Innsend smakkprufa – Þýskt eðalöl

Innsend smakkprufa - Þýskt eðalöl

Hveitibjór – þýskt eðalöl frá Ragga í EFLU

Fyrir ekki svo löngu fékk ég þennan bjór sendann frá heimabruggara Ragga sem starfar hjá EFLU.  Þetta er einn af tveim flottum sem hann sendi mér.  Hinn var ESB sem var mjög skemmtilegur.  Þessi heitir einfaldlega Hveitibjór þýskt eðalöl.   Nafnið segir það sem segja þarf, stíllinn er hveitibjór að hætti Þjóðverja.  Alltaf gaman að fá svona smakk af því sem þið eru að bardúsa í skúmaskotum heima við.  Þessi er flottur í glasi, stór og flottur froðuhaus, ofsa smart.  Í nefi látlaus en með dulítilli gerlykt og svo ávextir og mildar kryddnótur.  Það er ekki þessi áberandi banana/perulykt sem oft má finna í þessum stíl.  Í munni er hann dálítið beittur, bjóst við mildarki karli.  En þessi er flottur, tekur örlítið í og svo eru einhverjir kryddtónar.  Svo er ég ekki alveg viss, ekki áberandi sætir ávextir, frekar eins og dálítið rammur börkur, appelsína?  Dálítið eins og belgísku útgáfurnar?   Svo er eins og dálítið maltað sætt eftirbragð sem kemur bara vel út.
Flottur þægilegur og einfaldur hveitibjór.  Nokkuð vel að verki staðið bara.  Menn geta verið stoltir af þessum.

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s