
Húsbjór!!! Hústónlist og eðalöl á Kaffibarnum
Frábærar fréttir af Kaffibarnum fyrir bjórnerði nær og fjær. Kaffibarinn hefur lengi verið eini almennilegi staðurinn hér í borg að mati undirritaðs þar sem hægt er að fá almennilega tónlist til að dilla sér við framundir morgun. Það hefur einnig verið hægt að fá einn og einn eðalbjórinn til að halda sér köldum. Nú ætla þeir þó að bæta um betur og hafa „bjórmánuð“ bara fyrir okkur nerðina, og svo auðvitað alla hina líka! Húsbjór mætti kalla þetta uppátæki, house music and beer, frábær blanda! Alla vega, bjórlistinn er ekki alveg klár en hann mun birtast á fésbókarsíðu Kaffibarsins á næstunni en meðal gesta á barnum má nefna ofurmenni á borð við Orval, Chimay, Duvel, fullt af Mikkeller og Brewdog ásamt fleiru. Það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þeim. Frábært uppátæki. Undirritaður verður amk með annan fótinn á Kaffibarnum næsta mánuðinn, til í bjórspjall og létta sveiflu.
