Arh Hvad? Mikkeller Orval klónn

Arh Hvad? Orval klónn frá Mikkeller

Bjór þessi hefur valdið nokkru fjaðrafoki á fésbókinni okkar.  Menn heitir í umræðunni um bjórinn en líkast til allt byggt á dálitlum misskilningi og kannski stríðni.  Bjórinn er enn eitt fóstur Mikkeller. Um er að ræða dálítið spes bjór sem á að vera óður til Orval sem er einn af uppáhalds bjór Mikkels.  Oravl er belgískur Trappist bjór á súrum nótum.  Stílinn kallar hann Belgian Pale Ale sem er svo sem ágæti spæling því ekki getur hann kalla hannTrappist 🙂  Nafnið á bjórnum er orðaleikur og kannski erfitt að skilja nema maður sé vanur danskri tungu.  „Arh Hvad?“ hljómar í munni Danans dálítið eins og „Ogh Val“ eða bara Orval.  Þannig er leikurinn gerður.  Hér má sjá hvernig bera á fram nafnið, sjálfur Mikkel kemur þarna fyrir meira að segja http://www.youtube.com/watch?v=kpa8KEPZ9og&feature=youtu.be.

Nóg um það, nú hef ég smakkað þennan bjór amk 5 sinnum.  Í fyrsta sinn þá var það eftir 4 freyðivínsglös og tvo bjóra á Kex.  Það er kannski þess vegna sem hann virkaði ekkert sérlega spes í upphafi.  Góður bjór, ekta brett, ferskur og fínn.  Mikkeller hefur gert ansi marga „brett baseraða“ bjóra til þessa.  Villigerið setur mjög einkennandi mark á bjórinn og því er oft um keimlíkan bjór að ræða.  Þessi virkaði einfaldlega ekkert sérstakur í röðinni.

Álit mitt hefur sannarlega breyst eftir nákvæma smökkun með hreina pallettu.  Þetta er kannski gott dæmi um það sem ég hef oft sagt, sami bjórinn getur verið mismunandi eftir við hvaða tækifæri hann er smakkaður.  Nóg um það.  Bjórinn er stórglæsilegur í glasi, hnausþykk froða sem grípur dauðahaldi í glasveggina.  Endist allan bjórinn.  Í nefi er villigerið áberandi með sinn súra ferska blæ, lítið fer fyrir humlum.  Minnir þarna strax á Orvalinn.  Í munni er hann bragðmikill og ferskur.  Töluvert súr og brettaður.  Sítrus keimur og ögn humlar í restina.  Fylling er í meðallagi og svo er einhver bakgrunnur sem ég átta mig ekki alveg á.  Salt? Ristað malt? Ég veit ekki alveg.  Bjórinn er bara stórgóður, það er kannski það mikilvægasta og hann fæst hér í Vínbúðinni góðu.  Um samlíkinguna við Orvalinn þá vil ég sem minnst tjá mig að svo stöddu, það er orðið langt síðan síðasti Orval var drukkinn hér á bæ.  Hann minnir þó óneitanlega á hann en ég þarf eiginlega að smakka þá saman til að fara nánar út í það.

Þessi gæti komið skemmtilega út með grilluðum humar.

Sá græni: Flottur bjór, mattur og ósíaður.  Flott þétt froða.  Í nefi skrítin súr lykt en frískandi.  Í munni mjög skrítinn bjór fyrir þá sem ekki eru vanir bjórfikti.  Mjög forvitilegur bjór samt.  Súr og þurr og minnir á mysu.  Það er ekki víst að menn elski þennan í fyrstu, alls ekki.  Gott að hafa það í huga.

2 hugrenningar um “Arh Hvad? Mikkeller Orval klónn

  1. Já Haukur, það er gaman að sjá hvernig palletan er mismunandi hjá fólki 🙂 Ég skil þig samt dálítið, súrt er eiginlega ekki alveg rétta orðið, sour. Kannski frekar sýrður, acidy, tart? Veit ekki, fyrir mér þá er þetta brett bragð dálítið svona súrt, þurrt og gerjað! Kannski ætti maður bara að segja brettaður? 🙂

Láttu það flakka!

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s