Ástríkur kominn!

Ástríkur kominn!

Ástríkur ferðast til Spánar!

Nú er Ástríkur kominn í búðir heima, rétt fyrir Gay pride sem brestur á með öllu tilheyrandi um helgina.  Þróttmikill bjór sem vert er að prófa.  Mér skilst að hann sé til í litlu upplagi og því um að gera aö drífa sig að grípa kippu.  Sjálfur ætla ég að geyma hann í ca ár því hann er ekki alveg nægilega þroskaður enn sem komið er þó hann sé ljúfur.  Þrátt fyrir myndarleg 10% þá virkar hann bara nokkuð vel hér í 30 stiga hita í Stiges á Spáni, yfirlýstum Gay bæ rétt hjá Barcelona.  Skemmtileg stemning, ég hefði átt að taka fleiri með hingað til að boða fagnaðarerendið!

Struise Pannepot 2011

IMG_0258

Struise Pannepot 10%

Ég hef lesið ýmislegt um þennan bjór en aldrei sérstaklega verið að eltast neitt við hann.  Hann er belgískur, bruggaður í De Struise brugghúsinu í belgíu, sama brugghús og Mikkeller vinnur oft með.  Þegar þetta er ritað þá liggur bjórhugur minn helst í amerísku IPA bjórunum og Imperial stout körlunum, belgíski stíllinn er á biðstöðu hjá mér þó ég kippi nú alltaf í einn og einn annað slagið, sérstaklega þá súru.  Þegar maður rekst á svona karla í borg sem annars er þekkt fyrir allt annað en góðan bjór þá slær maður vissulega til.  Ég var staddur á Ale & Hop í Barcelona sem er eins og vin í eyðimörk góðra bjóra.  Flottur lítill staður með sæmilegt úrval af góðum eðalbjór, nánar um það hér.
Pannepot 2011 er af gerðinni belgískt sterköl (belgian Strong Ale), 10% karl með þrótt og bragð.  Kolsvartur í glasi, þétt flott froða. Ylmar eins og sveskjur og þurrkaðir tropical ávextir (viðeigandi hér á Barcelona ekki satt) einnig dálítið ristað sætt malt.  Í munni er mikið að gerast, flottur þéttleiki og flókinn.  Sætur á tungu, heilmikið malt og eins og soðnar sveskjur sem verða dísætar og djúsi en þó með vínlegum keim einnig.  Hellingur af suðrænum dökkum ávöxtum, mikil sæta og hamingja og svo ljúfur hiti frá 10% áfengis.  Já flott tilbreyting frá hinu létta Cava hér á Barcelona.