Ástríkur kominn!

Ástríkur kominn!

Ástríkur ferðast til Spánar!

Nú er Ástríkur kominn í búðir heima, rétt fyrir Gay pride sem brestur á með öllu tilheyrandi um helgina.  Þróttmikill bjór sem vert er að prófa.  Mér skilst að hann sé til í litlu upplagi og því um að gera aö drífa sig að grípa kippu.  Sjálfur ætla ég að geyma hann í ca ár því hann er ekki alveg nægilega þroskaður enn sem komið er þó hann sé ljúfur.  Þrátt fyrir myndarleg 10% þá virkar hann bara nokkuð vel hér í 30 stiga hita í Stiges á Spáni, yfirlýstum Gay bæ rétt hjá Barcelona.  Skemmtileg stemning, ég hefði átt að taka fleiri með hingað til að boða fagnaðarerendið!

Ástríkur, hinseginn bjór?

Ástríkur, samkynhneigður bjór?

Öfugur, hinseginn bjór fyrir hýra?

Borg brugghús er að leggja lokahönd á nýjan bjór sem þeir tileinka gleði, hamingju og  hinsegin fólki.  Nú má maður ekki segja eitthvað vitlaust til að stuða ekki neinn eða hvað.  Alla vega bjórinn mun koma út fyrir Gay Pride hátíðina sem er á næsta leiti.  Bjórinn heitir Ástríkur og er merkimiðinn skrautlegur í fánalitum Gay pride og textinn á hvolfi.  Skemmtileg pæling.

Margur myndi ælta að hér væri mildur sætur ávaxtabjór á ferð, kannski eru það fordómar, ég veit ekk en bjórinn er amk allt annað en mildur og léttur.  Um er að ræða þrusu bjór með ein 10% áfengis.   Margslunginn og þróttmikill en þó með dálitlum ávaxtablæ.

‘Eg smakkaði þennan bjór síðast á krana fyrir ekki svo löngu síðan þegar Borg brugghús yfirtók Englis pub undir yfirskriftinni „Borgaraleg yfirtaka“.  Ofsalega góður bjór og mikill.  Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég segja, alvöru bjór fyrir alvöru karlmenn.  Ég veit svo sem að það gæti verið stuðandi lýsing ekki hvað síst nú við þessar aðstæður? Ég skal ekki segja, eitt er þó víst að bjórinn stuðar bragðlaukana svo um munar en á góðan hátt.  Stuð er annað orð yfir fjör ekki satt? þetta er alvöru bjór, og hann mun án efa gera menn hýra. Ég er svo ekki frá því að ég hafi smakkað þennan bjór einnig á bjórhátíðinni á Kex hér um árið þegar Borgarmenn mættu til leiks með uppfærða útgáfu af Benedikt, frysta páskabjórnum frá Borg.  Sá bjór minnti helst á belgískan tripel, belgískan strong ale eða eitthvað þar á milli, ofsalega góður.  Þó svo að stílar séu ekki beint það sem menn eru að eltast við á Borg þá stendur Klausturöl á miðanum og það kemur alveg heim og saman við það sem maður er að upplifa.

Belgískt Gay pride klausturöl hehehe skemmtileg samsuða svona í sögulegu samhengi.

Mæli með þessu, flott framtak hjá Borg.

Sá græni er auðvitað með eitthvað væl líka. Sá græni er hinn mjúki bjórdrykkjumaður með viðkvæma bragðlauka og óharðnaða.  Hann kunni vel við lyktina, mikill ávaxtakeimur og bjórinn lofaði góðu.  Í bragði var hann ofsalega mikill og sterkur og áfengisbragð dálítið að trufla.  Það er samt ofsalega gaman að smakka bjórinn sérstaklega ef maður er bara viðbúinn því að hann taki dálítið í.