjór sem menn verða að prófa.  Hafa samt í huga að það er örlítið humalbit í honum.

Prófíll:  7.8%  Silver_trophy_icon

FraTilMikkeller Fra … Til er hins vegar sá sami og fyrir ári,  imperial jólaporter sem hefur fengið að þroskast á flöskunum frá því í fyrra.  Nú er hann orðinn mun skemmtilegri og meiri karakter í honum.  Maður þarf þó að hafa gaman að porter stílnum til að kunna að meta þennan bjór.  Ristað kaffi, dökkt 70% súkkulaði, ögn reykur og jafnvel  lakkrís.  Hér mætti benda fólki sem fannst bjórinn ágætur í fyrra að prófa aftur í ár og finna hvernig hann hefur komið „undan vetri“.

Prófíll:  8.0%  

 

RdWhitaMikkeller  Red White Christmas er ofsalega elegant jólabjór, blanda af belgískum hveitibjór (white) og rauð öli (red ale).  Hér er tækifæri til að slá um sig ef maður vill koma vel út í jólaboðinu.  Bjórinn kemur í 1.5 L flösku og er ofsalega grand að skella einum slíkum á borðið.  Innihaldið er álíka magnað með haug af humlum og beiskju.  Þéttur í munni, með ýmsu kryddi, gerkeim, kóríander og jafnvel smá mandarínublæ.  Í bakgrunni er notalegur karamellukeimur.  Virkilega flottur bjór en gott er að hafa í huga að hann hentar meira þeim sem hafa dálítinn dug og þor.

Prófíll: 8.0%  

,

Gilli2Það verður svo að nefna jólabjórinn frá Borg en nú er svo komið að maður er farinn að bíða spenntur um hver jól eftir að sjá hvaða góðgæti kemur úr þeirra smiðjum.  Í ár tefla þeir fram tveim jólabjórum, það er hinn gríðarlega vinsæli Giljagaur frá því í fyrra nema að hann hefur fengið að þroskast í ár á eikartunnum og kalla þeir hann Giljagaur 14.1.  Svo er það hinn litli og saklausi Stúfur sem er 2.26% léttöl með miklum jólakeim.  Það má svo taka fram fyrir þá sem enn eiga Giljagaur frá því í fyrra að hann er nú orðinn ofsalega flottur og var hann þó ljúfur í fyrra.  Ef við byrjum á honum, Giljagaur 2012 nr 14.  Sá er af gerðinni Barleywine og má lesa nánar um hvernig hann kom út í fyrra hér.  Nú hefur hann tekið á sig allt aðra mynd og er að mati okkar hér kominn í sitt besta form.  Gríðarlega flottur bjór sem hefur einhvern veginn náð að „sjatna“.  Hann er orðinn mun „þéttari“ einhvern veginn og margslunginn.  Í nefi ofsalega ljúfir tónar, þurrkaðir ávextir á borð við rúsínur og svo einhver vanillukeimur jafnvel?  Í munni er hann ekki eins beittur og fyrir ári heldur er hann orðinn mjúkur og „kúlulaga“ ef það gefur einhverja meiningu.  Það er mikil sæta í honum og vínlegur karakter, ögn humlar og bit og svo ljúfir þurrkaðir suðrænir ávextir.  Gæti alveg talað um kókos jafnvel?  Áfengið kemur alls ekki illa út en í fyrra var það heldur áberandi.  Já maður sér ekki eftir því að hafa látið þennan kúra á myrkum stað í ár.  Giljagaur 14 er þar með í efstu sætum jólabjórlistans í ár, ef ekki í efsta sæti.

Prófíll: 10.0%  

stufurStúfur 2.26% er svo nýjasti bjórinn í röðinni frá Borg.  Um er að ræða „lítinn“ bjór í stíl við lítinn jólasvein.  Ég verð þó að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað þeir félagar hjá Borg eru að fara með þessum, vissulega eru þeir að halda í „conceptið“ með skýrskotun í íslensku jólasveinana, en léttöl er ekki málið. Jú jú auðvitað gaman að gera tilraunir, það er bara vonlaust að gera góðan léttbjór.  Þessi er því dálítil vonbrygði en þegar það er sagt þá má þó reyna að dæma hann miðað við áfengismagn.  Hann er ofsalega fallegur í glasi, það vantar ekki, rauður og flottur og það er haugur af jólum í honum, negull, kanill og bara öll flóran.  Bjórinn er hins vegar með léttan og látlausan skrokk eitthvað sem ég ímynda mér að Stúfur jólasveinn sé ekki og svo er hann heldur innantómur í restina.  Miðað við léttöl þá er þetta ágætur drykkur en ég myndi ekki kaupa mér kauða nema ég væri kannski óléttur?  Nú er þetta bara okkar mat hér og alls ekki víst að fólk sé sammála.  Við hvetjum fólk að prófa samt en þá með það í huga að um léttbjór er að ræða.  Það hefði hins vegar mátt hafa bjórinn nákvæmlega svona jólakryddaðan en með þéttari skrokk og mun meira áfengi og svo framreiða hann í litlum flöskum til að halda í conceptið.

Prófíll: 2.26%  

GilliGiljagaur 14.1 eikarþroskaður er svo stóri karlinn frá Borg í ár.  Gríðarlega skemmtilegur bjór sem mikið til er byggður á sömu uppskrift og Giljagaur 14 þó með ööörlitlum tifæringum.  Hann hefur svo verið að þroskast og dafna á eikartunnu í ár. Þetta er gullfallegur bjór í glasi, rauð áferð og hvít falleg froða sem skapar réttu jólastemninguna.  Þetta er ofsalega potent og flottur karl og alls ekki fyrir aumar sálir.  Hann býr yfir einhverjum  sætum jólablæ, mandarínur og krydd í nefi, kannski ögn kókos (líkast til frá eikinni)? Í munni er hann þéttur og mikill með sætum blæ,þar eru einnig mandarínur á sveimi.  Hann er jafnframt dálítið sprittaður sem truflar mig örlítið og svo er einhver ljúfur eikarkeimur sem skapar virðuglega stemningu með snefil af vanillu og jafnvel kókos!

Virkilega skemmtilegur barley wine sem vert er að kanna.  Hann kemur bara í gjafaöskju með glasi á um 2300 kr.  Ég held að vert væri að geyma hann í ár til viðbótar.

Prófíll: 10%  

SnowballTo Öl Snowball Saison er nýr á Íslandi í ár.  Þessi kláraðist nánast á fyrsta degi en ég náði þó í eitt eintak.  Segja má að þetta sé eins konar blendingur, IPA, Saison og Villibjór allt hrært saman í eina flotta uppskrift.  Hann er ofsalega fallegur í glasi, hnausþykkur froðuhaus sem minnir á snjóskafl.  Í nefi eru kryddaðir belgískir tónar, ger og örlítill súr keimur og svo heilmikil villigerlykt umm.  Í munni er meðal fylling, góð beiskja, ögn sæta frá maltinu og svo einhverjir kryddaðir tónar.  Sýrði sasion – brett karakterinn kemur greinilega vel fram einnig.  Þetta gengur algjörlega upp, flott blanda.  Svo finnur maður ekkert fyrir áfenginu sem eru heil 8%.  Það er hins vegar lítið jólalegt við bjórinn að okkar mati, þennan viljum við einfaldlega geta drukkið allt árið um kring.  Þrátt fyrir það þá er þetta með þeim betri í ár.

Prófíll: 8%  

AnchorAnchor Christmas 2013.  Hér er kominn mjög áhugaverður bjór frá hinu ameríska brugghúsi Anchor.  Það skemmtilega við bjórinn er að hann er aldrei eins frá ári til árs.  Alltaf ný uppskrift þó svo að ákveðinn grunnur sé alltaf sá sami og það er alltaf nýtt tré sem prýðir miðann.  Þrátt fyrir lága áfengisprósentu (5.5%) þá er þetta nokkuð stór bjór þó svo að ég viðurkenni að hann mætti vel vera aðeins meira „potent“ fyrir minn smekk.  Yfirleitt er um ýmis skemmtileg krydd að ræða í karlinum og hann er margslunginn og flókinn á tungu og einhvern veginn allt öðru vísi en allir hinir jólabjórarnir á markaðnum.  Flottur matarbjór einnig, um að gera að leika sér aðeins með það.

Prófíll: 5.5%  

SteðjiSteðji Jólabjór er skemmtilegur einfaldur jólabjór frá Steðja.  Þetta er sá sami og í fyrra en virðist þó aðeins hafa verið tekið til í honum.  Bjórinn er amk virkilega vandaður og hann gengur alveg upp.  Um er að ræða lager líkt og Tuborg, Jólagull og Jólabjór víkings en hann hefur þó eitthvað meira að bjóða en þeir karlar.  Hann er með góða fyllingu, og þægilega létta beiskju og svo lakkrís.  Já þeir nota lakkrís frá Góu við bruggunina og gefur hann látlaust en þó greinanlegt lakkrísbragð í bakgrunni.  Sætt maltið og humlarnir eru í fullkomnu jafnvægi og lakkrísinn kemur svo með flotta tilbreytingu í þetta allt saman.  Lakkrísinn finnst líka örlítið í nefi ásamt flottum karamellutón.   Mjög skemmtilegur jólabjór og tilvalinn með jólamatnum.

Prófíll: 5.3%  

carlsCarls Jul. Ég verð bara að taka þennan fyrir.  Það er alls ekki um neitt stórkostlegt að ræða, þetta er bara heldur látlaus og einfaldur lager með smá ristuðum karamellukeim.  Hins vegar er það bara nostalgia sem veldur því að við hér hjá Bjórspeki kættumst mjög þegar við sáum þennan á listanum.  Það er bara eitthvað við að fá þennan á krana í 750 ml glasi í jólaösinni í Köben….og ekki skemmir fyrir heitar eplaskífur með.  Já gaman að þessu.  Skemmtilegur einfaldur en góður jólabjór fyrir danskar sálir.

Prófíll: 5.6%  

TuborgJolaFyrst við erum svo farin að tala um nostalgiu þá hefur það einhvern veginn alltaf loðað við okkur eftir 8 ár í Danmörku að við verðum að fá amk einn jóla Tuborg um hver jól.  Þetta er nefnilega ágætur lager og líkt og Carls Jul, með sætt ristað malt sem minnir á karamellu.

Prófíll: 5.6%